Ein setning sem Lars Lagerbäck sagði strákunum breytti öllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2018 09:30 Lars Lagerbäck kemur með lærisveina sína í norska landsliðinu til Íslands í byrjun júní. Liðið mætir Íslandi í æfingaleik laugardagskvöldið 2. júní. Vísir/Vilhelm Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður íslenska landsliðisns í knattspyrnu, skammaðist sín niður í tær þegar Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, gerði honum ljóst að í landsliðsferðum Íslands væri ekki borðað sælgæti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók Þorgríms, Íslenska kraftaverkið, á bak við tjöldin. Í bókinni fjallar Þorgrímur um undanfarin ár hjá strákunum okkar sem hefja leik á HM í knattspyrnu í Rússlandi þann 16. júní gegn Argentínu. Þorgrímur hefur eðli málsins samkvæmt haft mikinn aðgang að leikmönnum liðsins en hann virðist ná vel til strákanna. Fékk Þorgrímur leyfi frá landsliðsþjálfurum, starfsfólki KSÍ og leikmönnum til að skrifa bókina sem nú er komin út. Þogrímur ræddi bókina í Brennslunni á FM957 á dögunum þar sem hann sagði frá ýmsu skemmtilegu sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir hins almenna áhugamanns. Landsliðið hefur náð einstökum árangri undanfarin ár eða í kjölfar þess að Lars og Heimir Hallgrímsson tóku við landsliðinu í október 2011. Síðan hefur liðið komist í umspili fyrir HM 2014, í átta liða úrslit EM 2016 og er nú á leið í lokakeppni HM í fyrsta skipti. Kári Árnason var í aðalhlutverki í hjarta varnarinnar hjá Íslandi á EM 2016.Vísir/Getty Ómetanlegt framlag Meðal þess sem Þogrímur sagði frá í Brennslunni á dögunum var setning sem situr í Þorgrími og hefur greinilega haft mikil áhrif á liðið. Never lose one against one Lars tönnlaðist á þessu hjá landsliðinu. Í því felst að selja sig ekki þegar andstæðingurinn reynir að komast fram hjá þér. Þessi setning mun enn heyrast á hverjum einasta fundi Heimis með landsliðið. „Þessi lína er besta framlag Lars Lagerbäck til íslenskrar knattspyrnu og algjörlega ómetanleg,“ hefur Þorgrímur eftir miðverðinum Kára Árnasyni í bók sinni. Þorgrímur segir setninguna hafa verið sagða á hverjum einasta degi og sé enn mantra hjá Heimi Hallgrímssyni sem hefur ekki farið leynt með að landsliðið vinni enn á þeim grunni sem Lars byggði með Heimi sem sinn aðstoðarmann árið 2011. Þorgrímur Þráinsson hefur upplifað íslenskt kraftaverk með strákunum í íslenska landsliðinu, og segir frá í nýrri bók.Vísir/Anton Brink Síðasti kaffifundurinn Margoft hefur komið fram í viðtölum við landsliðsmenn Íslands að fagmennskan hafi tekið stórt skref upp á við með komu Lars. Hann hafi fengið í gegn að aðbúnaður leikmanna varðandi ferðalög, starfsfólk og þar fram eftir götunum hafi tekið stakkaskiptum frá því sem áður var. Hann fór sömuleiðis fram á meiri fagmennsku hjá leikmönnum Íslands án þess að krefjast þess beint. Lars virðist hafa haft einstakt lag á því að óska eftir því að leikmenn tækja ábyrgð, sýndu fagmennsku án þess að skipa þeim að gera það. Í einni af fyrstu æfingaferðum landsliðsins undir stjórn Lars mættu nokkrir leikmenn með kaffibolla á fund. Lars spurði leikmennina hvort það væri mikilvægt fyrir þá að drekka kaffi á fundum. Þorgrímur lýsir því þannig að leikmenn hafi horft hver á annan en enginn svarað. Í framhaldinu stóðu þeir upp og lögðu bollana frá sér og var það í síðasta skipti sem leikmenn mættu með kaffi á fund. Nýja bókin hjá Þogrími sem komin er í verslanir. Skammaðist sín niður í tær Bók Þorgríms er mjög skemmtileg og lýsir skemmtilega því sem er í gangi á bak við tjöldin. Samskiptum leikmanna, starfsfólksins auk þess sem Þorgrímur, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, rifjar upp augnablik úr eigin ferli. Má nefna skemmtilega sögu af því þegar hann kom Ásgeiri Sigurvinsson, þá skærustu stjörnu landsliðsins, til bjargar í útlöndum. Einnig þegar hann prófaði munntóbak í fyrsta og eina skiptið í landsliðsferð, undir áhrifum frá fyrrnefndum Ásgeiri. Þá er að finna ýmsar skemmtilegar myndir úr ferðum landsliðsins sem ekki hafa birst áður. Blaðamanni þótti þó líklega skemmtilegust sagan, og tengdi vel við hana, þegar Þorgrímur hafði verið uppi á herbergi í landsliðsferð að skófla í sig sælgæti. Þegar hann hafi verið á góðri leið með að breytast í gúmmíkall útaf hlaupátinu hafi hann farið niður í almennt rými þar sem leikmenn sátu og slökuðu á. Henti hann boxi með sælgæti á borið og bauð leikmönnum. Lars stóð álengdar. Þorgrímur, við í landsliðinu borðum ekki sælgæti „Ég skammaðist mín niður í tær, teygði mig í gúmmídraslið og hundskaðist í burtu. Stalst svo eflaust í það um kvöldið þegar mestu þjáningarnar voru yfirstaðnar.