Upphitun: Hamilton hraðastur á „fullkomnustu braut Formúlunnar“ Bragi Þórðarson skrifar 11. maí 2018 19:30 Lewis Hamilton var fljótastur á æfingum á Spáni Vísir/Getty Fimmta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Barcelona um helgina. Staðan í mótinu hefur sjaldan verið jafn spennandi í byrjun tímabils. Bretinn Lewis Hamilton leiðir Sebastian Vettel með fjórum stigum, báðir þessir ökumenn hafa unnið titil ökumanna fjórum sinnum. Í keppni bílasmiða er slagurinn enn harðari þar sem aðeins fjögur stig skilja að efstu tvö liðin. Ferrari hefur yfirhöndina gegn Mercedes og eru þessi lið jafnt og þétt að auka forskot sitt á næstu lið þar á eftir. Brautin í Barcelona er af mörgum talin vera ein sú fullkomnasta í Formúlu 1. Með nýju malbiki er brautin um það bil tveimur sekúndum hraðari á hring en á síðastliðnum árum. Brautin er einnig notuð í vorprófanir, telja því margir að liðið sem fer hraðast á Spáni hafi besta möguleikann á að lyfta titlinum í lok tímabils.Pastor Maldonardo frá Venesúela sigraði sinn eina kappakstur á ferlinum í Barcelona 2012vísir/gettySíðan brautin var tekin í notkun árið 1991 er það Ferrari sem hefur sigrað flestar keppnir, 17 mismunandi ökumenn frá 10 mismunandi löndum hafa staðið efst á verðlaunapallinum í Barcelona. Spænski kappaksturinn hefur alltaf verið þekktur fyrir skemmtilegar keppnir og ófyrirsjáanleg úrslit. Til dæmis árið 2012 þegar Pastor Maldonardo tryggði sér sinn fyrsta og eina sigur í Formúlu 1 á undan heimamanninum Fernando Alonso. Fyrir tveimur árum skullu Mercedes bílarnir saman strax á fyrsta hring sem varð til þess að Max Verstappen komst í sögubækurnar sem yngsti sigurvegari í Formúlu 1. Verstappen og Red Bull vilja að sjálfsögðu leika sama leik um helgina eftir martröðina í Aserbaísjan. Þá skullu Red Bull bílarnir saman með þeim afleiðingum að báðir bílar urðu frá að hverfa. Daniel Ricciardo byrjaði helgina ekki vel er hann keyrði Red Bull bíl sinn á steypuvegg á fyrstu æfingum í Barcelona.Sebastian Vettel og liðsfélagar í Ferrari þurfa að sækja í sig veðrið á Spánivísir/afpEf marka má æfingar lítur út fyrir að Mercedes hafi yfirhöndina gegn Ferrari á brautinni. Hamilton var næstum heilli sekúndu á undan Vettel á annari æfingu helgarinnar. Þetta verður að teljast skrýtið þar sem ítalska liðið hefur verið hraðara það sem af er tímabils. Eins og þeir vita sem fylgjast hafa með Formúlunni í ár hefur tímabilið verið algjör flugeldasýning það sem af er. Mun það halda áfram í Barcelona? Kappaksturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 12:40 á sunnudag. Formúla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Sjá meira
Fimmta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Barcelona um helgina. Staðan í mótinu hefur sjaldan verið jafn spennandi í byrjun tímabils. Bretinn Lewis Hamilton leiðir Sebastian Vettel með fjórum stigum, báðir þessir ökumenn hafa unnið titil ökumanna fjórum sinnum. Í keppni bílasmiða er slagurinn enn harðari þar sem aðeins fjögur stig skilja að efstu tvö liðin. Ferrari hefur yfirhöndina gegn Mercedes og eru þessi lið jafnt og þétt að auka forskot sitt á næstu lið þar á eftir. Brautin í Barcelona er af mörgum talin vera ein sú fullkomnasta í Formúlu 1. Með nýju malbiki er brautin um það bil tveimur sekúndum hraðari á hring en á síðastliðnum árum. Brautin er einnig notuð í vorprófanir, telja því margir að liðið sem fer hraðast á Spáni hafi besta möguleikann á að lyfta titlinum í lok tímabils.Pastor Maldonardo frá Venesúela sigraði sinn eina kappakstur á ferlinum í Barcelona 2012vísir/gettySíðan brautin var tekin í notkun árið 1991 er það Ferrari sem hefur sigrað flestar keppnir, 17 mismunandi ökumenn frá 10 mismunandi löndum hafa staðið efst á verðlaunapallinum í Barcelona. Spænski kappaksturinn hefur alltaf verið þekktur fyrir skemmtilegar keppnir og ófyrirsjáanleg úrslit. Til dæmis árið 2012 þegar Pastor Maldonardo tryggði sér sinn fyrsta og eina sigur í Formúlu 1 á undan heimamanninum Fernando Alonso. Fyrir tveimur árum skullu Mercedes bílarnir saman strax á fyrsta hring sem varð til þess að Max Verstappen komst í sögubækurnar sem yngsti sigurvegari í Formúlu 1. Verstappen og Red Bull vilja að sjálfsögðu leika sama leik um helgina eftir martröðina í Aserbaísjan. Þá skullu Red Bull bílarnir saman með þeim afleiðingum að báðir bílar urðu frá að hverfa. Daniel Ricciardo byrjaði helgina ekki vel er hann keyrði Red Bull bíl sinn á steypuvegg á fyrstu æfingum í Barcelona.Sebastian Vettel og liðsfélagar í Ferrari þurfa að sækja í sig veðrið á Spánivísir/afpEf marka má æfingar lítur út fyrir að Mercedes hafi yfirhöndina gegn Ferrari á brautinni. Hamilton var næstum heilli sekúndu á undan Vettel á annari æfingu helgarinnar. Þetta verður að teljast skrýtið þar sem ítalska liðið hefur verið hraðara það sem af er tímabils. Eins og þeir vita sem fylgjast hafa með Formúlunni í ár hefur tímabilið verið algjör flugeldasýning það sem af er. Mun það halda áfram í Barcelona? Kappaksturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 12:40 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Sjá meira