Heimir Guðjónsson stýrði lærisveinum sínum í HB Þórshöfn til sjöunda deildarsigursins í röð í færeysku úrvalsdeildinni í dag.
HB sótti Víking í Götu heim og aðeins 11 mínútur voru liðnar af leiknum þegar Adrian Justinussen var búinn að koma gestunum í HB yfir.
Hedin Hansen jafnaði fyrir Víking stuttu seinna en Justinussen var aftur á ferðinni undir lok hálfleiksins og kom gestunum aftur yfir.
Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleik og HB fór með 1-2 sigur. Liðið situr á toppnum á deildinni með 25 stig úr tíu leikjum.
