Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion Hörður Ægisson skrifar 31. maí 2018 06:00 Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni Vísir/pjetur Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir, sem hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri, hafa skuldbundið sig til að kaupa umtalsverðan eignarhlut í Arion banka í boðuðu hlutafjárútboði bankans í júní. Fjárfestingarsjóðirnir munu kaupa á bilinu 10 til 20 prósent af þeim bréfum sem verða samtals seld í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Áætlað er að selja að lágmarki fjórðungshlut, mögulega meira, og eignarhlutur sjóðanna í Arion banka eftir útboðið gæti því samanlagt verið í kringum 3 til 5 prósent. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nöfn sjóðanna en um er að ræða fjárfestingarsjóði sem eru í hópi stærstu hluthafa í fyrirtækjum sem eru skráð í Kauphöllinni. Þeir sjóðir eru á vegum Eaton Vance, Miton Group, Lansdowne Partners og Wellington. Verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir, sem er á meðal söluráðgjafa Kaupþings í tengslum við hlutafjárútboð bankans, hefur milligöngu um viðskiptin. Gengið var frá samkomulagi við sjóðina í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þeir taka þátt í útboðinu sem hornsteinsfjárfestar. Það þýðir að þeir skuldbinda sig fyrirfram til að kaupa tiltekinn hlut í bankanum á sama verði og aðrir fjárfestar í útboðinu, en semja ekki um sérstakt verð, og þá oft og tíðum lægra, líkt og kjölfestufjárfestar að undangengnu forvali í lokuðu útboði. Upplýst verður um þátttöku sjóðanna sem hornsteinsfjárfesta í skráningarlýsingu sem birtist í tengslum við útboðið síðar í vikunni, líklega eftir lokun markaða í dag, fimmtudag. Sem fyrr segir liggur ekki endanlega fyrir hversu stóran hlut sjóðirnir kaupa, það ræðst af eftirspurn og gengi í útboðinu, en ef niðurstaðan verður samanlagt um 5 prósenta hlutur á genginu 0,7 miðað við núverandi eigið fé Arion banka, svo dæmi sé tekið, þá mun söluandvirðið nema um sjö milljörðum króna. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran hlut í útboðinu og þá mun Attestor Capital, sem á 12,4 prósent, mögulega selja allt að 2 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní. 2. maí 2018 08:00 Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“ Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna "óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum. 30. maí 2018 12:53 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir, sem hafa verið umsvifamiklir í fjárfestingum í skráðum félögum í Kauphöllinni síðustu misseri, hafa skuldbundið sig til að kaupa umtalsverðan eignarhlut í Arion banka í boðuðu hlutafjárútboði bankans í júní. Fjárfestingarsjóðirnir munu kaupa á bilinu 10 til 20 prósent af þeim bréfum sem verða samtals seld í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Áætlað er að selja að lágmarki fjórðungshlut, mögulega meira, og eignarhlutur sjóðanna í Arion banka eftir útboðið gæti því samanlagt verið í kringum 3 til 5 prósent. Ekki hafa fengist staðfestar upplýsingar um nöfn sjóðanna en um er að ræða fjárfestingarsjóði sem eru í hópi stærstu hluthafa í fyrirtækjum sem eru skráð í Kauphöllinni. Þeir sjóðir eru á vegum Eaton Vance, Miton Group, Lansdowne Partners og Wellington. Verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir, sem er á meðal söluráðgjafa Kaupþings í tengslum við hlutafjárútboð bankans, hefur milligöngu um viðskiptin. Gengið var frá samkomulagi við sjóðina í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þeir taka þátt í útboðinu sem hornsteinsfjárfestar. Það þýðir að þeir skuldbinda sig fyrirfram til að kaupa tiltekinn hlut í bankanum á sama verði og aðrir fjárfestar í útboðinu, en semja ekki um sérstakt verð, og þá oft og tíðum lægra, líkt og kjölfestufjárfestar að undangengnu forvali í lokuðu útboði. Upplýst verður um þátttöku sjóðanna sem hornsteinsfjárfesta í skráningarlýsingu sem birtist í tengslum við útboðið síðar í vikunni, líklega eftir lokun markaða í dag, fimmtudag. Sem fyrr segir liggur ekki endanlega fyrir hversu stóran hlut sjóðirnir kaupa, það ræðst af eftirspurn og gengi í útboðinu, en ef niðurstaðan verður samanlagt um 5 prósenta hlutur á genginu 0,7 miðað við núverandi eigið fé Arion banka, svo dæmi sé tekið, þá mun söluandvirðið nema um sjö milljörðum króna. Kaupþing, sem fer með 55,6 prósent í Arion, hyggst losa um stóran hlut í útboðinu og þá mun Attestor Capital, sem á 12,4 prósent, mögulega selja allt að 2 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00 Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní. 2. maí 2018 08:00 Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“ Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna "óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum. 30. maí 2018 12:53 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Fossar markaðir, Íslandsbanki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. 18. maí 2018 06:00
Ríkið fellur að hluta frá forkaupsrétti að Arion Ríkið fellur tímabundið frá forkaupsrétti sínum að ákveðnum hluta Kaupþings í Arion við hlutafjárútboð. Einnig til skoðunar að Kaupþing ábyrgist greiðslu til ríkisins miðað við lágsmarksgengið 0,8. Útboð og skráning bankans í júní. 2. maí 2018 08:00
Hættir í stjórn Arion banka vegna „óæskilegrar hegðunar“ Jakob Már Ásmundsson, hefur tilkynnt um afsögn sína úr stjórn Arion banka. Afsögnin er til komin vegna "óæskilegrar hegðunar af hans hálfu,“ líkt og það er orðað í tilkynningu frá bankanum. 30. maí 2018 12:53