Viðskipti innlent

Fleiri ánægðir með efnahaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stór meirihluti íslensku þjóðarinnar taldi efnahagsstöðuna á Íslandi vera góða.
Stór meirihluti íslensku þjóðarinnar taldi efnahagsstöðuna á Íslandi vera góða. Vísir/Valli
Rúmlega 80 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun MMR töldu stöðu efnahagsins vera nokkuð eða mjög góða, en það eru 15 prósentustigum fleiri en ári áður. Einungis fjögur prósent svarenda kváðu stöðuna mjög slæma, sex prósentustigum færri en á sama tíma í fyrra.

Eldri svarendur voru líklegri heldur en þeir yngri til að telja stöðuna góða. Bjartsýni á stöðu efnahagsins jókst einnig með auknu menntunarstigi og auknum heimilistekjum.

Könnunin var gerð dagana 13. til 19. apríl 2018 og var heildarfjöldi svarenda 910 manns, 18 ára og eldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×