29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. maí 2018 12:30 Goycochea er hér að verja frá Donadoni í undanúrslitaleiknum. vísir/getty Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. Goycochea var varamarkvörður fyrir Nery Pumpido hjá bæði River Plate og argentínska landsliðinu. HM 1990 átti því aðeins að vera fleiri gæðastundir á varamannabekknum. Hann var í raun þriðji markvörður landsliðsins en Luis Islas hætti við að spila á HM þar sem hann átti ekki að vera aðalmarkvörður.Martröð Pumpido Allt fór til fjandans hjá Pumpido á Ítalíu. Hann byrjaði á því að gefa mark gegn Kamerún í fyrsta leik og fótbrotnaði svo illa gegn Sovétríkjunum í öðrum leik Argentínu á mótinu. Þá var komið að Goycochea. Það var bras á Argentínumönnum en hann sýndi snilldartilþrif í leiknum gegn Brasilíu, hélt búrinu hreinu og sá til þess að Argentína komst áfram í mótinu. Í átta liða úrslitum mótsins mætti Argentína liði Júgóslavíu. Sá leikur fór í vítaspyrnukeppni. Í vítakeppninni klikkaði sjálfur Diego Maradona en það kom ekki að sök því Goycochea lokaði markinu og kom Argentínu í undanúrslit.Sagði Maradona að slaka á „Er ég mætti Diego eftir vítið þá sagði ég honum að slaka á. Ég myndi verja tvær spyrnur,“ sagði markvörðurinn. Í undanúrslitunum biðu heimamenn frá Ítalíu. Aftur varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að fá úrslit. Goycochea sýndi gegn Júggunum að hann var mikill vítabani og hann endurtók leikinn og varði Ítalí í úrslitaleikinn. Hann varði þá spyrnur frá Roberto Donadoni og Aldo Serena. „Það sló þögn á alla á vellinum. Það var eins og einhver hefði lækkað hljóðið og aðeins heyrðist í liðsfélögum mínum. Mér leið eins og ég væri á litlum velli heima hjá mér,“ sagði Goycochea en leikurinn fór fram í Napoli. Á heimavelli Maradona.Hann varði fjögur víti í þessum tveimur vítaspyrnukeppnum sem er HM-met. Harald Schumacher hefur líka varið fjögur víti en þurfti tvö HM til þess. Úrslitaleikurinn gegn Vestur-Þýskalandi tapaðist 1-0 og það var nokkur kaldhæðni í því að eina mark leiksins var skorað af Andreas Brehme úr vítaspyrnu. Goycochea samt í réttu horni og ekki fjarri því að verja.Þurfti að flýja á hótel Þrátt fyrir það var Goycochea hampað mikið fyrir frammistöðu sína og markvarðarstaðan í landsliðinu var hans eftir þetta mót. Sjálfur sagði hann að honum hefði liðið eins og heimsmeistara eftir mótið. Skiljanlega. Er heim var komið var hann eltur á röndum. Argentínumenn vildu knúsa hann og kyssa. Hann fékk ekki stundarfrið og varð að flýja á hótel með eiginkonunni til þess að svefnfrið. Alveg ný staða fyrir manninn sem var vanur því að vera í skugganum. Þó svo hann hafi spilað í 20 ár þá náði hann samt aðeins að spila 226 leiki á ferlinum. Hann var það mikið á bekknum. Landsleikirnir urðu 44 en hann spilaði með landsliðinu í sjö ár. Goycochea er 54 ára gamall í dag og starfar sem íþróttafréttamaður. Hann sér um þáttinn Elegante Sport í argentínska sjónvarpinu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. Goycochea var varamarkvörður fyrir Nery Pumpido hjá bæði River Plate og argentínska landsliðinu. HM 1990 átti því aðeins að vera fleiri gæðastundir á varamannabekknum. Hann var í raun þriðji markvörður landsliðsins en Luis Islas hætti við að spila á HM þar sem hann átti ekki að vera aðalmarkvörður.Martröð Pumpido Allt fór til fjandans hjá Pumpido á Ítalíu. Hann byrjaði á því að gefa mark gegn Kamerún í fyrsta leik og fótbrotnaði svo illa gegn Sovétríkjunum í öðrum leik Argentínu á mótinu. Þá var komið að Goycochea. Það var bras á Argentínumönnum en hann sýndi snilldartilþrif í leiknum gegn Brasilíu, hélt búrinu hreinu og sá til þess að Argentína komst áfram í mótinu. Í átta liða úrslitum mótsins mætti Argentína liði Júgóslavíu. Sá leikur fór í vítaspyrnukeppni. Í vítakeppninni klikkaði sjálfur Diego Maradona en það kom ekki að sök því Goycochea lokaði markinu og kom Argentínu í undanúrslit.Sagði Maradona að slaka á „Er ég mætti Diego eftir vítið þá sagði ég honum að slaka á. Ég myndi verja tvær spyrnur,“ sagði markvörðurinn. Í undanúrslitunum biðu heimamenn frá Ítalíu. Aftur varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að fá úrslit. Goycochea sýndi gegn Júggunum að hann var mikill vítabani og hann endurtók leikinn og varði Ítalí í úrslitaleikinn. Hann varði þá spyrnur frá Roberto Donadoni og Aldo Serena. „Það sló þögn á alla á vellinum. Það var eins og einhver hefði lækkað hljóðið og aðeins heyrðist í liðsfélögum mínum. Mér leið eins og ég væri á litlum velli heima hjá mér,“ sagði Goycochea en leikurinn fór fram í Napoli. Á heimavelli Maradona.Hann varði fjögur víti í þessum tveimur vítaspyrnukeppnum sem er HM-met. Harald Schumacher hefur líka varið fjögur víti en þurfti tvö HM til þess. Úrslitaleikurinn gegn Vestur-Þýskalandi tapaðist 1-0 og það var nokkur kaldhæðni í því að eina mark leiksins var skorað af Andreas Brehme úr vítaspyrnu. Goycochea samt í réttu horni og ekki fjarri því að verja.Þurfti að flýja á hótel Þrátt fyrir það var Goycochea hampað mikið fyrir frammistöðu sína og markvarðarstaðan í landsliðinu var hans eftir þetta mót. Sjálfur sagði hann að honum hefði liðið eins og heimsmeistara eftir mótið. Skiljanlega. Er heim var komið var hann eltur á röndum. Argentínumenn vildu knúsa hann og kyssa. Hann fékk ekki stundarfrið og varð að flýja á hótel með eiginkonunni til þess að svefnfrið. Alveg ný staða fyrir manninn sem var vanur því að vera í skugganum. Þó svo hann hafi spilað í 20 ár þá náði hann samt aðeins að spila 226 leiki á ferlinum. Hann var það mikið á bekknum. Landsleikirnir urðu 44 en hann spilaði með landsliðinu í sjö ár. Goycochea er 54 ára gamall í dag og starfar sem íþróttafréttamaður. Hann sér um þáttinn Elegante Sport í argentínska sjónvarpinu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Sjá meira
36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00
38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00
34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30
37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00
30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30