Verstappen reynir of mikið: „Höfum gefið frá okkur 65 stig“ Bragi Þórðarson skrifar 31. maí 2018 21:30 Verstappen hefur ekki átt sjö dagana sæla í byrjun árs vísir/getty Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull hefur gert mistök í öllum keppnum það sem af er ári. Þau nýjustu á þriðju æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn um síðustu helgi. Fyrir vikið komst Max ekki í tímatökur, ræsti síðastur og endaði níundi í kappakstrinum sem skilaði aðeins tveimur stigum. Nú er Hollendingurinn orðinn heilum 75 stigum á eftir Lewis Hamilton og eru því titilvonir hans svo gott sem engar, þótt tímabilið sé bara rétt að byrja. „Við tölum reglulega saman,“ sagði Christian Horner, stjóri Red Bull, í vikunni. „Það sem fer í taugarnar á honum er að hann er vinna meira en nokkru sinni fyrr en ekkert virðist virka. Max er að reyna of mikið og þarf að byrja á byrjun.“ Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Daniel Ricciardo, hefur unnið tvær keppnir það sem af er tímabili. Jafn margar keppnir og Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa unnið á árinu. Það er því bersýnilegt að Red Bull bíllinn er hraður í ár. „Við eigum að vera að berjast á toppnum við Mercedes og Ferrari, en við höfum gefið frá okkur sirka 65 stig í keppni bílasmiða,“ sagði Horner. Red Bull hefur því ekki efni á því að hafa einn ökumann alltaf í veggjunum. Liðið er þekkt fyrir að skipta út ökumönnum reglulega ef liðinu þykir það nauðsynlegt, en þó er ekki talið líklegt að sæti Max sé í hættu. Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull hefur gert mistök í öllum keppnum það sem af er ári. Þau nýjustu á þriðju æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn um síðustu helgi. Fyrir vikið komst Max ekki í tímatökur, ræsti síðastur og endaði níundi í kappakstrinum sem skilaði aðeins tveimur stigum. Nú er Hollendingurinn orðinn heilum 75 stigum á eftir Lewis Hamilton og eru því titilvonir hans svo gott sem engar, þótt tímabilið sé bara rétt að byrja. „Við tölum reglulega saman,“ sagði Christian Horner, stjóri Red Bull, í vikunni. „Það sem fer í taugarnar á honum er að hann er vinna meira en nokkru sinni fyrr en ekkert virðist virka. Max er að reyna of mikið og þarf að byrja á byrjun.“ Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Daniel Ricciardo, hefur unnið tvær keppnir það sem af er tímabili. Jafn margar keppnir og Sebastian Vettel og Lewis Hamilton hafa unnið á árinu. Það er því bersýnilegt að Red Bull bíllinn er hraður í ár. „Við eigum að vera að berjast á toppnum við Mercedes og Ferrari, en við höfum gefið frá okkur sirka 65 stig í keppni bílasmiða,“ sagði Horner. Red Bull hefur því ekki efni á því að hafa einn ökumann alltaf í veggjunum. Liðið er þekkt fyrir að skipta út ökumönnum reglulega ef liðinu þykir það nauðsynlegt, en þó er ekki talið líklegt að sæti Max sé í hættu.
Formúla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira