Verstappen reynir of mikið: „Höfum gefið frá okkur 65 stig“ Bragi Þórðarson skrifar 31. maí 2018 21:30 Verstappen hefur ekki átt sjö dagana sæla í byrjun árs vísir/getty Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull hefur gert mistök í öllum keppnum það sem af er ári. Þau nýjustu á þriðju æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn um síðustu helgi. Fyrir vikið komst Max ekki í tímatökur, ræsti síðastur og endaði níundi í kappakstrinum sem skilaði aðeins tveimur stigum. Nú er Hollendingurinn orðinn heilum 75 stigum á eftir Lewis Hamilton og eru því titilvonir hans svo gott sem engar, þótt tímabilið sé bara rétt að byrja. „Við tölum reglulega saman,“ sagði Christian Horner, stjóri Red Bull, í vikunni. „Það sem fer í taugarnar á honum er að hann er vinna meira en nokkru sinni fyrr en ekkert virðist virka. Max er að reyna of mikið og þarf að byrja á byrjun.“ Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Daniel Ricciardo, hefur unnið tvær keppnir það sem af er tímabili. Jafn margar keppnir og Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa unnið á árinu. Það er því bersýnilegt að Red Bull bíllinn er hraður í ár. „Við eigum að vera að berjast á toppnum við Mercedes og Ferrari, en við höfum gefið frá okkur sirka 65 stig í keppni bílasmiða,“ sagði Horner. Red Bull hefur því ekki efni á því að hafa einn ökumann alltaf í veggjunum. Liðið er þekkt fyrir að skipta út ökumönnum reglulega ef liðinu þykir það nauðsynlegt, en þó er ekki talið líklegt að sæti Max sé í hættu. Formúla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull hefur gert mistök í öllum keppnum það sem af er ári. Þau nýjustu á þriðju æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn um síðustu helgi. Fyrir vikið komst Max ekki í tímatökur, ræsti síðastur og endaði níundi í kappakstrinum sem skilaði aðeins tveimur stigum. Nú er Hollendingurinn orðinn heilum 75 stigum á eftir Lewis Hamilton og eru því titilvonir hans svo gott sem engar, þótt tímabilið sé bara rétt að byrja. „Við tölum reglulega saman,“ sagði Christian Horner, stjóri Red Bull, í vikunni. „Það sem fer í taugarnar á honum er að hann er vinna meira en nokkru sinni fyrr en ekkert virðist virka. Max er að reyna of mikið og þarf að byrja á byrjun.“ Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Daniel Ricciardo, hefur unnið tvær keppnir það sem af er tímabili. Jafn margar keppnir og Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa unnið á árinu. Það er því bersýnilegt að Red Bull bíllinn er hraður í ár. „Við eigum að vera að berjast á toppnum við Mercedes og Ferrari, en við höfum gefið frá okkur sirka 65 stig í keppni bílasmiða,“ sagði Horner. Red Bull hefur því ekki efni á því að hafa einn ökumann alltaf í veggjunum. Liðið er þekkt fyrir að skipta út ökumönnum reglulega ef liðinu þykir það nauðsynlegt, en þó er ekki talið líklegt að sæti Max sé í hættu.
Formúla Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira