Tengdafaðir Ögmundar stal senunni á blaðamannafundinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 14:12 Steinar Skarphéðinn Jónsson spurði Heimi spjörunum úr varðandi markvarðarstöðuna. Vísir/Vilhelm Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar markvarðar, var óvæntur gestur í höfuðstöðvum KSÍ þegar landsliðshópurinn fyrir HM í Rússlandi var kynntur í dag. Fundurinn var ætlaður forsvarsmönnum landsliðsins og fulltrúum fjölmiðla. Uppákomuna má sjá hér neðar í fréttinni. Eftir að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hafði kynnt hóp sinn var boðið upp á spurningar úr sal. Ein af fyrstu spurningunum kom úr óvæntri átt, frá manni sem sagðist heita Steinar. Hafði hann mikinn áhuga á valinu á markvörðum fyrir HM þar sem Frederik Schram var valinn fram yfir Ögmund Kristinsson.Margir telja að Ögmundur hefði átt að vera einn þriggja markvarða sem færi til Rússlands.vísir/gettySjálfummér.com Gekk Steinar eftir svörum frá Heimi hvort hann hefði verið ánægður með frammistöðu Frederiks og Rúnars Alex í æfingaleikjunum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Fullyrti hann að Heimir hefði sagt í viðtölum eftir leik að hann hefði verið allt annað en ánægður með frammistöðu þeirra. Heimir sagðist hafa vissulega verið óánægður með mörkin sem liðið fékk á sig en minntist þess ekki að hafa gagnrýnt markverðina harðlega. Steinar sagði að það hefði auðveldlega mátt lesa út úr orðum þjálfarans eftir leikina. Blaðamenn voru orðnir forvitnir hver þessi Steinar væri sem enginn kannaðist við. Var það landsliðsþjálfarinn sem spurði Steinar út í það frá hvaða miðli hann væri. „Sjálfum mér,“ sagði Steinar. „Dot com?“ spurði Heimir á móti og hætti að svara athugasemdum Steinars. Flestir fjölmiðlamenn í salnum töldu að valið um þriðja pláss markvarðar í hópnum stæði á milli Ögmundar og Frederiks. Ljóst er að Steinar á sér fjölmarga skoðanabræður hvað valið varðar.Allir sammála um Frederik Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari sagði á fundinum að allir þjálfararnir væru sammála um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn. Að loknum fundi upplýstist svo að Steinar væri faðir eiginkonu Ögmundar markvarðar. Forsvarsmenn KSÍ tjáðu fjölmiðlamönnum eftir fundinn að í framhaldinu yrði farið fram á að blaðamenn sýndu blaðamannaskírteini þegar þeir mættu á fundi tengda landsliðinu.„Þetta var skemmtilegt krydd í frekar rólegan fund, allt í góðu,“ sagði Heimir í sjónvarpsútsendingu Vísis að blaðamannafundinum loknum.„Þetta útskýrir bara að við getum ekki allir verið sammála. Við sjáum leikinn með okkar augum,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46 Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar markvarðar, var óvæntur gestur í höfuðstöðvum KSÍ þegar landsliðshópurinn fyrir HM í Rússlandi var kynntur í dag. Fundurinn var ætlaður forsvarsmönnum landsliðsins og fulltrúum fjölmiðla. Uppákomuna má sjá hér neðar í fréttinni. Eftir að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hafði kynnt hóp sinn var boðið upp á spurningar úr sal. Ein af fyrstu spurningunum kom úr óvæntri átt, frá manni sem sagðist heita Steinar. Hafði hann mikinn áhuga á valinu á markvörðum fyrir HM þar sem Frederik Schram var valinn fram yfir Ögmund Kristinsson.Margir telja að Ögmundur hefði átt að vera einn þriggja markvarða sem færi til Rússlands.vísir/gettySjálfummér.com Gekk Steinar eftir svörum frá Heimi hvort hann hefði verið ánægður með frammistöðu Frederiks og Rúnars Alex í æfingaleikjunum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Fullyrti hann að Heimir hefði sagt í viðtölum eftir leik að hann hefði verið allt annað en ánægður með frammistöðu þeirra. Heimir sagðist hafa vissulega verið óánægður með mörkin sem liðið fékk á sig en minntist þess ekki að hafa gagnrýnt markverðina harðlega. Steinar sagði að það hefði auðveldlega mátt lesa út úr orðum þjálfarans eftir leikina. Blaðamenn voru orðnir forvitnir hver þessi Steinar væri sem enginn kannaðist við. Var það landsliðsþjálfarinn sem spurði Steinar út í það frá hvaða miðli hann væri. „Sjálfum mér,“ sagði Steinar. „Dot com?“ spurði Heimir á móti og hætti að svara athugasemdum Steinars. Flestir fjölmiðlamenn í salnum töldu að valið um þriðja pláss markvarðar í hópnum stæði á milli Ögmundar og Frederiks. Ljóst er að Steinar á sér fjölmarga skoðanabræður hvað valið varðar.Allir sammála um Frederik Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari sagði á fundinum að allir þjálfararnir væru sammála um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn. Að loknum fundi upplýstist svo að Steinar væri faðir eiginkonu Ögmundar markvarðar. Forsvarsmenn KSÍ tjáðu fjölmiðlamönnum eftir fundinn að í framhaldinu yrði farið fram á að blaðamenn sýndu blaðamannaskírteini þegar þeir mættu á fundi tengda landsliðinu.„Þetta var skemmtilegt krydd í frekar rólegan fund, allt í góðu,“ sagði Heimir í sjónvarpsútsendingu Vísis að blaðamannafundinum loknum.„Þetta útskýrir bara að við getum ekki allir verið sammála. Við sjáum leikinn með okkar augum,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46 Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46
Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45