Heimir Hallgrímsson og þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu tilkynna í dag 23 manna leikmannahópinn sem fer á heimsmeistaramótið í Rússlandi.
Tveir mikilvægustu leikmenn Íslands, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru meiddir en ættu að vera klárir í slaginn þegar flautað verður til leiks í Rússlandi.
Við veltum fyrir okkur hvaða nöfn verða í flugvélinni sem ferðast til Rússlands. Hvaða leikmenn eru öruggir með sæti sitt, hverjir eiga enn tækifæri og hverjir þurfa að bíta í það súra epli fá ekki farmiða til Rússlands.
Stöð 2 Sport 3 og Vísir sýnir beint frá vali Heimis á HM-hópnum í dag en útsending hefst 12.45 þar sem spáð verður í spilin áður en fundurinn hefst svo klukkan 13.15.
