Viðskiptaþvinganir geta hækkað verðlag á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2018 19:30 Fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran gætu haft áhrif á olíverð, almennt verðlag og ferðaþjónustu hér á landi. Leiði þær til mikilla hækkana á olíuverði gætu flugfargjöld hækkað og færri ferðamenn komið til landsins. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna greindi í gær frá því að Bandaríkin myndu beita Íran fordæmalausum viðskiptaþvingunum eftir að hafa dregið sig út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Íran er einn helsti útflytjandi á olíu og jók framleiðsluna umtalsvert þegar fyrri viðskiptaþvingunum var aflétt árið 2016. Aðgerðir Bandaríkjanna eru þegar farnar að endurspeglast í olíuverði og hækkaði verð á Brent hráolíu um rúmt prósentustig í morgun. „Erlendir greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir að þetta muni hafa áhrif til hækkunar en þetta fer auðvitað allt eftir umsvifum aðgerðanna og hversu stórar þær verða. Síðan fer þetta eftir því hversu hratt aðrar olíþjóðir geta brugðist við með auknum útflutningi á sínum hráefnum," segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka.Meðalverð á bensínlítra á Íslandi á síðustu tólf mánuðum.Ísland flytur einna mest allra þjóða af olíu miðað við höfðatölu og myndi hærra heimsmarkaðsverð leiða til hærra eldsneytisverðs á Íslandi og hefur það þegar hækkað umtalsvert á síðastliðnum tólf mánuðum. „Á síðustu fjórum mánuðum höfum við flutt inn hráolíu og smurolíu inn fyrir þrjátíu milljarða. Þannig að tíu prósent hækkun á þessu myndi auka þennan verðmiða um þrjá milljarða," segir Gunnar. Hann segir að hækkanir sem þessar geti skilað sér út í vísitölu neysluverðs og þar með haft áhrif á verðtryggð lán auk þess að geta rýrt viðskiptaafganginn og veikt krónuna. Þá skilar hærra olíuverð sér út í fargjöld flugfélaganna sem eru meðal stærstu eldsneytiskaupenda landsins. „Ef þetta hækkar verð á flugfargjöldum til landsins gæti þetta alveg dregið úr fjölda þeirra sem koma hingað til landsins," segir Gunnar. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran gætu haft áhrif á olíverð, almennt verðlag og ferðaþjónustu hér á landi. Leiði þær til mikilla hækkana á olíuverði gætu flugfargjöld hækkað og færri ferðamenn komið til landsins. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna greindi í gær frá því að Bandaríkin myndu beita Íran fordæmalausum viðskiptaþvingunum eftir að hafa dregið sig út úr kjarnorkusamkomulaginu við Íran. Íran er einn helsti útflytjandi á olíu og jók framleiðsluna umtalsvert þegar fyrri viðskiptaþvingunum var aflétt árið 2016. Aðgerðir Bandaríkjanna eru þegar farnar að endurspeglast í olíuverði og hækkaði verð á Brent hráolíu um rúmt prósentustig í morgun. „Erlendir greiningaraðilar gera almennt ráð fyrir að þetta muni hafa áhrif til hækkunar en þetta fer auðvitað allt eftir umsvifum aðgerðanna og hversu stórar þær verða. Síðan fer þetta eftir því hversu hratt aðrar olíþjóðir geta brugðist við með auknum útflutningi á sínum hráefnum," segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka.Meðalverð á bensínlítra á Íslandi á síðustu tólf mánuðum.Ísland flytur einna mest allra þjóða af olíu miðað við höfðatölu og myndi hærra heimsmarkaðsverð leiða til hærra eldsneytisverðs á Íslandi og hefur það þegar hækkað umtalsvert á síðastliðnum tólf mánuðum. „Á síðustu fjórum mánuðum höfum við flutt inn hráolíu og smurolíu inn fyrir þrjátíu milljarða. Þannig að tíu prósent hækkun á þessu myndi auka þennan verðmiða um þrjá milljarða," segir Gunnar. Hann segir að hækkanir sem þessar geti skilað sér út í vísitölu neysluverðs og þar með haft áhrif á verðtryggð lán auk þess að geta rýrt viðskiptaafganginn og veikt krónuna. Þá skilar hærra olíuverð sér út í fargjöld flugfélaganna sem eru meðal stærstu eldsneytiskaupenda landsins. „Ef þetta hækkar verð á flugfargjöldum til landsins gæti þetta alveg dregið úr fjölda þeirra sem koma hingað til landsins," segir Gunnar.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira