17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. maí 2018 11:00 Keane og McCarthy eru ekki neinir vinir. vísir/getty Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. Þá var Keane þrítugur og á hátindi ferilsins. Hann hafði dregið liðið á HM, sem fór fram í Japan og Suður-Kóreu, þó svo Írar hafi verið í riðli með Hollendingum og Portúgölum. HM 2002 átti að vera mótið hans Keane. Æfingabúðir Íra fyrir mótið fóru fram á eyjunni Saipan og það var ekki góð ákvörðun að mati Keane. Eftir fyrstu æfinguna sagði hann að æfingavöllurinn væri eins og bílaplan. Hann hellti sér svo yfir írska sambandið sem hann sagði vera fúskara enda hefði búnaður liðsins komið allt of seint á staðinn. Á öðrum degi æfingabúðanna lenti Keane í rifrildi við tvo af þjálfurum írska liðsins. Það endaði með því að Keane sagði þeim að troða HM þar sem sólin ekki skín. Hann væri farinn heim. Keane gat ekki flogið beint heim og varð að gista aukanótt. Landsliðsþjálfarinn Mick McCarthy nýtti þann tíma til þess að róa Keane og fá hann til þess að vera áfram. Það gekk eftir. McCarthy reiknaði þó ekki með því að Keane færi beint í kjölfarið í viðtal þar sem hann hellti úr skálum reiði sinnar. Í viðtalinu lét hann allt og alla heyra það. Sagði við McCarthy að stuðningsmenn írska liðsins ættu skilið að heyra sannleikann um þessar ömurlega æfingabúðir.Keane og McCarthy á „bílastæðinu“ í Saipan.vísir/gettyÞá sprakk allt í loft upp á milli Keane og þjálfarans. McCarthy ákvað að rífast við Keane fyrir framan allan hópinn. Slæm ákvörðun því þá sagði Keane nákvæmlega hvað honum fannst um þjálfarann. „Mick, þú ert lygari og algjört fífl. Ég hafði ekkert álit á þér sem leikmaður, ég hef ekkert álit á þér sem þjálfara og mér finnst þú heldur ekki merkileg persóna. Þú ert algjör fáviti og getur troðið þessu HM upp í rassgatið á þér,“ sagði Keane meðal annars og þetta varð langstærsta fréttin í aðdraganda HM. Allt í einu vissu allir hvar Saipan var. Njáll Quinn skrifaði í ævisögu sína að Keane hefði hellt sér yfir McCarthy í tíu mínútur. Enginn leikmanna Íra studdi Keane opinberlega þó svo einhverjir hefðu gert það persónulega. McCarthy varð að reka Keane heim en hann hefði nú líklega samt farið heim eftir þetta. Þetta átti að vera hans stærsta HM en hann horfði á það heima í sófanum. Keane snéri aftur í landsliðið eftir að McCarthy hætti en lagði landsliðsskóna formlega á hilluna tveimur árum síðar er Írum mistókst að komast á HM 2006. Síðar náði að gróa um heilt milli Keane og írska sambandsins enda er hann aðstoðarlandsliðsþjálfari í dag. Hann getur því séð til þess sjálfur að fagmennskan sé upp á tíu í kringum liðið. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. Þá var Keane þrítugur og á hátindi ferilsins. Hann hafði dregið liðið á HM, sem fór fram í Japan og Suður-Kóreu, þó svo Írar hafi verið í riðli með Hollendingum og Portúgölum. HM 2002 átti að vera mótið hans Keane. Æfingabúðir Íra fyrir mótið fóru fram á eyjunni Saipan og það var ekki góð ákvörðun að mati Keane. Eftir fyrstu æfinguna sagði hann að æfingavöllurinn væri eins og bílaplan. Hann hellti sér svo yfir írska sambandið sem hann sagði vera fúskara enda hefði búnaður liðsins komið allt of seint á staðinn. Á öðrum degi æfingabúðanna lenti Keane í rifrildi við tvo af þjálfurum írska liðsins. Það endaði með því að Keane sagði þeim að troða HM þar sem sólin ekki skín. Hann væri farinn heim. Keane gat ekki flogið beint heim og varð að gista aukanótt. Landsliðsþjálfarinn Mick McCarthy nýtti þann tíma til þess að róa Keane og fá hann til þess að vera áfram. Það gekk eftir. McCarthy reiknaði þó ekki með því að Keane færi beint í kjölfarið í viðtal þar sem hann hellti úr skálum reiði sinnar. Í viðtalinu lét hann allt og alla heyra það. Sagði við McCarthy að stuðningsmenn írska liðsins ættu skilið að heyra sannleikann um þessar ömurlega æfingabúðir.Keane og McCarthy á „bílastæðinu“ í Saipan.vísir/gettyÞá sprakk allt í loft upp á milli Keane og þjálfarans. McCarthy ákvað að rífast við Keane fyrir framan allan hópinn. Slæm ákvörðun því þá sagði Keane nákvæmlega hvað honum fannst um þjálfarann. „Mick, þú ert lygari og algjört fífl. Ég hafði ekkert álit á þér sem leikmaður, ég hef ekkert álit á þér sem þjálfara og mér finnst þú heldur ekki merkileg persóna. Þú ert algjör fáviti og getur troðið þessu HM upp í rassgatið á þér,“ sagði Keane meðal annars og þetta varð langstærsta fréttin í aðdraganda HM. Allt í einu vissu allir hvar Saipan var. Njáll Quinn skrifaði í ævisögu sína að Keane hefði hellt sér yfir McCarthy í tíu mínútur. Enginn leikmanna Íra studdi Keane opinberlega þó svo einhverjir hefðu gert það persónulega. McCarthy varð að reka Keane heim en hann hefði nú líklega samt farið heim eftir þetta. Þetta átti að vera hans stærsta HM en hann horfði á það heima í sófanum. Keane snéri aftur í landsliðið eftir að McCarthy hætti en lagði landsliðsskóna formlega á hilluna tveimur árum síðar er Írum mistókst að komast á HM 2006. Síðar náði að gróa um heilt milli Keane og írska sambandsins enda er hann aðstoðarlandsliðsþjálfari í dag. Hann getur því séð til þess sjálfur að fagmennskan sé upp á tíu í kringum liðið.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00
22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00
20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30
27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti