23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. maí 2018 11:00 Smekklegur. Hér má sjá seinni slummuna hjá Rijkaard. vísir/getty Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. Á vellinum í þeim leik voru margar stórar stjörnur og var fast tekist á. Meira að segja hinn dagfarsprúði Marco van Basten gerði sig sekan um ljótt brot í leiknum er hann negldi niður Lothar Matthäus, miðjumann Vestur-Þjóðverja. Spennustigið í leiknum var afar hátt frá upphafi og í raun ekki spurning um hvort heldur hvenær það myndi sjóða upp úr í leiknum. Suðan byrjaði að koma upp úr pottinum er Hollendingurinn Frank Rijkaard fékk gult spjald fyrir að brjóta á framherjanum Rudi Völler. Sá þýski gerði sér mat úr brotinu og það kunni Rijkaard illa að meta. Er þeir hlupu inn í teiginn þá hrækti Rijkaard í þykkan hnakka Völler sem var með eitt besta permanent sögunnar. Rijkaard skartaði reyndar lítið síðra permói. Aukaspyrnan var tekin og þá urðu aftur átök. Völler fer á eftir boltanum en nær ekki til hans á undan markverði Hollendinga, Hans van Breukelen. Völler hoppar upp (til þess að lenda ekki á markverðinum að eigin sögn) en Hollendingar töldu hann vera að reyna að fiska vítaspyrnu. Fyrstur á vettvang var að sjálfsögðu Rijkaard. Völler lá í grasinu en Rijkaard teygði sig niður til hans, traðkaði aðeins á honum og snéri svo upp á eyra Þjóðverjans.Á þessum tímapunkti fékk argentínski dómarinn Juan Carlos Loustau nóg af þeim báðum. Gaf þeim báðum gult spjald og fyrir vikið voru þeir báðir á leið í sturtu. Rijkaard nýtti þá tækifærið og hrækti aftur á Völler. Alveg með ólíkindum. Rijkaard fékk uppnefnið Lamadýrið eftir þessar hrákur. Völler sýndi mun meiri þroska í þessum átökum og skokkaði af velli en þegar hann fór að skokka af stað héldu margir að hann ætlaði í Hollendinginn. Sá hollenski þó heljarmenni og því líklegt að Völler hefði haft lítið í þann slag að gera.Hér má sjá argentínska dómarann henda þeim af velli.vísir/gettyFlestir voru þó sammála því að það hefði verið glórulaust að reka Völler af velli á meðan hinn var að hrækja á hann. Enn í dag segist Völler ekki skilja af hverju hann fékk að fjúka út af. Aðeins voru liðnar 22 mínútur af leiknum er þeir fóru í sturtu. Vestur-Þýskaland vann leikinn 2-1 með mörkum frá Jürgen Klinsmann og Andreas Brehme en Ronald Koeman minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 89. mínútu. Vestur-Þjóðverjar fóru því í átta liða úrslit og urðu síðan heimsmeistarar með 1-0 sigri á Argentínu í úrslitaleiknum.Hér má sjá félagana hressa og káta í smjörauglýsingunni góðu.Völler og Rijkaard þekktust ágætlega fyrir þennan leik en báðir voru að spila á Ítalíu. Fimm mánuðum síðar er lið þeirra mættust í ítalska boltanum þá baðst Rijkaard afsökunar. Sagðist hafa verið undir miklu álagi og nýbúinn að skilja. Hann hefði ekki höndlað álagið. „Ég hafði rangt fyrir mér þennan dag. Völler gerði mér ekkert eða móðgaði mig á nokkurn hátt. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Völler en ég gekk af göflunum þennan dag. Ég bað hann strax afsökunar eftir leik og hann þáði þá afsökunarbeiðni,“ sagði Rijkaard. Nokkrum árum síðar grófu þeir öxina formlega er þeir léku saman í smjörauglýsingu. Laun beggja fyrir auglýsinguna runnu til góðgerðarmála og þar lauk þessari deilu formlega. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Sjá meira
Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. Á vellinum í þeim leik voru margar stórar stjörnur og var fast tekist á. Meira að segja hinn dagfarsprúði Marco van Basten gerði sig sekan um ljótt brot í leiknum er hann negldi niður Lothar Matthäus, miðjumann Vestur-Þjóðverja. Spennustigið í leiknum var afar hátt frá upphafi og í raun ekki spurning um hvort heldur hvenær það myndi sjóða upp úr í leiknum. Suðan byrjaði að koma upp úr pottinum er Hollendingurinn Frank Rijkaard fékk gult spjald fyrir að brjóta á framherjanum Rudi Völler. Sá þýski gerði sér mat úr brotinu og það kunni Rijkaard illa að meta. Er þeir hlupu inn í teiginn þá hrækti Rijkaard í þykkan hnakka Völler sem var með eitt besta permanent sögunnar. Rijkaard skartaði reyndar lítið síðra permói. Aukaspyrnan var tekin og þá urðu aftur átök. Völler fer á eftir boltanum en nær ekki til hans á undan markverði Hollendinga, Hans van Breukelen. Völler hoppar upp (til þess að lenda ekki á markverðinum að eigin sögn) en Hollendingar töldu hann vera að reyna að fiska vítaspyrnu. Fyrstur á vettvang var að sjálfsögðu Rijkaard. Völler lá í grasinu en Rijkaard teygði sig niður til hans, traðkaði aðeins á honum og snéri svo upp á eyra Þjóðverjans.Á þessum tímapunkti fékk argentínski dómarinn Juan Carlos Loustau nóg af þeim báðum. Gaf þeim báðum gult spjald og fyrir vikið voru þeir báðir á leið í sturtu. Rijkaard nýtti þá tækifærið og hrækti aftur á Völler. Alveg með ólíkindum. Rijkaard fékk uppnefnið Lamadýrið eftir þessar hrákur. Völler sýndi mun meiri þroska í þessum átökum og skokkaði af velli en þegar hann fór að skokka af stað héldu margir að hann ætlaði í Hollendinginn. Sá hollenski þó heljarmenni og því líklegt að Völler hefði haft lítið í þann slag að gera.Hér má sjá argentínska dómarann henda þeim af velli.vísir/gettyFlestir voru þó sammála því að það hefði verið glórulaust að reka Völler af velli á meðan hinn var að hrækja á hann. Enn í dag segist Völler ekki skilja af hverju hann fékk að fjúka út af. Aðeins voru liðnar 22 mínútur af leiknum er þeir fóru í sturtu. Vestur-Þýskaland vann leikinn 2-1 með mörkum frá Jürgen Klinsmann og Andreas Brehme en Ronald Koeman minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 89. mínútu. Vestur-Þjóðverjar fóru því í átta liða úrslit og urðu síðan heimsmeistarar með 1-0 sigri á Argentínu í úrslitaleiknum.Hér má sjá félagana hressa og káta í smjörauglýsingunni góðu.Völler og Rijkaard þekktust ágætlega fyrir þennan leik en báðir voru að spila á Ítalíu. Fimm mánuðum síðar er lið þeirra mættust í ítalska boltanum þá baðst Rijkaard afsökunar. Sagðist hafa verið undir miklu álagi og nýbúinn að skilja. Hann hefði ekki höndlað álagið. „Ég hafði rangt fyrir mér þennan dag. Völler gerði mér ekkert eða móðgaði mig á nokkurn hátt. Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Völler en ég gekk af göflunum þennan dag. Ég bað hann strax afsökunar eftir leik og hann þáði þá afsökunarbeiðni,“ sagði Rijkaard. Nokkrum árum síðar grófu þeir öxina formlega er þeir léku saman í smjörauglýsingu. Laun beggja fyrir auglýsinguna runnu til góðgerðarmála og þar lauk þessari deilu formlega.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Sjá meira
29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30
28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00
27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00
30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti