Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Hörður Ægisson skrifar 31. maí 2018 06:00 Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni Vísir/pjetur Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir, sem hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri, hafa skuldbundið sig til að kaupa umtalsverðan eignarhlut í Arion banka í boðuðu hlutafjárútboði bankans í júní. Fjárfestingarsjóðirnir munu kaupa á bilinu 10 til 20 prósent af þeim bréfum sem verða samtals seld í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Áætlað er að selja að lágmarki fjórðungshlut, mögulega meira, og eignarhlutur sjóðanna í Arion banka eftir útboðið gæti því samanlagt verið í kringum 3 til 5 prósent. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nöfn sjóðanna en um er að ræða fjárfestingarsjóði sem eru í hópi stærstu hluthafa í fyrirtækjum sem eru skráð í Kauphöllinni. Þeir sjóðir eru á vegum Eaton Vance, Miton Group, Lansdowne Partners og Wellington. Verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir, sem er á meðal söluráðgjafa Kaupþings í tengslum við hlutafjárútboð bankans, hefur milligöngu um viðskiptin. Gengið var frá samkomulagi við sjóðina í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þeir taka þátt í útboðinu sem hornsteinsfjárfestar. Það þýðir að þeir skuldbinda sig fyrirfram til að kaupa tiltekinn hlut í bankanum á sama verði og aðrir fjárfestar í útboðinu, en semja ekki um sérstakt verð, og þá oft og tíðum lægra, líkt og kjölfestufjárfestar að undangengnu forvali í lokuðu útboði. Upplýst verður um þátttöku sjóðanna sem hornsteinsfjárfesta í skráningarlýsingu sem birtist í tengslum við útboðið síðar í vikunni, líklega eftir lokun markaða í dag, fimmtudag. Sem fyrr segir liggur ekki endanlega fyrir hversu stóran hlut sjóðirnir kaupa, það ræðst af eftirspurn og gengi í útboðinu, en ef niðurstaðan verður samanlagt um 5 prósenta hlutur á genginu 0,7 miðað við núverandi eigið fé Arion banka, svo dæmi sé tekið, þá mun söluandvirðið nema um sjö milljörðum króna. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran hlut í útboðinu og þá mun Attestor Capital, sem á 12,4 prósent, mögulega selja allt að 2 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní. 2. maí 2018 08:00 Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“ Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna "óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum. 30. maí 2018 12:53 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir, sem hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri, hafa skuldbundið sig til að kaupa umtalsverðan eignarhlut í Arion banka í boðuðu hlutafjárútboði bankans í júní. Fjárfestingarsjóðirnir munu kaupa á bilinu 10 til 20 prósent af þeim bréfum sem verða samtals seld í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Áætlað er að selja að lágmarki fjórðungshlut, mögulega meira, og eignarhlutur sjóðanna í Arion banka eftir útboðið gæti því samanlagt verið í kringum 3 til 5 prósent. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nöfn sjóðanna en um er að ræða fjárfestingarsjóði sem eru í hópi stærstu hluthafa í fyrirtækjum sem eru skráð í Kauphöllinni. Þeir sjóðir eru á vegum Eaton Vance, Miton Group, Lansdowne Partners og Wellington. Verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir, sem er á meðal söluráðgjafa Kaupþings í tengslum við hlutafjárútboð bankans, hefur milligöngu um viðskiptin. Gengið var frá samkomulagi við sjóðina í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þeir taka þátt í útboðinu sem hornsteinsfjárfestar. Það þýðir að þeir skuldbinda sig fyrirfram til að kaupa tiltekinn hlut í bankanum á sama verði og aðrir fjárfestar í útboðinu, en semja ekki um sérstakt verð, og þá oft og tíðum lægra, líkt og kjölfestufjárfestar að undangengnu forvali í lokuðu útboði. Upplýst verður um þátttöku sjóðanna sem hornsteinsfjárfesta í skráningarlýsingu sem birtist í tengslum við útboðið síðar í vikunni, líklega eftir lokun markaða í dag, fimmtudag. Sem fyrr segir liggur ekki endanlega fyrir hversu stóran hlut sjóðirnir kaupa, það ræðst af eftirspurn og gengi í útboðinu, en ef niðurstaðan verður samanlagt um 5 prósenta hlutur á genginu 0,7 miðað við núverandi eigið fé Arion banka, svo dæmi sé tekið, þá mun söluandvirðið nema um sjö milljörðum króna. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran hlut í útboðinu og þá mun Attestor Capital, sem á 12,4 prósent, mögulega selja allt að 2 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní. 2. maí 2018 08:00 Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“ Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna "óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum. 30. maí 2018 12:53 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00
Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní. 2. maí 2018 08:00
Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“ Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna "óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum. 30. maí 2018 12:53