Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2018 09:01 Fjárfestingafélag sem á hlut í Tesla lagði fram tillögu um að aðskilja hlutverk forstjóra og stjórnarformanns fyrirtækisins. Musk gegnir báðum stöðum. Vísir/Getty Elon Musk, stofnandi og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla, stóð af sér tillögu um að fella hann sem stjórnarformann fyrirtækisins á ársfundi þess í gær. Fjárfestar hafa haft áhyggjur af því að Tesla hafi ekki náð að hraða framleiðslu sinni. Tillaga eins hluthafa í Tesla um að Musk gegndi ekki lengur stöðu stjórnarformanns var felld á fundinum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að tillagan hafi verið alvarlegasta atlagan að stjórn Musk á Tesla fram að þessu. Musk á um fimmtung hlutafjár í fyrirtækinu. Tesla tapaði 710 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi, tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Hlutafjárverð í fyrirtækinu hefur einnig verið stopult. Musk hjálpaði ekki til með því að neita að svara spurningum greinenda um fjármál fyrirtækisins í síðasta mánuði. Musk sagði á fundinum í gær að það væri „nokkuð líklegt“ að Tesla næði markmiði sínu um að framleiða fimm þúsund Model 3-bíla á viku fyrir lok þessa mánaðar. Verksmiðja fyrirtækisins framleiddi nú um 3.500 slíka bíla á viku. Tesla Tengdar fréttir Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Elon Musk stofnar sannleikssíðuna Pravda Elon Musk, framkvæmdastjóri rafbílaframleiðandans Tesla, segist ætla að setja á laggirnar vefsíðu sem hjálpi fólki að meta sannleiksgildi frétta. 24. maí 2018 09:17 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Elon Musk, stofnandi og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla, stóð af sér tillögu um að fella hann sem stjórnarformann fyrirtækisins á ársfundi þess í gær. Fjárfestar hafa haft áhyggjur af því að Tesla hafi ekki náð að hraða framleiðslu sinni. Tillaga eins hluthafa í Tesla um að Musk gegndi ekki lengur stöðu stjórnarformanns var felld á fundinum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að tillagan hafi verið alvarlegasta atlagan að stjórn Musk á Tesla fram að þessu. Musk á um fimmtung hlutafjár í fyrirtækinu. Tesla tapaði 710 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi, tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Hlutafjárverð í fyrirtækinu hefur einnig verið stopult. Musk hjálpaði ekki til með því að neita að svara spurningum greinenda um fjármál fyrirtækisins í síðasta mánuði. Musk sagði á fundinum í gær að það væri „nokkuð líklegt“ að Tesla næði markmiði sínu um að framleiða fimm þúsund Model 3-bíla á viku fyrir lok þessa mánaðar. Verksmiðja fyrirtækisins framleiddi nú um 3.500 slíka bíla á viku.
Tesla Tengdar fréttir Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Elon Musk stofnar sannleikssíðuna Pravda Elon Musk, framkvæmdastjóri rafbílaframleiðandans Tesla, segist ætla að setja á laggirnar vefsíðu sem hjálpi fólki að meta sannleiksgildi frétta. 24. maí 2018 09:17 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00
Elon Musk stofnar sannleikssíðuna Pravda Elon Musk, framkvæmdastjóri rafbílaframleiðandans Tesla, segist ætla að setja á laggirnar vefsíðu sem hjálpi fólki að meta sannleiksgildi frétta. 24. maí 2018 09:17