Alþingi ræðir persónuupplýsingar um alla landsmenn Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2018 19:33 Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag áður en umræður hófust um ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem snerta mun persónuupplýsingar allra landsmanna og setja miklar kvaðir á fyrirtæki og stofnanir. Brot á lögunum getur varðar sektir upp á rúma tvo milljarða króna. Löngu boðað frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kom loks fyrir Alþingi í dag. Frumvarpið sjálft er upp á 24 síður en 147 síður með greinargerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu útilokað að afgreiða svo stórt má á þeirri viku sem eftir er af þingstörfum en þing fer í hlé á fimmtudag í næstu viku. Stjórnarandstöðu þingmenn og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman því ljóst væri að skuldbindingar vegna EES samningsins kölluðu á að frumvarp sem þetta kæmi fram. Þá er samhliða lögð fram þingsályktunartillaga frá utanríkisráðherra sem felur í sér staðfestingu á viðauka við EES samningin hvað varðar persónuupplýsingar. Að auki á þingið á eftir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og var ríkisstjórnin minnt á það í dag að hún hefði boðað aukinn veg þingsins og meira samstarf við það. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kvað sér fyrstur hljóðs við upphafi atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag. „Það er ríkisstjórninni til vansa að koma með mál af þessari stærðargráðu inn í þingið þegar svo skammt er eftir af þingtímanum,” sagði Þorsteinn. Málið barst það seint að veita þurfti afbrigði til að umræða um það gæti hafist. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði málið snerta meðferð stofnana og fyrirtækja á persónuupplýsingum alls almennings og brot á lögunum gætu varðað háum sektum. Við erum að tala um stjórnvaldssektir sem nema 2,4 milljörðum sem Persónuvernd á að taka ákvörðun um,” sagði Helga Vala. Smári MacCarthy þingmaður Pírata rifjaði upp að umræða um þessi mál í Evrópu hafi byrjað í janúar 2012. Það væri ótækt að koma síðan með svo umfangsmikið frumvarp um svo mikilvægt mál viku fyrir þinghlé. „Við höfum vitað af þessu í átta ár. Þetta hefur ekki verið neitt sem ætti að koma okkur á óvart. Þetta er búið að vera í vinnslu hjá ríkisstjórninni og í ráðuneytum í að verða tvö ár,” sagði Smári og bætti við: “Þetta er skammarlegt og þetta sýnir algera fyrirlitningu fyrir þinginu. Ég skil ekki svona vinnubrögð.“ Eftir nokkrar umræður og þau svör Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að málið hafi verið til kynningar um tíma á vef ráðuneytisins, sem stjórnarandstaðan gaf lítið fyrir, hófst umræðan skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um skammarleg vinnubrögð á Alþingi í dag áður en umræður hófust um ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem snerta mun persónuupplýsingar allra landsmanna og setja miklar kvaðir á fyrirtæki og stofnanir. Brot á lögunum getur varðar sektir upp á rúma tvo milljarða króna. Löngu boðað frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kom loks fyrir Alþingi í dag. Frumvarpið sjálft er upp á 24 síður en 147 síður með greinargerð. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu útilokað að afgreiða svo stórt má á þeirri viku sem eftir er af þingstörfum en þing fer í hlé á fimmtudag í næstu viku. Stjórnarandstöðu þingmenn og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir þessu frumvarpi mánuðum saman því ljóst væri að skuldbindingar vegna EES samningsins kölluðu á að frumvarp sem þetta kæmi fram. Þá er samhliða lögð fram þingsályktunartillaga frá utanríkisráðherra sem felur í sér staðfestingu á viðauka við EES samningin hvað varðar persónuupplýsingar. Að auki á þingið á eftir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og var ríkisstjórnin minnt á það í dag að hún hefði boðað aukinn veg þingsins og meira samstarf við það. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins kvað sér fyrstur hljóðs við upphafi atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag. „Það er ríkisstjórninni til vansa að koma með mál af þessari stærðargráðu inn í þingið þegar svo skammt er eftir af þingtímanum,” sagði Þorsteinn. Málið barst það seint að veita þurfti afbrigði til að umræða um það gæti hafist. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði málið snerta meðferð stofnana og fyrirtækja á persónuupplýsingum alls almennings og brot á lögunum gætu varðað háum sektum. Við erum að tala um stjórnvaldssektir sem nema 2,4 milljörðum sem Persónuvernd á að taka ákvörðun um,” sagði Helga Vala. Smári MacCarthy þingmaður Pírata rifjaði upp að umræða um þessi mál í Evrópu hafi byrjað í janúar 2012. Það væri ótækt að koma síðan með svo umfangsmikið frumvarp um svo mikilvægt mál viku fyrir þinghlé. „Við höfum vitað af þessu í átta ár. Þetta hefur ekki verið neitt sem ætti að koma okkur á óvart. Þetta er búið að vera í vinnslu hjá ríkisstjórninni og í ráðuneytum í að verða tvö ár,” sagði Smári og bætti við: “Þetta er skammarlegt og þetta sýnir algera fyrirlitningu fyrir þinginu. Ég skil ekki svona vinnubrögð.“ Eftir nokkrar umræður og þau svör Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að málið hafi verið til kynningar um tíma á vef ráðuneytisins, sem stjórnarandstaðan gaf lítið fyrir, hófst umræðan skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira