Kjartan Henry Finnbogason hefur verið valinn í lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni fyrir frammistöðu sína í gegn Álaborg í síðustu umferð. Horsens vann leikinn 2-1 og skoraði Kjartan sigurmark liðsins úr vítaspyrnu.
Kjartan er lykilmaður og fyrirliði Horsens sem situr í 6. sæti deildarinnar. Hann hefur skorað sjö mörk í 31 leik á tímabilinu.
Umboðsmaður Kjartans staðfesti það í síðustu viku að hann myndi leita á önnur mið í lok tímabilsins, en þá rennur samningur hans við Horsens rennur út í lok júní.
Hann er í harði baráttu um sæti í landsliðshópi Íslands fyrir HM í sumar en hópurinn verður kynntur á morgun.
Kjartan Henry valinn í lið umferðarinnar
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
