Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag áður en umræður hófust um ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem snerta mun persónuupplýsingar allra landsmanna og setja miklar kvaðir á fyrirtæki og stofnanir. Brot á lögunum getur varðar sektir upp á rúma tvo milljarða króna. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður rætt við formann samninganefndar ljósmæðra í fréttatímanum en ljósmæður sömdu rétt í þessu eftir langa baráttu. Fjallað verður um meirihlutaviðræður í borginni og hvernig þær ganga, um ólguna sem er meðal verkalýðsfélaga og erfiðri stöðu forseta ASÍ.

Kristján Már Unnarsson fór norður á Strandir og talaði við íbúa þar en þar hefur hatrömm kosningabarátta verið háð síðustu vikur og fólk skipt sér í tvær fylkingar, með og á móti Hvalárvirkjun. Nú tekur fólk utan um hvert annað og er staðráðið í að vera sammála um að vera ósammála. Þetta og margt fleira í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×