Húsnæðismálin og uppbygging atvinnulífs brenna á Bolvíkingum Birgir Olgeirsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2018 23:00 Húsnæðismálin og uppbygging atvinnulífs eru þau mál sem brenna á Bolvíkingum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Þriðja framboðið hefur lagt fram lista sem leggur áherslu á íbúalýðræði en lengi vel voru eingöngu tvö framboð í bænum. Þriðja framboðið kemur frá Framlagi, nýju afli sem vill færa völdin til fólksins og leggja niður flokkakerfið í bænum. „Gera bara fólki grein fyrir að það á bæinn. Í fjölskyldu þar sem allir koma að málum og það getum við auðveldlega. Þetta er lítill bær og það er auðvelt að byrja á nýjum vettvangi í bæ eins og þessum,“ segir Jón Hafþór Marteinsson oddviti Framlags. Íbúalýðræði er í raun eina málefni flokksins en ýmis önnur mál brenna á Bolvíkingum. „Já, okkur veitir ekkert af fleiri störfum,“ segir Sigmundur Bjargþór Þorkelsson íbúi í Bolungarvík. „Ég er ekki að fara að kjósa í þessu sveitarfélagi af því að ég hef ekki getað fært lögheimilið. Hef ekki getað keypt húsnæði,“ segir Erla Kristinsdóttir. „Ég myndi segja gott íþróttastarf. Við vorum einmitt að ræða það núna að það vantar meira sem ekki vilja vera í fótbolta eða svoleiðis,“ segir Sólveig Sigurðardóttir.Vilja hækka styrki til íþrótta Sjálfstæðismenn og óháðir hafa haldið í stjórnartaumana síðustu ár. Að laða fleiri fjölskyldur í bæinn eru meðal kosningamála. Fyrsta skrefið var tekið á síðasta kjörtímabili þegar námsgögn í skóla urðu gjaldfrjáls. „Við viljum stíga fleiri skref í þessa átt, til dæmis með því að lækka verulega útgjöld vegna skólamáltíða og svo ætlum við að hækka svokölluð frístundakort vegna íþrótta og tómstunda barna upp í 40 þúsund krónur á ári,“ segir Baldur Smári Einarsson oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra í Bolungarvík. Þriðja framboðið, Máttur manna og meyja, stendur fyrir gagnsæja stjórnsýslu og íbúafundi. Þau vilja efla atvinnulífið og treysta ekki eingöngu á laxeldi. „Eins mikið og við viljum fá laxinn þá verðum við að horfa á að það verður að vera meira í boði. Við þurfum að hafa fleiri bolta á lofti. Hvað ef það kemur síðan enginn lax?“ segir Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir oddviti Máttar manna og meyja í Bolungarvík. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Húsnæðismálin og uppbygging atvinnulífs eru þau mál sem brenna á Bolvíkingum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Þriðja framboðið hefur lagt fram lista sem leggur áherslu á íbúalýðræði en lengi vel voru eingöngu tvö framboð í bænum. Þriðja framboðið kemur frá Framlagi, nýju afli sem vill færa völdin til fólksins og leggja niður flokkakerfið í bænum. „Gera bara fólki grein fyrir að það á bæinn. Í fjölskyldu þar sem allir koma að málum og það getum við auðveldlega. Þetta er lítill bær og það er auðvelt að byrja á nýjum vettvangi í bæ eins og þessum,“ segir Jón Hafþór Marteinsson oddviti Framlags. Íbúalýðræði er í raun eina málefni flokksins en ýmis önnur mál brenna á Bolvíkingum. „Já, okkur veitir ekkert af fleiri störfum,“ segir Sigmundur Bjargþór Þorkelsson íbúi í Bolungarvík. „Ég er ekki að fara að kjósa í þessu sveitarfélagi af því að ég hef ekki getað fært lögheimilið. Hef ekki getað keypt húsnæði,“ segir Erla Kristinsdóttir. „Ég myndi segja gott íþróttastarf. Við vorum einmitt að ræða það núna að það vantar meira sem ekki vilja vera í fótbolta eða svoleiðis,“ segir Sólveig Sigurðardóttir.Vilja hækka styrki til íþrótta Sjálfstæðismenn og óháðir hafa haldið í stjórnartaumana síðustu ár. Að laða fleiri fjölskyldur í bæinn eru meðal kosningamála. Fyrsta skrefið var tekið á síðasta kjörtímabili þegar námsgögn í skóla urðu gjaldfrjáls. „Við viljum stíga fleiri skref í þessa átt, til dæmis með því að lækka verulega útgjöld vegna skólamáltíða og svo ætlum við að hækka svokölluð frístundakort vegna íþrótta og tómstunda barna upp í 40 þúsund krónur á ári,“ segir Baldur Smári Einarsson oddviti Sjálfstæðisflokks og óháðra í Bolungarvík. Þriðja framboðið, Máttur manna og meyja, stendur fyrir gagnsæja stjórnsýslu og íbúafundi. Þau vilja efla atvinnulífið og treysta ekki eingöngu á laxeldi. „Eins mikið og við viljum fá laxinn þá verðum við að horfa á að það verður að vera meira í boði. Við þurfum að hafa fleiri bolta á lofti. Hvað ef það kemur síðan enginn lax?“ segir Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir oddviti Máttar manna og meyja í Bolungarvík.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira