Gerir Ólafía atlögu að fyrsta risatitlinum? Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. maí 2018 07:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er mætt til Alabama. vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hún hefur þá tekið þátt í öllum fimm risamótunum í golfi. Er þetta annað árið í röð sem við Íslendingar eigum kylfing á þessu risamóti en Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, var meðal þátttakenda í fyrra en missti af niðurskurðinum. Þetta er í fimmta sinn sem Ólafía leikur á risamóti í golfi en besti árangur hennar er 48. sæti á Evian-meistaramótinu í Frakklandi. Leikið er á Shoal Creek vellinum í Alabama en það er mikil bleyta á vellinum. Í samtali við Golfsambandið sagði Ólafía að blautur og kaldur vetur hefði reynst vellinum erfiður, eitthvað sem íslenskir kylfingar ættu að kannast við. „Við gátum ekki klárað æfingarhringinn á mánudaginn vegna úrkomu og þrumuveðurs, það má ekki vera úti á vellinum í slíkum aðstæðum,“ sagði Ólafía við Golfsambandið. „Það lítur út fyrir að það verði blautt í þessari viku en það munu allir leika við þessar aðstæður og ég get ekki leyft þessu að hafa áhrif á mig. Ég ætla ekki að eyða orku í að hafa áhyggjur af hlutum sem ég get ekki breytt.“ Ólafía segist spennt að spreyta sig á þessu risamóti en verðlaunaféð hljóðar upp á fimm milljónir dollara eða um hálfan milljarð króna. „Lykilatriðið er að stjórna væntingunum til þess að njóta upplifunarinnar, ég fer út á völl án þess að hugsa of mikið um hlutina og seta um leið of mikla pressu á sjálfa mig.“ Golf Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hún hefur þá tekið þátt í öllum fimm risamótunum í golfi. Er þetta annað árið í röð sem við Íslendingar eigum kylfing á þessu risamóti en Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, var meðal þátttakenda í fyrra en missti af niðurskurðinum. Þetta er í fimmta sinn sem Ólafía leikur á risamóti í golfi en besti árangur hennar er 48. sæti á Evian-meistaramótinu í Frakklandi. Leikið er á Shoal Creek vellinum í Alabama en það er mikil bleyta á vellinum. Í samtali við Golfsambandið sagði Ólafía að blautur og kaldur vetur hefði reynst vellinum erfiður, eitthvað sem íslenskir kylfingar ættu að kannast við. „Við gátum ekki klárað æfingarhringinn á mánudaginn vegna úrkomu og þrumuveðurs, það má ekki vera úti á vellinum í slíkum aðstæðum,“ sagði Ólafía við Golfsambandið. „Það lítur út fyrir að það verði blautt í þessari viku en það munu allir leika við þessar aðstæður og ég get ekki leyft þessu að hafa áhrif á mig. Ég ætla ekki að eyða orku í að hafa áhyggjur af hlutum sem ég get ekki breytt.“ Ólafía segist spennt að spreyta sig á þessu risamóti en verðlaunaféð hljóðar upp á fimm milljónir dollara eða um hálfan milljarð króna. „Lykilatriðið er að stjórna væntingunum til þess að njóta upplifunarinnar, ég fer út á völl án þess að hugsa of mikið um hlutina og seta um leið of mikla pressu á sjálfa mig.“
Golf Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira