Gerir Ólafía atlögu að fyrsta risatitlinum? Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. maí 2018 07:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er mætt til Alabama. vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hún hefur þá tekið þátt í öllum fimm risamótunum í golfi. Er þetta annað árið í röð sem við Íslendingar eigum kylfing á þessu risamóti en Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, var meðal þátttakenda í fyrra en missti af niðurskurðinum. Þetta er í fimmta sinn sem Ólafía leikur á risamóti í golfi en besti árangur hennar er 48. sæti á Evian-meistaramótinu í Frakklandi. Leikið er á Shoal Creek vellinum í Alabama en það er mikil bleyta á vellinum. Í samtali við Golfsambandið sagði Ólafía að blautur og kaldur vetur hefði reynst vellinum erfiður, eitthvað sem íslenskir kylfingar ættu að kannast við. „Við gátum ekki klárað æfingarhringinn á mánudaginn vegna úrkomu og þrumuveðurs, það má ekki vera úti á vellinum í slíkum aðstæðum,“ sagði Ólafía við Golfsambandið. „Það lítur út fyrir að það verði blautt í þessari viku en það munu allir leika við þessar aðstæður og ég get ekki leyft þessu að hafa áhrif á mig. Ég ætla ekki að eyða orku í að hafa áhyggjur af hlutum sem ég get ekki breytt.“ Ólafía segist spennt að spreyta sig á þessu risamóti en verðlaunaféð hljóðar upp á fimm milljónir dollara eða um hálfan milljarð króna. „Lykilatriðið er að stjórna væntingunum til þess að njóta upplifunarinnar, ég fer út á völl án þess að hugsa of mikið um hlutina og seta um leið of mikla pressu á sjálfa mig.“ Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hún hefur þá tekið þátt í öllum fimm risamótunum í golfi. Er þetta annað árið í röð sem við Íslendingar eigum kylfing á þessu risamóti en Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, var meðal þátttakenda í fyrra en missti af niðurskurðinum. Þetta er í fimmta sinn sem Ólafía leikur á risamóti í golfi en besti árangur hennar er 48. sæti á Evian-meistaramótinu í Frakklandi. Leikið er á Shoal Creek vellinum í Alabama en það er mikil bleyta á vellinum. Í samtali við Golfsambandið sagði Ólafía að blautur og kaldur vetur hefði reynst vellinum erfiður, eitthvað sem íslenskir kylfingar ættu að kannast við. „Við gátum ekki klárað æfingarhringinn á mánudaginn vegna úrkomu og þrumuveðurs, það má ekki vera úti á vellinum í slíkum aðstæðum,“ sagði Ólafía við Golfsambandið. „Það lítur út fyrir að það verði blautt í þessari viku en það munu allir leika við þessar aðstæður og ég get ekki leyft þessu að hafa áhrif á mig. Ég ætla ekki að eyða orku í að hafa áhyggjur af hlutum sem ég get ekki breytt.“ Ólafía segist spennt að spreyta sig á þessu risamóti en verðlaunaféð hljóðar upp á fimm milljónir dollara eða um hálfan milljarð króna. „Lykilatriðið er að stjórna væntingunum til þess að njóta upplifunarinnar, ég fer út á völl án þess að hugsa of mikið um hlutina og seta um leið of mikla pressu á sjálfa mig.“
Golf Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira