Guðmundur: Ekki eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2018 19:04 Guðmundur og Gunnar eiga verkefni fyrir höndum á miðvikudaginn. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir að of mörg dauðafæri sem fóru í súginn hafi leitt til þess að liðið tapaði með eins marks mun, 28-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2019. „Það var viðbúið að þetta yrði erfiður leikur. Við erum ekkert eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér en það hafa mjög góð lið gert,” sagði Guðmundur í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekkert sem kom mér á óvart. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Við spiluðum klókt og stjórnuðum flestum hlutum en það sem var að stríða okkur voru dauðafærin.” Ísland fór með alltof mörg dauðafæri; úr hröðum upphlaupum og af sex metrunum. Guðmundur segir að það sé ekki nógu gott og þurfi að laga fyrir síðari leikinn. „Ég held að við séum að fara með fjórtán til fimmtán dauðafæri og það er mjög dýrt í svona leik þar sem þú ert á útivelli og ekki með neitt með þér.” „Það varð okkur ofviða að vinna leikinn og upphafskaflinn í síðari hálfleik var ekki góður. Þetta er hættulegt að koma inn eftir hálfleik þar sem þú ert yfir, það er falskt öryggi og við fórum illa að ráði sóknarlega.” Íslenska liðið fékk á sig átján mörk í síðari hálfleik og var varnarleikur liðsins dapur en fyrir aftan þennan dapra varnarleik var þó Björgvin Páll Gústavsson sem hélt liðinu á floti. „Þeir keyra þrjú hraðaupphlaup fljótlega í síðari hálfleik og þá var þetta orðið jafn leikur. Það kom óöryggi í vörnina og við misstum Ólaf Gústafsson útaf.” „Hann fékk tvisvar tvær snemma en mér fannst við leysa það vel eins og við gátum. Við töpum maður á móti manni of oft. Þeir spiluðu klókt á okkur í síðari hálfleik og við lentum í basli.” Guðmundur segir að það sé engin svartsýni í sér heldur horfi hann fullur tilhlökkunar til síðari leiksins á miðvikudaginn. „Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt og nú sjáum við hvort að þetta sé 27-27 eða eitthvað annað. Óháð því er ég fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið á miðvikudaginn.” „Við þurfum að fá stuðning áhorfenda og fá fulla höll til þess að fylgja þessu eftir. Við ætlum okkur á HM. Það er ekkert annað í boði,” sagði Guðmundur kokhraustur í leikslok. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir að of mörg dauðafæri sem fóru í súginn hafi leitt til þess að liðið tapaði með eins marks mun, 28-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2019. „Það var viðbúið að þetta yrði erfiður leikur. Við erum ekkert eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér en það hafa mjög góð lið gert,” sagði Guðmundur í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekkert sem kom mér á óvart. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Við spiluðum klókt og stjórnuðum flestum hlutum en það sem var að stríða okkur voru dauðafærin.” Ísland fór með alltof mörg dauðafæri; úr hröðum upphlaupum og af sex metrunum. Guðmundur segir að það sé ekki nógu gott og þurfi að laga fyrir síðari leikinn. „Ég held að við séum að fara með fjórtán til fimmtán dauðafæri og það er mjög dýrt í svona leik þar sem þú ert á útivelli og ekki með neitt með þér.” „Það varð okkur ofviða að vinna leikinn og upphafskaflinn í síðari hálfleik var ekki góður. Þetta er hættulegt að koma inn eftir hálfleik þar sem þú ert yfir, það er falskt öryggi og við fórum illa að ráði sóknarlega.” Íslenska liðið fékk á sig átján mörk í síðari hálfleik og var varnarleikur liðsins dapur en fyrir aftan þennan dapra varnarleik var þó Björgvin Páll Gústavsson sem hélt liðinu á floti. „Þeir keyra þrjú hraðaupphlaup fljótlega í síðari hálfleik og þá var þetta orðið jafn leikur. Það kom óöryggi í vörnina og við misstum Ólaf Gústafsson útaf.” „Hann fékk tvisvar tvær snemma en mér fannst við leysa það vel eins og við gátum. Við töpum maður á móti manni of oft. Þeir spiluðu klókt á okkur í síðari hálfleik og við lentum í basli.” Guðmundur segir að það sé engin svartsýni í sér heldur horfi hann fullur tilhlökkunar til síðari leiksins á miðvikudaginn. „Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt og nú sjáum við hvort að þetta sé 27-27 eða eitthvað annað. Óháð því er ég fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið á miðvikudaginn.” „Við þurfum að fá stuðning áhorfenda og fá fulla höll til þess að fylgja þessu eftir. Við ætlum okkur á HM. Það er ekkert annað í boði,” sagði Guðmundur kokhraustur í leikslok.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30