Hundar algjör afgangsstærð fyrir kosningarnar í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. maí 2018 18:30 Rakel Linda Kristjánsdóttir formaður Félags ábyrgra hundaeigenda með tíkina Emmu. Vísir/Egill Aðalsteinsson Flestir flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa fábrotna eða ómótaða stefnu gagnvart hundum og hundaeigendum en Píratar hafa lang ítarlegustu stefnuna. Félag ábyrgra hundaeigenda fékk aðeins svör frá fimm flokkum af þeim sextán sem bjóða fram í borginni. Tinni, hundur sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar, vakti máls á því á Twitter hvort flokkarnir hefðu einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík og spurði hvort þeir lofuðu auknum réttindum, betri aðstöðu eða lægri hundagjöldum. Málefni hunda og hundaeigenda hafa ekki verið áberandi fyrir þessar kosningar.Hvernig er það - eru flokkarnir með einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík? Aukin réttindi? Betri aðstaða? Lægri hundagjöld? @sjalfstaedis@xsreykjavik@VGRvk@vidreisn@PiratePartyIS@Midflokkurinn@framsokn#hundatwitter — Tinni (@aevintyritinna) May 23, 2018Félag ábyrgra hundaeigenda sendi fyrirspurn á flokkana sextán sem bjóða fram í Reykjavík um hver stefna þeirra væri varðandi málefni hunda í Reykjavík. „Við sendum á alla flokkana og við fengum bara svör frá fimm flokkum. Það segir kannski mikla sögu um hver áhuginn er,“ segir Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Píratar eini flokkurinn sem er með mótaða, vel ígrundaða stefnu Borgin okkar Reykjavík lýsti sig hlynnta hundahaldi í Reykjavík. Kvennahreyfingin sagðist ekki hafa mótað sér stefnu en sagðist að dýravelferð væri mikilvæg og að flokkurinn myndi móta sér skýra stefnu að kosningabaráttu lokinni. Svar Miðflokksins var á sömu lund. Píratar eru hins vegar með ítarlega stefnu um hunda og dýr almennt og var það eini flokkurinn sem gaf ítarlegt svar við fyrirspurninni. Píratar vilja bæta hundasvæði og hundagerði innan borgarmarkanna. Stofna dýraathvarf í samráði við þau félög sem nú sinna dýrum. Innleiða sérstaka Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar, nýja stjórnsýslueiningu, sem beri ábyrgð á þjónustu og samskiptum við gæludýraeigendur, leyfisveitingum og framfylgd samþykkta borgarinnar um gæludýrahald. Samfylkingin segir að „bæta þurfi aðstöðu fyrir hunda og hundaeigendur og að hundaleikvellir eigi að vera til í öllum borgarhlutum." Aðrir flokkar svöruðu ekki. Fáir staðir þar sem hundar geta spriklað án taums Í sumum póstnúmerum í Reykjavík eru aðstæður fyrir hunda og eigendur þeirra mjög bágbornar. Ef við tökum póstnúmer 101 og 105 sem dæmi er eitt hundagerði út við BSÍ þar sem hundar geta spriklað frjálsir án taums. Þetta þýðir að margir hundaeigendur sleppa hundum sínum á Klambratúni, þvert á reglur, allavega þegar enginn sér til. Rakel Linda Kristjánsdóttir segir að hundar hafi verið algjör afgangsstærð fyrir þessar kosningar í Reykjavík. Aðstaða fyrir hunda sé víða mjög léleg. „Hún er bara skelfileg. Því miður þá höfum við hjá félaginu reynt að leiðbeina borgaryfirvöldum varðandi það sem betur má fara og það hefur bara ekki verið hlustað á okkur,“ segir Rakel. Þetta sæti nokkurri furðu í ljósi þess hversu margir eigi hunda. „Við erum að tala um að meira en 20 prósent íbúa borgarinnar halda hund. Það eru ansi margir.“ Dýr Kosningar 2018 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Flestir flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa fábrotna eða ómótaða stefnu gagnvart hundum og hundaeigendum en Píratar hafa lang ítarlegustu stefnuna. Félag ábyrgra hundaeigenda fékk aðeins svör frá fimm flokkum af þeim sextán sem bjóða fram í borginni. Tinni, hundur sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar, vakti máls á því á Twitter hvort flokkarnir hefðu einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík og spurði hvort þeir lofuðu auknum réttindum, betri aðstöðu eða lægri hundagjöldum. Málefni hunda og hundaeigenda hafa ekki verið áberandi fyrir þessar kosningar.Hvernig er það - eru flokkarnir með einhverja stefnu gagnvart hundum í Reykjavík? Aukin réttindi? Betri aðstaða? Lægri hundagjöld? @sjalfstaedis@xsreykjavik@VGRvk@vidreisn@PiratePartyIS@Midflokkurinn@framsokn#hundatwitter — Tinni (@aevintyritinna) May 23, 2018Félag ábyrgra hundaeigenda sendi fyrirspurn á flokkana sextán sem bjóða fram í Reykjavík um hver stefna þeirra væri varðandi málefni hunda í Reykjavík. „Við sendum á alla flokkana og við fengum bara svör frá fimm flokkum. Það segir kannski mikla sögu um hver áhuginn er,“ segir Rakel Linda Kristjánsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Píratar eini flokkurinn sem er með mótaða, vel ígrundaða stefnu Borgin okkar Reykjavík lýsti sig hlynnta hundahaldi í Reykjavík. Kvennahreyfingin sagðist ekki hafa mótað sér stefnu en sagðist að dýravelferð væri mikilvæg og að flokkurinn myndi móta sér skýra stefnu að kosningabaráttu lokinni. Svar Miðflokksins var á sömu lund. Píratar eru hins vegar með ítarlega stefnu um hunda og dýr almennt og var það eini flokkurinn sem gaf ítarlegt svar við fyrirspurninni. Píratar vilja bæta hundasvæði og hundagerði innan borgarmarkanna. Stofna dýraathvarf í samráði við þau félög sem nú sinna dýrum. Innleiða sérstaka Dýraþjónustu Reykjavíkurborgar, nýja stjórnsýslueiningu, sem beri ábyrgð á þjónustu og samskiptum við gæludýraeigendur, leyfisveitingum og framfylgd samþykkta borgarinnar um gæludýrahald. Samfylkingin segir að „bæta þurfi aðstöðu fyrir hunda og hundaeigendur og að hundaleikvellir eigi að vera til í öllum borgarhlutum." Aðrir flokkar svöruðu ekki. Fáir staðir þar sem hundar geta spriklað án taums Í sumum póstnúmerum í Reykjavík eru aðstæður fyrir hunda og eigendur þeirra mjög bágbornar. Ef við tökum póstnúmer 101 og 105 sem dæmi er eitt hundagerði út við BSÍ þar sem hundar geta spriklað frjálsir án taums. Þetta þýðir að margir hundaeigendur sleppa hundum sínum á Klambratúni, þvert á reglur, allavega þegar enginn sér til. Rakel Linda Kristjánsdóttir segir að hundar hafi verið algjör afgangsstærð fyrir þessar kosningar í Reykjavík. Aðstaða fyrir hunda sé víða mjög léleg. „Hún er bara skelfileg. Því miður þá höfum við hjá félaginu reynt að leiðbeina borgaryfirvöldum varðandi það sem betur má fara og það hefur bara ekki verið hlustað á okkur,“ segir Rakel. Þetta sæti nokkurri furðu í ljósi þess hversu margir eigi hunda. „Við erum að tala um að meira en 20 prósent íbúa borgarinnar halda hund. Það eru ansi margir.“
Dýr Kosningar 2018 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira