31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. maí 2018 11:00 Thuram var hylltur í lok leiks gegn Króötum á Stade de France. vísir/getty Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. Lilian Thuram er leikjahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins. Hann er einn af þeim sem reis upp úr fátækt og náði að upplifa sína stærstu drauma, fór frá því að spila fótbolta á götum Fontainebleau-hverfisins í París í lokakeppni HM með franska landsliðinu. Af öllum 142 landsleikjunum sem Thuram hefur spilað stendur undanúrslitaleikurinn árið 1998 líklega hvað hæst í minnum hans. Frakkar voru á heimavelli og þrátt fyrir stjörnur eins og Zinedine Zidane og Thierry Henry voru Frakkar aðeins í 25. sæti heimslistans fyrir mótið og höfðu ekki komist í síðustu tvær lokakeppnir. Eftir að hafa farið í gegnum riðlakeppnina með fullt hús stiga reyndist útsláttarkeppninn þeim erfiðara fyrir. Laurent Blanc skoraði sigurmark í framlengingu í 16-liða úrslitum gegn Paragvæ og þurfti vítaspyrnukeppni til þess að sigra Ítala í 8-liða úrslitunum.Mistök Thuram voru hrikaleg og ferill hans hefði líklega tekið aðra stefnu hefði hann ekki náð að svara fyrir sig í þessum leikskjáskot/fifa tvÞá var komið að undanúrslitunum. Þar mættu þeir Króötum á þjóðarleikvangnum Stade de France, liði sem fór auðveldlega í gegnum Þjóðverja í 8-liða úrslitunum. Eftir nokkuð atvikalausan fyrri hálfleik var komið að Thuram að stíga fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði seinni hálfleikinn eins illa og hægt var, gaf Króötum mark á silfurfati. Það eina sem hann hefði getað gert verr væri ef hann hefði skorað markið sjálfur og gert sjálfsmark. Í hárri pressu Frakka var Thuram ekki með á nótunum og spilaði Davor Suker réttstæðan þrátt fyrir að Suker, sem er formaður Knattspyrnusambands Króatíu í dag, væri langt fyrir innan sína næstu varnarmenn. Hann fékk því nóg pláss til þess að skora fyrsta mark leiksins. Frakkar voru svo nálægt draumnum, að vinna HM á heimavelli, en Thuram virtist hafa eyðilagt hann. Hinn þá 26 ára Thuram ætlaði sér þó ekki að vera skúrkurinn sem fór með HM drauminn. Aðeins mínútu seinna vann hann boltann við eiginn teig og byrjaði ótrúlegan sprett upp völlinn. Með einföldu, en markvissu, þríhyrningsspili við Bixente Lizarazu var Thuram kominn í kjörstöðu til þess að hamra boltann í netið. Ótrúlegar tvær mínútur og staðan aftur jöfn. Það var eins og einhver hærri máttarvöld hefðu skrifað handrit þessa leiks því hver annar en Lilian Thuram skoraði sigurmarkið fyrir Frakka á 69. mínútu, þeir voru á leiðinni í úrslitaleikinn á HM í sínu eigin landi. Frakkar urðu svo heimsmeistarar með 3-0 sigri á Brasilíu en það er aldrei að vita hvernig sagan hefði orðið hefði Thuram ekki gefið þetta mark sem án efa kveikti í honum að gera betur og sanna sig.Frakkar lyftu sínum fyrsta og eina titli fyrir 20 árumvísir/getty„Ég vissi ekki hver ég var eða hvar ég var, það var eins og ég væri í leiðslu,“ sagði Thuram seinna meir þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir að seinna markið lá í netinu. „Þegar ég stóð á vellinum eftir úrslitaleikinn trúði ég þessu ekki. Ég, heimsmeistari? Fæddur á Guadeloupe, fátækur krakki frá París, heimsmeistar? Nei, enn þann dag í dag trúi ég þassu ekki.“ Titillinn 1998 er sá eini sem Frakkar eiga í sínum verðlaunaskáp. Þeir hefja leitina að næsta heimsmeistaratitli 16. júní, sama dag og við Íslendingar hefjum leik, gegn Ástralíu í Kazan.