Zlatko Dalić, landsliðsþjálfari Króatíu, kynnti í dag 24 manna hóp sem leikmanna sem eiga möguleika á að fara á Heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Leyfilegt er að taka með sér 23 leikmenn og eiga Króatar því eftir að fækka um einn leikmann í sínum hópi.
Í hópnum er stjörnur á borð við Luka Modric, Ivan Rakitic og Mario Mandzukic, en öruggt er að segja að valinn maður sé í hverju rúmi í hóp Króata.
„Þetta var ekki mjög erfitt. Ég hef fulla trú á þessum leikmönnum,“ sagði Dalić eftir að hafa kynnt hópinn.
Króatar leika ásamt Íslandi í D-riðli á Heimsmeistaramótinu, auk Nígeríu og Argentínu. Fyrsti leikur Króata er gegn Nígeríu 16. júní.
24 manna hópur Króatíu:
Markmenn: Danijel Subasic (Monaco), Lovre Kalinic (Gent), Dominik Livakovic (Dinamo Zagreb)
Varnarmenn: Vedran Corluka (Lokomotiv Moscow), Domagoj Vida (Besiktas), Ivan Strinic (Sampdoria), Dejan Lovren (Liverpool), Sime Vrsaljko (Atletico Madrid), Josip Pivaric (Dinamo Kiev), Tin Jedvaj (Bayer Leverkusen), Matej Mitrovic (Club Brugge), Duje Caleta-Car (Salzburg)
Miðjumenn: Luka Modric (Real Madrid), Ivan Rakitic (Barcelona), Mateo Kovacic (Real Madrid), Milan Badelj (Fiorentina), Marcelo Brozovic (Inter Milan), Filip Bradaric (Rijeka)
Sóknarmenn: Mario Mandzukic (Juventus), Ivan Perisic (Inter Milan), Nikola Kalinic (AC Milan), Andrej Kramaric (Hoffenheim), Marko Pjaca (Schalke), Ante Rebic (Eintracht)
Króatía velur hópinn sem mætir Íslandi á HM
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið



Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag
Fótbolti

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum
Íslenski boltinn


Óvissan tekur við hjá Hákoni
Enski boltinn

Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum
Íslenski boltinn

Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný
Fótbolti

Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora
Íslenski boltinn

Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield
Enski boltinn