Rannís réð til starfa afbrotafræðing í gríni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2018 06:00 Árshátíð Rannís var skrautleg þetta árið, enda nýráðinn starfsmaður sem stal senunni með ölvun og leiðinlegum kærasta. Vísir/Sigtryggur Talsvert uppnám varð meðal starfsmanna Rannís, Rannsóknamiðstöðvar Íslands, í síðustu viku þegar tilkynnt var um að afbrotafræðingur hefði verið ráðinn þar til starfa. Þótti það sæta furðu að afbrotafræðing þyrfti inn á stofnunina auk þess sem ráðningin var án auglýsingar og fyrirhugað var að ráðningin yrði kærð í þessari viku. Hlutverk Rannís er að veita stuðning við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og listir, æskulýðsstarf og íþróttir. Nýi starfsmaðurinn var kynntur til leiks á miðvikudag og fólk upplýst um að hún tæki við starfi sérfræðings á mennta- og menningarsviði, væri menntaður afbrotafræðingur, en hefði annars enga reynslu á þessu sviði. Hinn nýráðni afbrotafræðingur hefði aðeins starfað á sambýlum í gegnum tíðina. Konan mætti svo til vinnu á fimmtudaginn þar sem hún fékk að kynnast starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og starfsfólki.Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís„Það verður að segjast eins og er að fólki þótti þessi ráðning mjög furðuleg,“ segir Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís. Það bætti svo gráu ofan á svart þegar starfsmaðurinn mætti á árshátíð stofnunarinnar á miðvikudaginn svo eftir var tekið. „Hún mætti þarna með manninum sínum og þau bæði voru með leiðindi og vesen. Þau urðu bæði ölvaðri og ölvaðri eftir því sem leið á kvöldið,” útskýrir Auður og heldur áfram. „Þau duttu þarna um borð og stóla og hoppuðu stöðugt inn á myndir hjá fólki, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Auður, en hegðunin kom Auði hins vegar ekki í opna skjöldu líkt og flestum gestum árshátíðarinnar. „Hjónin eru leikarar sem voru til í að taka þátt í þessu með okkur. Veislustjórinn tilkynnti um að konan væri ekki að koma til starfa hjá okkur og allir hlógu og tóku mjög vel í þetta,” segir Auður. „Og fólk var ekki síst mjög ánægt með að ekkert hafi orðið af þessari ráðningu,“ segir Auður hlæjandi. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Talsvert uppnám varð meðal starfsmanna Rannís, Rannsóknamiðstöðvar Íslands, í síðustu viku þegar tilkynnt var um að afbrotafræðingur hefði verið ráðinn þar til starfa. Þótti það sæta furðu að afbrotafræðing þyrfti inn á stofnunina auk þess sem ráðningin var án auglýsingar og fyrirhugað var að ráðningin yrði kærð í þessari viku. Hlutverk Rannís er að veita stuðning við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og listir, æskulýðsstarf og íþróttir. Nýi starfsmaðurinn var kynntur til leiks á miðvikudag og fólk upplýst um að hún tæki við starfi sérfræðings á mennta- og menningarsviði, væri menntaður afbrotafræðingur, en hefði annars enga reynslu á þessu sviði. Hinn nýráðni afbrotafræðingur hefði aðeins starfað á sambýlum í gegnum tíðina. Konan mætti svo til vinnu á fimmtudaginn þar sem hún fékk að kynnast starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar og starfsfólki.Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís„Það verður að segjast eins og er að fólki þótti þessi ráðning mjög furðuleg,“ segir Auður Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís. Það bætti svo gráu ofan á svart þegar starfsmaðurinn mætti á árshátíð stofnunarinnar á miðvikudaginn svo eftir var tekið. „Hún mætti þarna með manninum sínum og þau bæði voru með leiðindi og vesen. Þau urðu bæði ölvaðri og ölvaðri eftir því sem leið á kvöldið,” útskýrir Auður og heldur áfram. „Þau duttu þarna um borð og stóla og hoppuðu stöðugt inn á myndir hjá fólki, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Auður, en hegðunin kom Auði hins vegar ekki í opna skjöldu líkt og flestum gestum árshátíðarinnar. „Hjónin eru leikarar sem voru til í að taka þátt í þessu með okkur. Veislustjórinn tilkynnti um að konan væri ekki að koma til starfa hjá okkur og allir hlógu og tóku mjög vel í þetta,” segir Auður. „Og fólk var ekki síst mjög ánægt með að ekkert hafi orðið af þessari ráðningu,“ segir Auður hlæjandi.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira