Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2018 22:08 Kínverskri sprengjuflugvél flogið yfir Suður-Kínahaf. Vísir/AP Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert tilkall til. Skipunum Antietam og Higgins var siglt innan við tólf sjómílum frá Paracel-eyjunum en bandarískum herskipum hefur ítrekað verið siglt um svæðið og er það gert til að mótmæla tilkalli Kína á um 90 prósentum Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir vera ólöglegt. Kínverjar hafa byggt upp fjölda eyja í Suður-Kínahafi og komið þar fyrir herstöðvum og vopnum. Varnarmálaráðuneyti Kína segir Bandaríkin hafa brotið gegn fullveldi Kína með því að sigla skipunum inn á yfirráðasvæði þeirra án leyfis. Í tilkynningu segir að herafli Kína hafi sent herskip og orrustuþotur gegn bandarísku skipunum og skipað þeim að yfirgefa svæðið.Vísar ráðuneytið í kínversk og „viðeigandi alþjóðleg lög“.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin segja þessum aðgerðum ætlað að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Í umfjöllun Sky News er vísað í yfirlýsingu Kyrrahafsflota Bandaríkjanna um að ekki verði hætt að sigla herskipum um Suður-Kínahaf.Gagnrýnendur siglinganna segja þó að þær hafi lítil áhrif á aðgerðir og hegðun Kínverja í Suður-Kínahafi og þeim sé í raun einungis ætlað að vera táknrænar.Mikilvægar siglingaleiðir liggja um Suður-Kínahaf og er gífurlega mikið af vörum fluttar um hafsvæðið á ári hverju. Þá er talið að á hafsbotni Suður-Kínahafs megi finna umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera tilkall til hluta Suður-Kínahafs og byggja þessi ríki á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu, en Kína gerir tilkall til nánast alls svæðisins. Filippseyjar Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert tilkall til. Skipunum Antietam og Higgins var siglt innan við tólf sjómílum frá Paracel-eyjunum en bandarískum herskipum hefur ítrekað verið siglt um svæðið og er það gert til að mótmæla tilkalli Kína á um 90 prósentum Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir vera ólöglegt. Kínverjar hafa byggt upp fjölda eyja í Suður-Kínahafi og komið þar fyrir herstöðvum og vopnum. Varnarmálaráðuneyti Kína segir Bandaríkin hafa brotið gegn fullveldi Kína með því að sigla skipunum inn á yfirráðasvæði þeirra án leyfis. Í tilkynningu segir að herafli Kína hafi sent herskip og orrustuþotur gegn bandarísku skipunum og skipað þeim að yfirgefa svæðið.Vísar ráðuneytið í kínversk og „viðeigandi alþjóðleg lög“.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin segja þessum aðgerðum ætlað að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Í umfjöllun Sky News er vísað í yfirlýsingu Kyrrahafsflota Bandaríkjanna um að ekki verði hætt að sigla herskipum um Suður-Kínahaf.Gagnrýnendur siglinganna segja þó að þær hafi lítil áhrif á aðgerðir og hegðun Kínverja í Suður-Kínahafi og þeim sé í raun einungis ætlað að vera táknrænar.Mikilvægar siglingaleiðir liggja um Suður-Kínahaf og er gífurlega mikið af vörum fluttar um hafsvæðið á ári hverju. Þá er talið að á hafsbotni Suður-Kínahafs megi finna umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera tilkall til hluta Suður-Kínahafs og byggja þessi ríki á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu, en Kína gerir tilkall til nánast alls svæðisins.
Filippseyjar Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00
Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20
Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49