Almenningur leggur mál um bann við umskurði drengja fyrir danska þingið Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2018 19:56 Danska þingið tók tillögu almennings að þingmáli um bann við umskurði drengja til umræðu í dag. Formaður Intact Denmark segir danska stjórnmálamenn hingað til ekki hafa haft sama hugrekki og íslenskir stjórnmálamenn til að setja málið á dagskrá. Í Danmörku getur almenningur sent mál til þinglegrar meðferðar á danska þinginu ef fimmtíu þúsund manns greiða málinu atkvæði sitt. Tvö mál hafa nú þegar ratað til þingsins með þessum hætti en ekki reyndist meirihluti fyrir þeim á þinginu. Nú hafa samtökin Intact Denmark sent tillögu um bann við umskurði ólögráða drengja til þingsins sem tók málið til fyrstu umræðu í dag. Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna. En formaðurinn var hér á landi á dögunum og átti fundi með þingmönnum og ráðherrum.Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna.„Við höfum ekki haft þingmenn með sama hugrekki og hérna á Íslandi. Ef þingmenn hefðu sjálfir lagt fram lagafrumvarp hefðum við aldrei farið út í borgaralegt frumkvæði en það gerðist ekki svo við urðum að gera það,“ segir Lena. Bæði Intact Denmark og danska dómsmálaráðuneytið hafi gengið úr skugga um að bann við umskurði ólögráða barna standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu áður en málið var lagt fram. „Svo þetta verður nýtt í sögu Danmerkur, sögu Evrópu og jafnvel sögu heimsins, nema að Íslendingar verði fyrri til,“ segir Lena. Málið sé þó flóknara í Danmörku en hér þar sem Danir hafi til að mynda tekið beinan þátt í hernaði í nokkrum ríkjum múslima. Hryðjuverk hafi verið framin í Danmörku og þeim afstýrt í nokkrum tilfellum og því sé þetta einnig spurning um öryggi bæði dönsku þjóðarinnar og félaga í Intact Denmark. „Þótt þetta geti verið mjög erfitt mál þá vinnum við að réttindum barna og við getum ekki snúið baki við því,” segir Lena Nyhus. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Danska þingið tók tillögu almennings að þingmáli um bann við umskurði drengja til umræðu í dag. Formaður Intact Denmark segir danska stjórnmálamenn hingað til ekki hafa haft sama hugrekki og íslenskir stjórnmálamenn til að setja málið á dagskrá. Í Danmörku getur almenningur sent mál til þinglegrar meðferðar á danska þinginu ef fimmtíu þúsund manns greiða málinu atkvæði sitt. Tvö mál hafa nú þegar ratað til þingsins með þessum hætti en ekki reyndist meirihluti fyrir þeim á þinginu. Nú hafa samtökin Intact Denmark sent tillögu um bann við umskurði ólögráða drengja til þingsins sem tók málið til fyrstu umræðu í dag. Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna. En formaðurinn var hér á landi á dögunum og átti fundi með þingmönnum og ráðherrum.Lena Nyhus formaður Intact Denmark segir samtökin hafa fundið sig nauðbeygð til að leggja fram þingmál fyrir hönd almennings vegna þess að mikill meirihluti Dana vilji banna allar ónauðsynlegar læknisaðgerðir á kynfærum ólögráða barna.„Við höfum ekki haft þingmenn með sama hugrekki og hérna á Íslandi. Ef þingmenn hefðu sjálfir lagt fram lagafrumvarp hefðum við aldrei farið út í borgaralegt frumkvæði en það gerðist ekki svo við urðum að gera það,“ segir Lena. Bæði Intact Denmark og danska dómsmálaráðuneytið hafi gengið úr skugga um að bann við umskurði ólögráða barna standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu áður en málið var lagt fram. „Svo þetta verður nýtt í sögu Danmerkur, sögu Evrópu og jafnvel sögu heimsins, nema að Íslendingar verði fyrri til,“ segir Lena. Málið sé þó flóknara í Danmörku en hér þar sem Danir hafi til að mynda tekið beinan þátt í hernaði í nokkrum ríkjum múslima. Hryðjuverk hafi verið framin í Danmörku og þeim afstýrt í nokkrum tilfellum og því sé þetta einnig spurning um öryggi bæði dönsku þjóðarinnar og félaga í Intact Denmark. „Þótt þetta geti verið mjög erfitt mál þá vinnum við að réttindum barna og við getum ekki snúið baki við því,” segir Lena Nyhus.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira