Í kvöld beindi Harris spjótum sínum að HM en þar tók hann saman hversu margir búa í hverju landi fyrir sig af þeim liðum sem komin eru á HM.
Þar er Ísland með mannfjölda upp á 334 þúsund manns en Ísland er fámennasta þjóðin í sögunni sem hefur komist á HM. Í raun hafði ekki þjóð undir milljón íbúa komist á HM áður en Ísland tryggði sér sætið.
Brasilia er á toppi listans. Þar búa rúmlega 209 milljón manna en Brasilía er 627 sinnum stærra en Ísland hvað varðar íbúafjölda. Lygilegar tölur.
Alla töflu Nick má sjá hér að neðan.
World Cup 2018 nations by population. The biggest country, Brazil, has 627 times as many people as the littlest, Iceland, the smallest nation by population ever to qualify. pic.twitter.com/mOuuPVTDHr
— Nick Harris (@sportingintel) May 22, 2018