8 dagar í HM: Kúveitar fengu mark skráð af Frökkum með því að hóta að ganga af velli Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júní 2018 12:00 Prins Fahid reynir að fá sína menn af velli. Það kannast eflaust margir við að vera í boltaleik með litla frænda sínum eða litlu frænku. Þú gleymir þér aðeins í yfirburðunum sem verður til þess að sá stutti eða sú stutta taka boltann með tárin í augunum og hóta því að hætta leik. Þetta er daglegt brauð í lífinu sjálfu en svona hlut myndi maður ekki búast við að sjá á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þetta gerðist nú samt, eða svona fullorðnisútgáfa af þessu, á HM á Spáni árið 1982. Kúveit var þá að spila á móti stórliði Frakklands með Michel Platini í fararbroddi en Kúveitar voru á þessum tíma eitt öflugasta liðið í Asíu og það langöflugasta á Arabíuskaganum. Kúveitar lentu í mjög erfiðum riðli með Englandi, Frakklandi og Tékkóslóvakíu en gerðu gott jafntefli við Tékkana í fyrstu umferð, 1-1. Skemmst er frá því að segja að Frakkland vann Kúveit í þessum sögulega leik í Valladolid, 4-1, en hreint ótrúlegt atvik kom upp í seinni hálfleik þegar að Kúveitar hótuðu að yfirgefa völlinn.Allir heim! Bernard Genghini skoraði fyrsta mark Frakklands á 31. mínútu og sjálfur Michel Platini tvöfaldaði forskotið á markamínútunni, tveimur mínútum fyrir leikslok. Didier Six skoraði svo þriðja markið á 48. mínútu áður en Abdullah Al-Buloushi minnkaði muninn í 3-1 á 75. mínútu. Skömmu síðar skoraði Alain Giresse fjórða markið með þrumuskoti en allir leikmenn, þar á meðal markvörður Kúveit, hreyfðu hvorki legg né lið. Þeir töldu sig hafa heyrt flaut frá dómaranum og að leikurinn væri stopp. Flautið, ef eitthvað var, kom líklega úr stúkunni. Svo var ekki og trylltust þeir út í dómarann. Enginn var þó reiðari en Prins Fahid, forseti kúveiska knattspyrnusambandsins, sem kom niður úr sæti sínu og skipaði leikmönnum og brasilíska þjálfaranum Carlos Alberto Pereira (sem vann HM 1994 með Brössum) að yfirgefa völlinn. Það datt engum leikmanni neitt annað í hug en að hlýða prinsinum og voru Kúveitar við að að yfirgefa völlinn í Valladolid þegar að sovéski dómarinn Myroslav Stupar bugaðist undan hótunum Kúveita og dæmdi markið af. Allt í einu var þetta löglega mark afskráð og Stupar bauð upp á dómarakast þar sem að Giresse hafði skotið boltanum. Þetta skipti á endanum engu máli því að Maxime Bossis skoraði fjórða markið á 89. mínútu. Lokatölur, 4-1, í sögulegum leik.Bernard Genghini á ferðinni í leiknum fræga.vísir/gettyÍ síðasta skipti Trevor Francis skoraði eina mark Englendinga í 1-0 sigri á Kúveit í lokaumferð riðlakeppninnar en England og Frakkland fóru áfram en Kúveit fór heim með þetta eina stig en það hafnaði í neðsta sæti D-riðils. Þetta var í síðasta skipti sem Kúveit átti eftir að taka þátt á HM en það hafði aldrei áður unnið sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti og hefur ekki sést aftur síðan að það var með á Spáni fyrir 36 árum. Það vill svo skemmtilega til að þetta var einnig í síðasta skipti sem sovéski dómarinn dæmdi leik á HM og í raun síðasta skipti sem hann dæmdi leik á vegum FIFA. Hann var bannaður frá dómgæslu eftir þessa stórfurðulegu ákvörðun. Prins Fahid var svo sektaður um 8.000 dollara en það skipti olíuprinsinn nákvæmlega engu máli. Hann fékk sínu framgengt í Valladolid þó svo að það gerði ekkert fyrir liðið hans nema gera það að athlægi. Frakkar fóru alla leið í undanúrslit en töpuðu fyrir Vestur-Þýskalandi í vítaspyrnukeppni en Englendingar sátu eftir í milliriðlum eftir jafntefli gegn Þjóðverjum og Spáni. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Það kannast eflaust margir við að vera í boltaleik með litla frænda sínum eða litlu frænku. Þú gleymir þér aðeins í yfirburðunum sem verður til þess að sá stutti eða sú stutta taka boltann með tárin í augunum og hóta því að hætta leik. Þetta er daglegt brauð í lífinu sjálfu en svona hlut myndi maður ekki búast við að sjá á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þetta gerðist nú samt, eða svona fullorðnisútgáfa af þessu, á HM á Spáni árið 1982. Kúveit var þá að spila á móti stórliði Frakklands með Michel Platini í fararbroddi en Kúveitar voru á þessum tíma eitt öflugasta liðið í Asíu og það langöflugasta á Arabíuskaganum. Kúveitar lentu í mjög erfiðum riðli með Englandi, Frakklandi og Tékkóslóvakíu en gerðu gott jafntefli við Tékkana í fyrstu umferð, 1-1. Skemmst er frá því að segja að Frakkland vann Kúveit í þessum sögulega leik í Valladolid, 4-1, en hreint ótrúlegt atvik kom upp í seinni hálfleik þegar að Kúveitar hótuðu að yfirgefa völlinn.Allir heim! Bernard Genghini skoraði fyrsta mark Frakklands á 31. mínútu og sjálfur Michel Platini tvöfaldaði forskotið á markamínútunni, tveimur mínútum fyrir leikslok. Didier Six skoraði svo þriðja markið á 48. mínútu áður en Abdullah Al-Buloushi minnkaði muninn í 3-1 á 75. mínútu. Skömmu síðar skoraði Alain Giresse fjórða markið með þrumuskoti en allir leikmenn, þar á meðal markvörður Kúveit, hreyfðu hvorki legg né lið. Þeir töldu sig hafa heyrt flaut frá dómaranum og að leikurinn væri stopp. Flautið, ef eitthvað var, kom líklega úr stúkunni. Svo var ekki og trylltust þeir út í dómarann. Enginn var þó reiðari en Prins Fahid, forseti kúveiska knattspyrnusambandsins, sem kom niður úr sæti sínu og skipaði leikmönnum og brasilíska þjálfaranum Carlos Alberto Pereira (sem vann HM 1994 með Brössum) að yfirgefa völlinn. Það datt engum leikmanni neitt annað í hug en að hlýða prinsinum og voru Kúveitar við að að yfirgefa völlinn í Valladolid þegar að sovéski dómarinn Myroslav Stupar bugaðist undan hótunum Kúveita og dæmdi markið af. Allt í einu var þetta löglega mark afskráð og Stupar bauð upp á dómarakast þar sem að Giresse hafði skotið boltanum. Þetta skipti á endanum engu máli því að Maxime Bossis skoraði fjórða markið á 89. mínútu. Lokatölur, 4-1, í sögulegum leik.Bernard Genghini á ferðinni í leiknum fræga.vísir/gettyÍ síðasta skipti Trevor Francis skoraði eina mark Englendinga í 1-0 sigri á Kúveit í lokaumferð riðlakeppninnar en England og Frakkland fóru áfram en Kúveit fór heim með þetta eina stig en það hafnaði í neðsta sæti D-riðils. Þetta var í síðasta skipti sem Kúveit átti eftir að taka þátt á HM en það hafði aldrei áður unnið sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti og hefur ekki sést aftur síðan að það var með á Spáni fyrir 36 árum. Það vill svo skemmtilega til að þetta var einnig í síðasta skipti sem sovéski dómarinn dæmdi leik á HM og í raun síðasta skipti sem hann dæmdi leik á vegum FIFA. Hann var bannaður frá dómgæslu eftir þessa stórfurðulegu ákvörðun. Prins Fahid var svo sektaður um 8.000 dollara en það skipti olíuprinsinn nákvæmlega engu máli. Hann fékk sínu framgengt í Valladolid þó svo að það gerði ekkert fyrir liðið hans nema gera það að athlægi. Frakkar fóru alla leið í undanúrslit en töpuðu fyrir Vestur-Þýskalandi í vítaspyrnukeppni en Englendingar sátu eftir í milliriðlum eftir jafntefli gegn Þjóðverjum og Spáni.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00 9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
10 dagar í HM: Verða James og höfrungurinn toppaðir? James Rodríguez skoraði tvö af þremur flottustu mörkum HM 2014 í Brasilíu. 4. júní 2018 11:00
9 dagar í HM: Atvikið sem átti að sundra Rooney og Ronaldo gerði þá að meisturum Cristiano Ronaldo sá til þess að Wayne Rooney fékk rautt spjald á móti Portúgal á HM 2006. 5. júní 2018 11:00