Stytta af Gústa guðsmanni steypt í brons Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2018 17:20 Um þessar mundir er myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir að fullvinna styttu af Gústa guðsmanni, en syttunni verður komið fyrir á ráðhústorgi Siglufjarðar – honum til heiðurs. Gústi helgaði lífi sínu hjálparstarfi og rann nær allt hans fjármagn til fátækra barna um heim allan á meðan hversdagshetjan sjálf lifði við fábrotið atlæti. Gústi er þekktastur fyrir að hafa hitt Guð og samið ansi óvenjulega við hann. Þeir sömdu um að hann myndi róa báti sínum, Sigurvini, og gefa allan afla til munaðarlausra barna. Samninginn stóð hann við, en hann styrkti fjölmörg börn um allan heim. „Þekktasta dæmið er þegar hann styrkti 18 munaðarlaus börn, fátæk og illa farin, til grunnskóla- og háskólanáms. Í dag eru þessir einstaklingar læknar, kennarar og þingmenn svo dæmi séu tekin,“ segir Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði. Þá tók Vigfús við bréfum frá fólki úti í heimi sem vildi þakka Gústa fyrir lífsgjöfina á sínum tíma. Sjálfur neitaði Gústi sér um allan munað. Hann bjó lengst af í síldarbragga við fábrotið atlæti. Þá átti hann ekkert, nema bátinn Sigurvin, enda gaf hversdagshetjan allan afla sinn til hjálparstarfa. „Ég kom til hans upp í herbergi þar sem hann bjó. Þar var fátæklegt. Hann gerði ekki miklar kröfur. Gústi eyddi ekki miklu í sjálfan sig og þess vegna var svona mikið eftir til að gefa öðrum, sem var hans hugsjónarstarf.“ Segir Kristján L. Möller, Siglfirðingur. Þá sinnti hann trú sinni vel og lagði upp með að mæta fólki með góðu viðmóti. Þá lýsa þeir Vilhjálmur og Kristján, Gústa sem skemmtilegum manni. Hann hafi predikað af miklum krafti, sama hvernig viðraði. Þó skipti engu máli þó enginn væri að hlusta. Orðið flutti hann alla tíð. Á næstu dögum verður styttan af Gústa guðsmanni send til þýskalands þar sem hún verður steypt í brons. Þá stendur til að vígja styttuna á ráðhústorgi Siglufjarðar þann 29. ágúst, á afmælisdegi Gústa. Fjallabyggð Styttur og útilistaverk Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Um þessar mundir er myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir að fullvinna styttu af Gústa guðsmanni, en syttunni verður komið fyrir á ráðhústorgi Siglufjarðar – honum til heiðurs. Gústi helgaði lífi sínu hjálparstarfi og rann nær allt hans fjármagn til fátækra barna um heim allan á meðan hversdagshetjan sjálf lifði við fábrotið atlæti. Gústi er þekktastur fyrir að hafa hitt Guð og samið ansi óvenjulega við hann. Þeir sömdu um að hann myndi róa báti sínum, Sigurvini, og gefa allan afla til munaðarlausra barna. Samninginn stóð hann við, en hann styrkti fjölmörg börn um allan heim. „Þekktasta dæmið er þegar hann styrkti 18 munaðarlaus börn, fátæk og illa farin, til grunnskóla- og háskólanáms. Í dag eru þessir einstaklingar læknar, kennarar og þingmenn svo dæmi séu tekin,“ segir Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði. Þá tók Vigfús við bréfum frá fólki úti í heimi sem vildi þakka Gústa fyrir lífsgjöfina á sínum tíma. Sjálfur neitaði Gústi sér um allan munað. Hann bjó lengst af í síldarbragga við fábrotið atlæti. Þá átti hann ekkert, nema bátinn Sigurvin, enda gaf hversdagshetjan allan afla sinn til hjálparstarfa. „Ég kom til hans upp í herbergi þar sem hann bjó. Þar var fátæklegt. Hann gerði ekki miklar kröfur. Gústi eyddi ekki miklu í sjálfan sig og þess vegna var svona mikið eftir til að gefa öðrum, sem var hans hugsjónarstarf.“ Segir Kristján L. Möller, Siglfirðingur. Þá sinnti hann trú sinni vel og lagði upp með að mæta fólki með góðu viðmóti. Þá lýsa þeir Vilhjálmur og Kristján, Gústa sem skemmtilegum manni. Hann hafi predikað af miklum krafti, sama hvernig viðraði. Þó skipti engu máli þó enginn væri að hlusta. Orðið flutti hann alla tíð. Á næstu dögum verður styttan af Gústa guðsmanni send til þýskalands þar sem hún verður steypt í brons. Þá stendur til að vígja styttuna á ráðhústorgi Siglufjarðar þann 29. ágúst, á afmælisdegi Gústa.
Fjallabyggð Styttur og útilistaverk Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira