22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2018 12:00 Þarna er Battiston búinn að skjóta á markið og skömmu síðar fékk hann mjöðmina á Schumacher í andlitið af fullum krafti. Afleiðingarnar voru alvarlegar. vísir/afp Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir ljótasta brot í sögu keppninnar. Þetta var viðureign Vestur-Þýskalands og Frakklands í undanúrslitum á HM á Spáni. Algjörlega stórkostlegur leikur tveggja frábærra liða. Hrottaskapur þýska markvarðarins, Harald Schumacher, stal þó senunni. Franski varamaðurinn Patrick Battiston slapp þá inn fyrir vörn þýska liðsins. Hann var langt á undan Schumacher í boltann og þýski markvörðurinn brá þá á það ráð hoppa inn í Frakkann af krafti. Hann snéri upp á sig og fór með mjöðmina af fullu afli í andlitið á Battiston sem lá eftir steinrotaður. Hann var alvarlega meiddur. Það sáu allir enda höggið sem hann fékk rosalegt. Mænan skaddaðist, rifbein brotnuðu og hann missti þess utan tvær tennur. Battiston þurfti súrefni er hann fór af velli. Hann hefur aldrei jafnað sig fullkomlega eftir þetta brot.Platini stumrar hér yfir meðvitundarlausum Battiston.vísir/afpSjálfur man Battiston ekkert eftir atvikinu enda rotaðist hann eins og áður segir. Michel Platini, þáverandi fyrirliði Frakklands, hélt að Battiston væri látinn því hann lá fölur á vellinum og ekki með neinn púls. Staðan á Battiston var alvarleg. Það sem er þó ótrúlegast af öllu er að hollenski dómarinn Charles Corver sá ekki einu sinni ástæðu til þess að dæma á brotið. Það var ekki dæmd aukaspyrna á grófasta brot í sögu HM! Hegðun Schumacher gerði alla í Frakklandi sturlaða. Á meðan það var stumrað yfir stórslösuðum Battiston stóð Schumacher tilbúinn til þess að sparka frá marki sínu. Honum virtist standa á sama um að hafa stórslasað andstæðing sinn. Eftir leikinn var honum tjáð að Battiston hefði meðal annars misst tennur. Þá sagði Schumacher: „Ef það er allt og sumt þá skal ég borga tannlæknakostnaðinn.“ Við það varð fjandinn laus. Svo mikil voru lætin að Mitterrand Frakklandsforseti og Helmut Schmidt, kanslari Þýskalands, urðu að gefa frá sér sameiginlega yfirlýsingu til þess að róa spennuna á milli þjóðanna. Síðar komu leikmenn liðanna saman á blaðamannafund og báðu fólk um að sýna stillingu. Því miður muna allir eftir þessu viðbjóðslega broti en færri muna eftir því hvað leikurinn sjálfur var stórkostlegur. Einfaldlega einn sá besti í sögu HM. Pierre Littbarski kom Þjóðverjum yfir á 17. mínútu en Platini jafnaði úr vítaspyrnu níu mínútum síðar. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Framlengingin var lyginni líkust. Frakkar hófu hana af ótrúlegum krafti. Marius Tresor og Alain Giresse komu Frökkum í 3-1 með mörkum á fyrstu átta mínútum framlengingarinnar. Búið spil? Það héldu Þjóðverjar ekki og sendu goðsögnina Karl-Heinz Rummenigge á vettvang og hann breytti gangi leiksins. Minnkaði muninn á 102. mínútu og Þjóðverjar jöfnuðu sex mínútum síðar með marki frá Klaus Fischer. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni sem var líka dramatísk. Það þurfti nefnilega að grípa til bráðabana í vítaspyrnukeppninni. Þar varð Schumacher hetja Þjóðverja er hann varði fyrstu spyrnu Frakka í bráðabananum frá Maxime Bossis. Það var nú ekki til að kæta Frakka að Schumacher skildi enda sem hetja leiksins. Úrslitaleikur mótsins fór fram aðeins þremur dögum síðar en þar sáu Þjóðverjar ekki til sólar gegn Ítölum og töpuðu 3-1. Þeir sögðust einfaldlega hafa verið bensínlausir eftir þetta ótrúlega stríð gegn Frökkum.Varnarlaus. Þarna sést vel að Battiston getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér í þessari árás.vísir/afp HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Sjá meira
Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir ljótasta brot í sögu keppninnar. Þetta var viðureign Vestur-Þýskalands og Frakklands í undanúrslitum á HM á Spáni. Algjörlega stórkostlegur leikur tveggja frábærra liða. Hrottaskapur þýska markvarðarins, Harald Schumacher, stal þó senunni. Franski varamaðurinn Patrick Battiston slapp þá inn fyrir vörn þýska liðsins. Hann var langt á undan Schumacher í boltann og þýski markvörðurinn brá þá á það ráð hoppa inn í Frakkann af krafti. Hann snéri upp á sig og fór með mjöðmina af fullu afli í andlitið á Battiston sem lá eftir steinrotaður. Hann var alvarlega meiddur. Það sáu allir enda höggið sem hann fékk rosalegt. Mænan skaddaðist, rifbein brotnuðu og hann missti þess utan tvær tennur. Battiston þurfti súrefni er hann fór af velli. Hann hefur aldrei jafnað sig fullkomlega eftir þetta brot.Platini stumrar hér yfir meðvitundarlausum Battiston.vísir/afpSjálfur man Battiston ekkert eftir atvikinu enda rotaðist hann eins og áður segir. Michel Platini, þáverandi fyrirliði Frakklands, hélt að Battiston væri látinn því hann lá fölur á vellinum og ekki með neinn púls. Staðan á Battiston var alvarleg. Það sem er þó ótrúlegast af öllu er að hollenski dómarinn Charles Corver sá ekki einu sinni ástæðu til þess að dæma á brotið. Það var ekki dæmd aukaspyrna á grófasta brot í sögu HM! Hegðun Schumacher gerði alla í Frakklandi sturlaða. Á meðan það var stumrað yfir stórslösuðum Battiston stóð Schumacher tilbúinn til þess að sparka frá marki sínu. Honum virtist standa á sama um að hafa stórslasað andstæðing sinn. Eftir leikinn var honum tjáð að Battiston hefði meðal annars misst tennur. Þá sagði Schumacher: „Ef það er allt og sumt þá skal ég borga tannlæknakostnaðinn.“ Við það varð fjandinn laus. Svo mikil voru lætin að Mitterrand Frakklandsforseti og Helmut Schmidt, kanslari Þýskalands, urðu að gefa frá sér sameiginlega yfirlýsingu til þess að róa spennuna á milli þjóðanna. Síðar komu leikmenn liðanna saman á blaðamannafund og báðu fólk um að sýna stillingu. Því miður muna allir eftir þessu viðbjóðslega broti en færri muna eftir því hvað leikurinn sjálfur var stórkostlegur. Einfaldlega einn sá besti í sögu HM. Pierre Littbarski kom Þjóðverjum yfir á 17. mínútu en Platini jafnaði úr vítaspyrnu níu mínútum síðar. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. Framlengingin var lyginni líkust. Frakkar hófu hana af ótrúlegum krafti. Marius Tresor og Alain Giresse komu Frökkum í 3-1 með mörkum á fyrstu átta mínútum framlengingarinnar. Búið spil? Það héldu Þjóðverjar ekki og sendu goðsögnina Karl-Heinz Rummenigge á vettvang og hann breytti gangi leiksins. Minnkaði muninn á 102. mínútu og Þjóðverjar jöfnuðu sex mínútum síðar með marki frá Klaus Fischer. Það varð því að grípa til vítaspyrnukeppni sem var líka dramatísk. Það þurfti nefnilega að grípa til bráðabana í vítaspyrnukeppninni. Þar varð Schumacher hetja Þjóðverja er hann varði fyrstu spyrnu Frakka í bráðabananum frá Maxime Bossis. Það var nú ekki til að kæta Frakka að Schumacher skildi enda sem hetja leiksins. Úrslitaleikur mótsins fór fram aðeins þremur dögum síðar en þar sáu Þjóðverjar ekki til sólar gegn Ítölum og töpuðu 3-1. Þeir sögðust einfaldlega hafa verið bensínlausir eftir þetta ótrúlega stríð gegn Frökkum.Varnarlaus. Þarna sést vel að Battiston getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér í þessari árás.vísir/afp
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Sjá meira
23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00
28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00
27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti