Biskup fór ekki að lögum við skipun Páls í embætti héraðsprests Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 19:25 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fór ekki að lögum við skipun Páls Ágústs Pálssonar í embætti héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis í júlí í fyrra. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup hefði átt að skipa Pál í embættið til fimm ára og féllst á kröfu hans um að biskup gæfi út erindisbréf Páli til handa með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022.Hjónin Karen Lind Ólafsdóttir og Páll Ágúst Ólafsson.Vísir/EgillForsaga málsins er sú að Páll var skipaður sóknarprestur á Staðarstað og jafnframt héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi í desember 2013. Í kjölfarið risu upp deilur milli Páls og biskups en upphaf þeirra má rekja til umfangsmikilla viðgerða sem nauðsynlegt þótti að ráðast í á prestssetrinu á Staðarstað.Sjá einnig: Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Biskup tilkynnti Páli svo í fyrrasumar að embættinu hefði borist áskorun um að leysa hann frá störfum sem sóknarprestur á Staðarstað. Í bréfi biskups var Páli boðið að færast í starf héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis þann tíma sem eftir væri af tímabundinni skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað, nánar tiltekið til 30. nóvember 2018. Biskup skipaði Pál svo til embættis héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis til fimm ára og skipunartíminn þannig miðaður við skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað. Þessu vildi Páll ekki una og vildi meina að þegar hann var skipaður héraðsprestur hefði nýr fimm ára skipunartími átt að hefjast. Þessa kröfu Páls féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á í gær, m.a. vegna þess að Páll hafði í reynd verið fluttur í nýtt embætti héraðsprests og þannig hafi skipunartíma hans í embætti sóknarprests að Staðarstað lokið. Þá var biskupi auk þess gert að greiða Páli 1,4 milljón króna í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild hér. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. 1. mars 2017 19:45 Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26. september 2017 06:00 Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fór ekki að lögum við skipun Páls Ágústs Pálssonar í embætti héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis í júlí í fyrra. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup hefði átt að skipa Pál í embættið til fimm ára og féllst á kröfu hans um að biskup gæfi út erindisbréf Páli til handa með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022.Hjónin Karen Lind Ólafsdóttir og Páll Ágúst Ólafsson.Vísir/EgillForsaga málsins er sú að Páll var skipaður sóknarprestur á Staðarstað og jafnframt héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi í desember 2013. Í kjölfarið risu upp deilur milli Páls og biskups en upphaf þeirra má rekja til umfangsmikilla viðgerða sem nauðsynlegt þótti að ráðast í á prestssetrinu á Staðarstað.Sjá einnig: Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Biskup tilkynnti Páli svo í fyrrasumar að embættinu hefði borist áskorun um að leysa hann frá störfum sem sóknarprestur á Staðarstað. Í bréfi biskups var Páli boðið að færast í starf héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis þann tíma sem eftir væri af tímabundinni skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað, nánar tiltekið til 30. nóvember 2018. Biskup skipaði Pál svo til embættis héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis til fimm ára og skipunartíminn þannig miðaður við skipun hans í embætti sóknarprests á Staðarstað. Þessu vildi Páll ekki una og vildi meina að þegar hann var skipaður héraðsprestur hefði nýr fimm ára skipunartími átt að hefjast. Þessa kröfu Páls féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á í gær, m.a. vegna þess að Páll hafði í reynd verið fluttur í nýtt embætti héraðsprests og þannig hafi skipunartíma hans í embætti sóknarprests að Staðarstað lokið. Þá var biskupi auk þess gert að greiða Páli 1,4 milljón króna í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild hér.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. 1. mars 2017 19:45 Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26. september 2017 06:00 Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00 Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Prestshjónin á Staðastað: „Ef við förum þessa leið þá erum við að svíkja drenginn okkar“ Sóknarprestur á Staðastað segir þjóðkirkjuna hafa brugðist fjölskyldu sinni eftir að upp komst um myglu í íbúðarhúsnæði á prestsetursjörðinni. Börn hans hafi hlotið skaða af. 1. mars 2017 19:45
Prestur á Staðastað og biskup deila enn Sóknarprestur á Staðastað sem gerður var að héraðspresti eftir deilur telur sig eiga að fá skipun til ársins 2022 en biskup hafnar því. Presturinn segir kirkjuna leyna gögnum um myglu. 26. september 2017 06:00
Segja prestinn skulda 839 þúsund fyrir að rífa innréttingar úr fjárhúsi án leyfis Heilbrigðiseftirlit Vesturlands taldi í lok mars í fyrra er viðgerðum lauk að prestsbústaðurinn á Staðastað væri ekki heilsuspillandi. Kirkjan viðurkennir myglu í húsinu fyrir þann tíma. Þess er krafist að sóknarpresturinn endurgreiði 2. mars 2017 07:00
Segir soninn illa haldinn sökum myglu en kirkjan leyfi ekki rannsókn á prestsbústaðnum Deilt er innan þjóðkirkjunnar um eftirmál af því að sóknarpresturinn á Staðastað flúði staðinn með fárveikan son. Veikindin eru rakin til myglu í prestsbústaðnum. 1. mars 2017 06:00