Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir spiluðu allan leikinn fyrir Djurgården sem vann 1-0 sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Þetta var þriðji sigur Djurgården i sjö leikjum en liðið er með tíu stig í sjötta sæti deildarinnar en annað Íslendingalið, Rosengård, vann 2-0 sigur á Vittsjö í dag.
Glódís Perla Viggósdóttir stóð þar vaktina í vörn Rosengård en Glódís lék allan leikinn. Rosengård er í þriðja sætinu með tíu stig, átta stigum á eftir toppliði Piteå, en á þó leik til góða.
Óttar Magnús Karlsson lék síðustu tíu mínúturnar fyrir Trelleborg í sænsku úrvalsdeildinni en Trelleborg tapaði 2-1 fyrir Elfsborg á útivelli. Trelleborg er í tólfta sæti deildarinnar með ellefu stig.

