Fótbolti

Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu

Einar Sigurvinsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. vísir/getty
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, fullyrðir við Vísi að nárameiðslin sem hann fann fyrir í dag séu smávægileg og að þátttaka hans HM í sumar sé ekki í hættu.

Hannes var tekinn af velli í hálfleik vegna nárameiðsla sem hann fór að finna fyrir eftir hálftíma leik, þegar lið hans Randers mætti Lyngby í dag.

„Ég hef stundum verið stífur í nára en það hefur aldrei verið stórt vandamál. Líklega er þetta lítil tognun en það á eftir að koma betur í ljós. Ég hef litlar áhyggjur af þessu upp á framhaldið að gera,“ segir Hannes.

„Ég fékk eitthvað í nárann þegar ég tók útspark um miðjan hálfleikinn og ég átti mjög erfitt með að sparka eftir það. Þetta batnaði þegar leið á hálfleikinn en ég hafði á tilfinningunni að þetta gæti snarversnað við hvert spark, þess vegna var tekin ákvörðun um að skipta mér út.“

Ísland hefur leik á HM gegn Argentínu þann 16. júní og er Hannes fullviss um að verða klár í slaginn fyrir þann leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×