“ Þorgrímur fór um víðan völl í spjalli sínu í Brennslunni á dögunum. Útskýrði hvað það væri að „fá sér einn Þorgrím“, hverjir væru helstu sprelligosarnir í landsliðinu og fleira í þeim dúrnum.Spjallið má heyra hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður íslenska landsliðisns í knattspyrnu, skammaðist sín niður í tær þegar Lars Lagerbäck, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, gerði honum ljóst að í landsliðsferðum Íslands væri ekki borðað sælgæti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók Þorgríms, Íslenska kraftaverkið, á bak við tjöldin. Í bókinni fjallar Þorgrímur um undanfarin ár hjá strákunum okkar sem hefja leik á HM í knattspyrnu í Rússlandi þann 16. júní gegn Argentínu. Þorgrímur hefur eðli málsins samkvæmt haft mikinn aðgang að leikmönnum liðsins en hann virðist ná vel til strákanna. Fékk Þorgrímur leyfi frá landsliðsþjálfurum, starfsfólki KSÍ og leikmönnum til að skrifa bókina sem nú er komin út. Þogrímur ræddi bókina í Brennslunni á FM957 á dögunum þar sem hann sagði frá ýmsu skemmtilegu sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir hins almenna áhugamanns. Landsliðið hefur náð einstökum árangri undanfarin ár eða í kjölfar þess að Lars og Heimir Hallgrímsson tóku við landsliðinu í október 2011. Síðan hefur liðið komist í umspili fyrir HM 2014, í átta liða úrslit EM 2016 og er nú á leið í lokakeppni HM í fyrsta skipti. Kári Árnason var í aðalhlutverki í hjarta varnarinnar hjá Íslandi á EM 2016.Vísir/Getty Ómetanlegt framlag Meðal þess sem Þogrímur sagði frá í Brennslunni á dögunum var setning sem situr í Þorgrími og hefur greinilega haft mikil áhrif á liðið. Never lose one against one Lars tönnlaðist á þessu hjá landsliðinu. Í því felst að selja sig ekki þegar andstæðingurinn reynir að komast fram hjá þér. Þessi setning mun enn heyrast á hverjum einasta fundi Heimis með landsliðið. „Þessi lína er besta framlag Lars Lagerbäck til íslenskrar knattspyrnu og algjörlega ómetanleg,“ hefur Þorgrímur eftir miðverðinum Kára Árnasyni í bók sinni. Þorgrímur segir setninguna hafa verið sagða á hverjum einasta degi og sé enn mantra hjá Heimi Hallgrímssyni sem hefur ekki farið leynt með að landsliðið vinni enn á þeim grunni sem Lars byggði með Heimi sem sinn aðstoðarmann árið 2011. Þorgrímur Þráinsson hefur upplifað íslenskt kraftaverk með strákunum í íslenska landsliðinu, og segir frá í nýrri bók.Vísir/Anton Brink Síðasti kaffifundurinn Margoft hefur komið fram í viðtölum við landsliðsmenn Íslands að fagmennskan hafi tekið stórt skref upp á við með komu Lars. Hann hafi fengið í gegn að aðbúnaður leikmanna varðandi ferðalög, starfsfólk og þar fram eftir götunum hafi tekið stakkaskiptum frá því sem áður var. Hann fór sömuleiðis fram á meiri fagmennsku hjá leikmönnum Íslands án þess að krefjast þess beint. Lars virðist hafa haft einstakt lag á því að óska eftir því að leikmenn tækja ábyrgð, sýndu fagmennsku án þess að skipa þeim að gera það. Í einni af fyrstu æfingaferðum landsliðsins undir stjórn Lars mættu nokkrir leikmenn með kaffibolla á fund. Lars spurði leikmennina hvort það væri mikilvægt fyrir þá að drekka kaffi á fundum. Þorgrímur lýsir því þannig að leikmenn hafi horft hver á annan en enginn svarað. Í framhaldinu stóðu þeir upp og lögðu bollana frá sér og var það í síðasta skipti sem leikmenn mættu með kaffi á fund. Nýja bókin hjá Þogrími sem komin er í verslanir. Skammaðist sín niður í tær Bók Þorgríms er mjög skemmtileg og lýsir skemmtilega því sem er í gangi á bak við tjöldin. Samskiptum leikmanna, starfsfólksins auk þess sem Þorgrímur, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, rifjar upp augnablik úr eigin ferli. Má nefna skemmtilega sögu af því þegar hann kom Ásgeiri Sigurvinsson, þá skærustu stjörnu landsliðsins, til bjargar í útlöndum. Einnig þegar hann prófaði munntóbak í fyrsta og eina skiptið í landsliðsferð, undir áhrifum frá fyrrnefndum Ásgeiri. Þá er að finna ýmsar skemmtilegar myndir úr ferðum landsliðsins sem ekki hafa birst áður. Blaðamanni þótti þó líklega skemmtilegust sagan, og tengdi vel við hana, þegar Þorgrímur hafði verið uppi á herbergi í landsliðsferð að skófla í sig sælgæti. Þegar hann hafi verið á góðri leið með að breytast í gúmmíkall útaf hlaupátinu hafi hann farið niður í almennt rými þar sem leikmenn sátu og slökuðu á. Henti hann boxi með sælgæti á borið og bauð leikmönnum. Lars stóð álengdar. Þorgrímur, við í landsliðinu borðum ekki sælgæti „Ég skammaðist mín niður í tær, teygði mig í gúmmídraslið og hundskaðist í burtu. Stalst svo eflaust í það um kvöldið þegar mestu þjáningarnar voru yfirstaðnar.“ Þorgrímur fór um víðan völl í spjalli sínu í Brennslunni á dögunum. Útskýrði hvað það væri að „fá sér einn Þorgrím“, hverjir væru helstu sprelligosarnir í landsliðinu og fleira í þeim dúrnum.Spjallið má heyra hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti