Kúkú Campers í formlegt söluferli Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 16. maí 2018 06:00 Bílaleigan hefur verið eitt fyrirferðamesta ferðaþjónustufyrirtæki landsins síðustu ár. Kúkú Campers Fimm ferðaþjónustufyrirtæki og eitt fasteignafélag, sem eru öll að hluta í eigu Steinars Lárs Steinarssonar, þar á meðal húsbílaleigan Kúkú Campers, hafa verið sett í formlegt söluferli. Félögin skiluðu rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta fyrir samanlagt um 600 milljónir króna á síðasta ári. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Steinarr Lár, sem á helmingshlut í Kúkú Campers á móti Lárusi Guðbjartssyni og er jafnframt hluthafi í hinum félögunum fimm, segir í samtali við Markaðinn að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að selja fyrirtækin. Steinarr Lár Steinarsson.Hann segir reksturinn hafa gengið vel og útlit sé fyrir áframhaldandi vöxt. Umrædd félög eru, auk Kúkú Campers, ferðaþjónustufyrirtækin GCR, Camping Iceland, Go Campers og Nordic Holidays og fasteignafélagið Flatahraun 21. Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir árið 2016 og jókst hagnaðurinn um hátt í 60 prósent á milli ára. Um var að ræða besta rekstrarár félagsins frá stofnun árið 2012 en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda á meðal erlendra ferðamanna undanfarin ár. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2016 leigðu ferðamenn bíla hjá því fyrir tæpar 460 milljónir króna á árinu. Til samanburðar nam salan 285 milljónum króna árið 2015. Lárus sagði í samtali við Fréttablaðið síðasta haust að vöxtinn mætti rekja til þess að bílaflotinn var tvöfaldaður á milli áranna 2015 og 2016. Nefndi hann jafnframt að íslenski markaðurinn væri mettur og að Kúkú Campers hefði hug á því að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem félagið hóf útrás í byrjun síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Húsbílaleigan Kúkú Campers skilaði 154 milljóna króna hagnaði í fyrra og stækkaði mikið milli ár. Eigandi segir íslenska ferðaþjónustu í fjötrum vegna krónunnar í ár og fyrirtækið ætli að setja aukinn fókus á Ameríkuútrás þar sem tækifærin eru mikil. 20. október 2017 06:00 KúKú Campers komnir í grimma útrás Opnuðu útibú í Colorado og þar eru salerni aðgengileg og frí bílastæði. 9. október 2017 10:43 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fimm ferðaþjónustufyrirtæki og eitt fasteignafélag, sem eru öll að hluta í eigu Steinars Lárs Steinarssonar, þar á meðal húsbílaleigan Kúkú Campers, hafa verið sett í formlegt söluferli. Félögin skiluðu rekstrarhagnaði fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta fyrir samanlagt um 600 milljónir króna á síðasta ári. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Steinarr Lár, sem á helmingshlut í Kúkú Campers á móti Lárusi Guðbjartssyni og er jafnframt hluthafi í hinum félögunum fimm, segir í samtali við Markaðinn að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að selja fyrirtækin. Steinarr Lár Steinarsson.Hann segir reksturinn hafa gengið vel og útlit sé fyrir áframhaldandi vöxt. Umrædd félög eru, auk Kúkú Campers, ferðaþjónustufyrirtækin GCR, Camping Iceland, Go Campers og Nordic Holidays og fasteignafélagið Flatahraun 21. Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir árið 2016 og jókst hagnaðurinn um hátt í 60 prósent á milli ára. Um var að ræða besta rekstrarár félagsins frá stofnun árið 2012 en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda á meðal erlendra ferðamanna undanfarin ár. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2016 leigðu ferðamenn bíla hjá því fyrir tæpar 460 milljónir króna á árinu. Til samanburðar nam salan 285 milljónum króna árið 2015. Lárus sagði í samtali við Fréttablaðið síðasta haust að vöxtinn mætti rekja til þess að bílaflotinn var tvöfaldaður á milli áranna 2015 og 2016. Nefndi hann jafnframt að íslenski markaðurinn væri mettur og að Kúkú Campers hefði hug á því að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem félagið hóf útrás í byrjun síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Húsbílaleigan Kúkú Campers skilaði 154 milljóna króna hagnaði í fyrra og stækkaði mikið milli ár. Eigandi segir íslenska ferðaþjónustu í fjötrum vegna krónunnar í ár og fyrirtækið ætli að setja aukinn fókus á Ameríkuútrás þar sem tækifærin eru mikil. 20. október 2017 06:00 KúKú Campers komnir í grimma útrás Opnuðu útibú í Colorado og þar eru salerni aðgengileg og frí bílastæði. 9. október 2017 10:43 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Húsbílaleigan Kúkú Campers skilaði 154 milljóna króna hagnaði í fyrra og stækkaði mikið milli ár. Eigandi segir íslenska ferðaþjónustu í fjötrum vegna krónunnar í ár og fyrirtækið ætli að setja aukinn fókus á Ameríkuútrás þar sem tækifærin eru mikil. 20. október 2017 06:00
KúKú Campers komnir í grimma útrás Opnuðu útibú í Colorado og þar eru salerni aðgengileg og frí bílastæði. 9. október 2017 10:43