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. Lilian Thuram er leikjahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins. Hann er einn af þeim sem reis upp úr fátækt og náði að upplifa sína stærstu drauma, fór frá því að spila fótbolta á götum Fontainebleau-hverfisins í París í lokakeppni HM með franska landsliðinu. Af öllum 142 landsleikjunum sem Thuram hefur spilað stendur undanúrslitaleikurinn árið 1998 líklega hvað hæst í minnum hans. Frakkar voru á heimavelli og þrátt fyrir stjörnur eins og Zinedine Zidane og Thierry Henry voru Frakkar aðeins í 25. sæti heimslistans fyrir mótið og höfðu ekki komist í síðustu tvær lokakeppnir. Eftir að hafa farið í gegnum riðlakeppnina með fullt hús stiga reyndist útsláttarkeppninn þeim erfiðara fyrir. Laurent Blanc skoraði sigurmark í framlengingu í 16-liða úrslitum gegn Paragvæ og þurfti vítaspyrnukeppni til þess að sigra Ítala í 8-liða úrslitunum.Mistök Thuram voru hrikaleg og ferill hans hefði líklega tekið aðra stefnu hefði hann ekki náð að svara fyrir sig í þessum leikskjáskot/fifa tvÞá var komið að undanúrslitunum. Þar mættu þeir Króötum á þjóðarleikvangnum Stade de France, liði sem fór auðveldlega í gegnum Þjóðverja í 8-liða úrslitunum. Eftir nokkuð atvikalausan fyrri hálfleik var komið að Thuram að stíga fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði seinni hálfleikinn eins illa og hægt var, gaf Króötum mark á silfurfati. Það eina sem hann hefði getað gert verr væri ef hann hefði skorað markið sjálfur og gert sjálfsmark. Í hárri pressu Frakka var Thuram ekki með á nótunum og spilaði Davor Suker réttstæðan þrátt fyrir að Suker, sem er formaður Knattspyrnusambands Króatíu í dag, væri langt fyrir innan sína næstu varnarmenn. Hann fékk því nóg pláss til þess að skora fyrsta mark leiksins. Frakkar voru svo nálægt draumnum, að vinna HM á heimavelli, en Thuram virtist hafa eyðilagt hann. Hinn þá 26 ára Thuram ætlaði sér þó ekki að vera skúrkurinn sem fór með HM drauminn. Aðeins mínútu seinna vann hann boltann við eiginn teig og byrjaði ótrúlegan sprett upp völlinn. Með einföldu, en markvissu, þríhyrningsspili við Bixente Lizarazu var Thuram kominn í kjörstöðu til þess að hamra boltann í netið. Ótrúlegar tvær mínútur og staðan aftur jöfn. Það var eins og einhver hærri máttarvöld hefðu skrifað handrit þessa leiks því hver annar en Lilian Thuram skoraði sigurmarkið fyrir Frakka á 69. mínútu, þeir voru á leiðinni í úrslitaleikinn á HM í sínu eigin landi. Frakkar urðu svo heimsmeistarar með 3-0 sigri á Brasilíu en það er aldrei að vita hvernig sagan hefði orðið hefði Thuram ekki gefið þetta mark sem án efa kveikti í honum að gera betur og sanna sig.Frakkar lyftu sínum fyrsta og eina titli fyrir 20 árumvísir/getty„Ég vissi ekki hver ég var eða hvar ég var, það var eins og ég væri í leiðslu,“ sagði Thuram seinna meir þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir að seinna markið lá í netinu. „Þegar ég stóð á vellinum eftir úrslitaleikinn trúði ég þessu ekki. Ég, heimsmeistari? Fæddur á Guadeloupe, fátækur krakki frá París, heimsmeistar? Nei, enn þann dag í dag trúi ég þassu ekki.“ Titillinn 1998 er sá eini sem Frakkar eiga í sínum verðlaunaskáp. Þeir hefja leitina að næsta heimsmeistaratitli 16. júní, sama dag og við Íslendingar hefjum leik, gegn Ástralíu í Kazan.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sjá meira
36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00
38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00
34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30
37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti