Tiger: Spilaði miklu betur en skorið segir til um Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. maí 2018 10:30 Tiger á ferðinni í gær. vísir/getty Tiger Woods sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif á Players-meistaramótinu um helgina en möguleikar hans á að enda með efstu mönnum sukku í vatninu á hinni frægu 17. holu Sawgrass-vallarins. Hann endaði jafn öðrum í ellefta sæti en var um tíma í öðru sætu á mótinu. Hringina fjóra spilaði hann á 72, 71, 65 og 69 höggum. Þó svo margt hafi glatast í vatninu á 17. holunni þá var Tiger mjög jákvæður eftir mótið enda sýndi hann lengstum að hann er að koma til baka með stæl. „Ég spilaði rosalega vel í dag. Ég var að hitta boltann alveg ofboðslega vel. Ég var með fulla stjórn á því sem ég var að gera frá upphafshöggi fram á flötina. Mér leið vel í öllu sem ég var að gera. Ég spilaði miklu betur en skorið segir til um,“ sagði Tiger brattur en það var oft á tíðum unun að fylgjast með honum og aðdáendur hans glöddust yfir þessari frammistöðu. Tiger var í 92. sæti heimslistans fyrir mótið en mun hoppa í sæti númer 80. Hann hefði farið mun hærra ef hann hefði ekki farið í vatnið. Tiger varð einnig af háum fjárhæðum og mikilvægum stigum í keppni um FedEx-bikarinn. Golf Tengdar fréttir Simpson vann örugglega á Players Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. 13. maí 2018 23:01 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods sýndi oft á tíðum mögnuð tilþrif á Players-meistaramótinu um helgina en möguleikar hans á að enda með efstu mönnum sukku í vatninu á hinni frægu 17. holu Sawgrass-vallarins. Hann endaði jafn öðrum í ellefta sæti en var um tíma í öðru sætu á mótinu. Hringina fjóra spilaði hann á 72, 71, 65 og 69 höggum. Þó svo margt hafi glatast í vatninu á 17. holunni þá var Tiger mjög jákvæður eftir mótið enda sýndi hann lengstum að hann er að koma til baka með stæl. „Ég spilaði rosalega vel í dag. Ég var að hitta boltann alveg ofboðslega vel. Ég var með fulla stjórn á því sem ég var að gera frá upphafshöggi fram á flötina. Mér leið vel í öllu sem ég var að gera. Ég spilaði miklu betur en skorið segir til um,“ sagði Tiger brattur en það var oft á tíðum unun að fylgjast með honum og aðdáendur hans glöddust yfir þessari frammistöðu. Tiger var í 92. sæti heimslistans fyrir mótið en mun hoppa í sæti númer 80. Hann hefði farið mun hærra ef hann hefði ekki farið í vatnið. Tiger varð einnig af háum fjárhæðum og mikilvægum stigum í keppni um FedEx-bikarinn.
Golf Tengdar fréttir Simpson vann örugglega á Players Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. 13. maí 2018 23:01 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Simpson vann örugglega á Players Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. 13. maí 2018 23:01