Simpson vann örugglega á Players Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. maí 2018 23:01 Simpson sveiflar kyflunni í dag vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. Simpson var með sjö stiga forystu fyrir loka hringinn í dag og það komst enginn nálægt því að ógna honum neitt að ráði. Hann spilaði mjög stöðugt golf í dag, paraði fyrstu sex holurnar áður en hann fékk fugl og skolla á 7. og 8. holu. Hann byrjaði seinni níu holurnar á skolla og fugli og paraði svo næstu fjórar. Fugl á 16. holu kom honum í sex högga forystu með tvær holur eftir og sigurinn nokkuð öruggur. Síðasta holan reyndist honum þó erfið, en boltinn fór í vatn úr upphafshögginu. Hann fékk þar tvöfaldan skolla en hann kom ekki að sök, lauk leik á 18 höggum undir pari með fjögurra högga forystu. Simpson er fyrrum nemandi í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum, þeim sama og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gekk í.Huge.@WebbSimpson1 birdies No. 16 to get back to 20-under. Leader by 6. #LiveUnderParpic.twitter.com/aOXJDJX9Rf — PGA TOUR (@PGATOUR) May 13, 2018 Danny Lee, sem var í öðru sæti fyrir síðasta hringinn féll niður í 7. -10. sæti. Hann fór hringinn í dag á pari á meðan allir kylfingarnir í kringum hann fóru á minnsta kosti þrjú högg undir parið. Næstir á eftir Simpson í dag voru landar hans Jimmy Walker og Xander Schauffele ásamt Suður-Afríkumanninum Charl Schwartzel. Þeir voru allir á fjórtán höggum undir pari. Tiger Woods byrjaði hreint út sagt ótrúlega í dag og fékk þrjá fugla í röð á fyrstu fimm holunum og bætti öðrum við á níundu holu og var kominn á 12 högg undir parið eftir níu holur sem skilaði honum í baráttuna um annað sætið, en Simpson var nokkuð öruggur í forystu sinni í dag. Tveir fuglar til viðbótar á 11. og 12. braut settu Woods í frábæra stöðu, 14 högg undir pari með fimm holur eftir. Hann fékk hins vegar skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á þeirri 17. og lauk leik á þremur höggum undir pari í dag og samtals á 11 höggum undir pari. Það skilaði honum í 11.-16. sæti mótsins.Tied for second. -6 thru 12.@TigerWoods is on fire. #LiveUnderParpic.twitter.com/iiqozcfR8a — PGA TOUR (@PGATOUR) May 13, 2018 Golf Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. Simpson var með sjö stiga forystu fyrir loka hringinn í dag og það komst enginn nálægt því að ógna honum neitt að ráði. Hann spilaði mjög stöðugt golf í dag, paraði fyrstu sex holurnar áður en hann fékk fugl og skolla á 7. og 8. holu. Hann byrjaði seinni níu holurnar á skolla og fugli og paraði svo næstu fjórar. Fugl á 16. holu kom honum í sex högga forystu með tvær holur eftir og sigurinn nokkuð öruggur. Síðasta holan reyndist honum þó erfið, en boltinn fór í vatn úr upphafshögginu. Hann fékk þar tvöfaldan skolla en hann kom ekki að sök, lauk leik á 18 höggum undir pari með fjögurra högga forystu. Simpson er fyrrum nemandi í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum, þeim sama og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gekk í.Huge.@WebbSimpson1 birdies No. 16 to get back to 20-under. Leader by 6. #LiveUnderParpic.twitter.com/aOXJDJX9Rf — PGA TOUR (@PGATOUR) May 13, 2018 Danny Lee, sem var í öðru sæti fyrir síðasta hringinn féll niður í 7. -10. sæti. Hann fór hringinn í dag á pari á meðan allir kylfingarnir í kringum hann fóru á minnsta kosti þrjú högg undir parið. Næstir á eftir Simpson í dag voru landar hans Jimmy Walker og Xander Schauffele ásamt Suður-Afríkumanninum Charl Schwartzel. Þeir voru allir á fjórtán höggum undir pari. Tiger Woods byrjaði hreint út sagt ótrúlega í dag og fékk þrjá fugla í röð á fyrstu fimm holunum og bætti öðrum við á níundu holu og var kominn á 12 högg undir parið eftir níu holur sem skilaði honum í baráttuna um annað sætið, en Simpson var nokkuð öruggur í forystu sinni í dag. Tveir fuglar til viðbótar á 11. og 12. braut settu Woods í frábæra stöðu, 14 högg undir pari með fimm holur eftir. Hann fékk hins vegar skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á þeirri 17. og lauk leik á þremur höggum undir pari í dag og samtals á 11 höggum undir pari. Það skilaði honum í 11.-16. sæti mótsins.Tied for second. -6 thru 12.@TigerWoods is on fire. #LiveUnderParpic.twitter.com/iiqozcfR8a — PGA TOUR (@PGATOUR) May 13, 2018
Golf Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira