Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júní 2018 06:49 Capella hótelið er sagt sneisafullt af alls kyns þægindum. Vísir/getty Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Talsmaður Hvíta hússins greindi frá staðsetningunni í nótt en fundurinn fer fram þann 12. júní næstkomandi, á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta verður fyrsti fundur sem leiðtogi Norður-Kóreu hefur átt með sitjandi forseta Bandaríkjanna. Í ljósi sögulegs mikilvægis fundarins var því ekki talið úr vegi að velja virðulegan fundarstað.Sjá einnig: Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un?UPDATE: The venue for the Singapore summit between @POTUS and Leader Kim Jong Un will be the Capella Hotel on Sentosa Island. We thank our great Singaporean hosts for their hospitality.— Sarah Sanders (@PressSec) June 5, 2018 Því varð hið fimm stjörnu Capella hótel á Sentosa fyrir valinu. Eyjan er ein þerra 63 sem mynda Singapúr. Hótelið er sagt sitja á landareign sem telur um 500 hektara, sé uppfullt af alls kyns þægindum, einkaströndum og fallegum golfvöllum. Líklegt verður að teljast að Trump og Kim grípi sér golfkylfu í hönd einhvern tímann á milli funda, en sá fyrrnefndi er þekktur fyrir að draga þjóðarleiðtoga með sér á golfvöllinn. Hvort sá síðarnefndi sé liðtækur í golfi liggur þó ekki fyrr. Fræg er þó flökkusagan af föður hans, Kim Jong-il, sem sagður er hafa farið 11 holur í höggi á einum golfhring í Pjongjang. Hvað sem því líður þá mun ekki væsa um leiðtogana, ef marka má myndirnar af fundarstað þeirra á vef hótelsins. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30 Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Talsmaður Hvíta hússins greindi frá staðsetningunni í nótt en fundurinn fer fram þann 12. júní næstkomandi, á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta verður fyrsti fundur sem leiðtogi Norður-Kóreu hefur átt með sitjandi forseta Bandaríkjanna. Í ljósi sögulegs mikilvægis fundarins var því ekki talið úr vegi að velja virðulegan fundarstað.Sjá einnig: Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un?UPDATE: The venue for the Singapore summit between @POTUS and Leader Kim Jong Un will be the Capella Hotel on Sentosa Island. We thank our great Singaporean hosts for their hospitality.— Sarah Sanders (@PressSec) June 5, 2018 Því varð hið fimm stjörnu Capella hótel á Sentosa fyrir valinu. Eyjan er ein þerra 63 sem mynda Singapúr. Hótelið er sagt sitja á landareign sem telur um 500 hektara, sé uppfullt af alls kyns þægindum, einkaströndum og fallegum golfvöllum. Líklegt verður að teljast að Trump og Kim grípi sér golfkylfu í hönd einhvern tímann á milli funda, en sá fyrrnefndi er þekktur fyrir að draga þjóðarleiðtoga með sér á golfvöllinn. Hvort sá síðarnefndi sé liðtækur í golfi liggur þó ekki fyrr. Fræg er þó flökkusagan af föður hans, Kim Jong-il, sem sagður er hafa farið 11 holur í höggi á einum golfhring í Pjongjang. Hvað sem því líður þá mun ekki væsa um leiðtogana, ef marka má myndirnar af fundarstað þeirra á vef hótelsins.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30 Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34
Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30
Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59