Engar formlegar viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2018 13:28 Sjálfstæðismenn hafa verið í hreinum meirihluta í Eyjum í tólf ár en eftir kosningarnar nú verður breyting þar á. Vísir/pjetur Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, segir að það ætti að skýrast í kvöld eða á morgun hvort hann fari í meirihlutaviðræður við annað hvort Sjálfstæðisflokk eða Fyrir Heimaey. Hann segist samstarfsvilja frá báðum flokkum. Eyjalistinn er í oddastöðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja með einn bæjarfulltrúa en Sjálfstæðismenn og Fyrir Heimaey eru með þrjá menn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn missti þar með meirihluta sinn og þá missti Eyjalistinn einn mann úr bæjarstjórn. Njáll ræddi bæði fulltrúa Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokks í gær. Það var þó allt á óformlegu nótunum að sögn Njáls. „Við ræddum bara hver staðan er, hvar við getum verið sammála, hvar okkur greinir á og allt þetta en það voru ekki djúpar pælingar. Við vorum aðallega að kanna hvernig landið liggur hinu megin,“ segir Njáll í samtali við Vísi. Hann mun hitta baklandið sitt í dag til að fara yfir stöðuna. „Svo reikna ég með að við förum að ákveða næstu skref í framhaldinu einhvern tímann í kvöld eða á morgun og þá ætti að liggja eitthvað fyrir ef við verðum í aðstöðu til að fara í viðræður,“ segir Njáll. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að verða í stöðu til þess svarar Njáll játandi. „Ég er nýr í þessu og kannski þekki ekki mikið þessi ferli en það var alveg góður hljómur í fólki í gær og vilji til þess að starfa með okkur báðu megin.“ Njáll segir Eyjalistann vilja setja púður í bæði leik-og grunnskóla í bænum sem og efla frístunda-og tómstundastarf fyrir ungt fólk. Spurður út í bæjarstjórstólinn segir Njáll að Eyjalistinn hafi farið í kosningabaráttuna með það að ráða utanaðkomandi bæjarstjóra. „Þannig að það er þá seinni tíma mál hvernig við útkljáum það ef af viðræðum verður.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00 Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, segir að það ætti að skýrast í kvöld eða á morgun hvort hann fari í meirihlutaviðræður við annað hvort Sjálfstæðisflokk eða Fyrir Heimaey. Hann segist samstarfsvilja frá báðum flokkum. Eyjalistinn er í oddastöðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja með einn bæjarfulltrúa en Sjálfstæðismenn og Fyrir Heimaey eru með þrjá menn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn missti þar með meirihluta sinn og þá missti Eyjalistinn einn mann úr bæjarstjórn. Njáll ræddi bæði fulltrúa Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokks í gær. Það var þó allt á óformlegu nótunum að sögn Njáls. „Við ræddum bara hver staðan er, hvar við getum verið sammála, hvar okkur greinir á og allt þetta en það voru ekki djúpar pælingar. Við vorum aðallega að kanna hvernig landið liggur hinu megin,“ segir Njáll í samtali við Vísi. Hann mun hitta baklandið sitt í dag til að fara yfir stöðuna. „Svo reikna ég með að við förum að ákveða næstu skref í framhaldinu einhvern tímann í kvöld eða á morgun og þá ætti að liggja eitthvað fyrir ef við verðum í aðstöðu til að fara í viðræður,“ segir Njáll. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að verða í stöðu til þess svarar Njáll játandi. „Ég er nýr í þessu og kannski þekki ekki mikið þessi ferli en það var alveg góður hljómur í fólki í gær og vilji til þess að starfa með okkur báðu megin.“ Njáll segir Eyjalistann vilja setja púður í bæði leik-og grunnskóla í bænum sem og efla frístunda-og tómstundastarf fyrir ungt fólk. Spurður út í bæjarstjórstólinn segir Njáll að Eyjalistinn hafi farið í kosningabaráttuna með það að ráða utanaðkomandi bæjarstjóra. „Þannig að það er þá seinni tíma mál hvernig við útkljáum það ef af viðræðum verður.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00 Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00
Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09
Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17