Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2018 19:46 Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. vísir/afp Ben Brafman, verjandi Harveys Weinstein, lét í það skína að hann hygðist beita sömu aðferð í máli Weinsteins og hann notaði í máli Dominique Strauss-Kahn frá árinu 2011 en í því máli réðist Brafman að trúverðugleika kærandans. „Þau höfðu náin kynni, þetta varði stutt, var með fullu samþykki og hún var viljugur þátttakandi,“ segir hann um mál Strauss-Kahn í samtali við Reuters. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein, sem gaf sig fram við lögreglu í gærmorgun, er laus gegn milljón dala tryggingu. Lögregluyfirvöld í New York hafa undanfarna mánuði rannsakað ásakanir á hendur honum. Hann er ákærður í þremur ákæruliðum; fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum. Fyrir utan dómshúsið í Manhattan sagði Brafman „Ef þú berð saman vitnisburði ákærenda við fyrri framburð er ljóst að kviðdómurinn mun ekki trúa þeim, að því gefnu að tólf manna kviðdómurinn samanstandi af heiðarlegum manneskjum sem eru ekki helteknar af þessari hreyfingu sem virðist hafa yfirtekið þetta tiltekna mál.“ Ben Brafman, er verjandi Weinsteins en hann varði einnig Dominique Strauss-Kahn fyrir rétti.vísir/afp Brafman segir að það liggi fyrir að umbjóðandi sinn muni ekki játa sig sekan. Hann hafi frá upphafi neitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. „Það er mjög algeng vörn í nauðgunar-og kynferðisofbeldismálum að grafa undan trúverðugleika ákærenda með gagnprófun sem endar jafnan í „hann sagði – hún sagði“ viðkvæðinu,“ segir Lisa Linsky, lögfræðingur í New York, sem segist viss um að Brafman muni láta það líta þannig út fyrir dómi að konurnar hafi kært Weinstein til þess að öðlast frægð og peninga. Sitt sýnist hverjum um möguleika BrafmansBennett Gershman, prófessor í lögfræði í New York, segir Brafman eiga, vægt til orða tekið, erfitt verk fyrir höndum, „risavaxið og jafnvel óyfirstíganlegt,“ bætir Gershman við. Weinstein sé orðin táknmynd níðingsins og hann er sannfærður um að málið sé dæmt til glötunar frá upphafi. Það besta sem Brafman gæti gert fyrir umbjóðanda sinn væri að svara fyrir ákæruatriðin og semja um lyktir málsins þannig að hann þurfi ekki að mæta fyrir rétt. Slíkur samningur myndi þó alltaf fela í sér fangelsisvist, að mati Gershmans. Roy Black, verjandi í New York, telur þó ekki raunhæft að Brafman geti samið. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Ben Brafman, verjandi Harveys Weinstein, lét í það skína að hann hygðist beita sömu aðferð í máli Weinsteins og hann notaði í máli Dominique Strauss-Kahn frá árinu 2011 en í því máli réðist Brafman að trúverðugleika kærandans. „Þau höfðu náin kynni, þetta varði stutt, var með fullu samþykki og hún var viljugur þátttakandi,“ segir hann um mál Strauss-Kahn í samtali við Reuters. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein, sem gaf sig fram við lögreglu í gærmorgun, er laus gegn milljón dala tryggingu. Lögregluyfirvöld í New York hafa undanfarna mánuði rannsakað ásakanir á hendur honum. Hann er ákærður í þremur ákæruliðum; fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum. Fyrir utan dómshúsið í Manhattan sagði Brafman „Ef þú berð saman vitnisburði ákærenda við fyrri framburð er ljóst að kviðdómurinn mun ekki trúa þeim, að því gefnu að tólf manna kviðdómurinn samanstandi af heiðarlegum manneskjum sem eru ekki helteknar af þessari hreyfingu sem virðist hafa yfirtekið þetta tiltekna mál.“ Ben Brafman, er verjandi Weinsteins en hann varði einnig Dominique Strauss-Kahn fyrir rétti.vísir/afp Brafman segir að það liggi fyrir að umbjóðandi sinn muni ekki játa sig sekan. Hann hafi frá upphafi neitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. „Það er mjög algeng vörn í nauðgunar-og kynferðisofbeldismálum að grafa undan trúverðugleika ákærenda með gagnprófun sem endar jafnan í „hann sagði – hún sagði“ viðkvæðinu,“ segir Lisa Linsky, lögfræðingur í New York, sem segist viss um að Brafman muni láta það líta þannig út fyrir dómi að konurnar hafi kært Weinstein til þess að öðlast frægð og peninga. Sitt sýnist hverjum um möguleika BrafmansBennett Gershman, prófessor í lögfræði í New York, segir Brafman eiga, vægt til orða tekið, erfitt verk fyrir höndum, „risavaxið og jafnvel óyfirstíganlegt,“ bætir Gershman við. Weinstein sé orðin táknmynd níðingsins og hann er sannfærður um að málið sé dæmt til glötunar frá upphafi. Það besta sem Brafman gæti gert fyrir umbjóðanda sinn væri að svara fyrir ákæruatriðin og semja um lyktir málsins þannig að hann þurfi ekki að mæta fyrir rétt. Slíkur samningur myndi þó alltaf fela í sér fangelsisvist, að mati Gershmans. Roy Black, verjandi í New York, telur þó ekki raunhæft að Brafman geti samið.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34