Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. maí 2018 18:34 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Ernir Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undirbúning þeirra. Forstjóri Persónuverndar segir mikilvægt að fagna þessum breytingum. „Það eru í gildi á Íslandi í dag persónuverndarlög og þau byggja á evrópskri tilskipun frá árinu 1995 þannig að í landinu eru lög. Þeir eru allavega betur settir sem hafa farið eftir þeim lögum undanfarin ár heldur en aðrir,“ sagði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þessi lög um persónuvernd hafa verið í gildi í 18 ár en tækniframfarirnar og það hvernig hægt er að vinna persónuupplýsingar, það hefur bara orðið slík breyting á því að Evrópusambandið er að koma þarna með eina umfangsmestu löggjöf sem að hefur komið yfir höfuð frá þeim í mörg ár og mestu breytingunni á persónuverndarlöggjöfinni í tuttugu ár.“ Þó svo að margar grundvallarreglurnar séu í gildi í dag er einnig verið að innleiða margar nýjar reglur. „Það er greinilega búið að ákveða það að veita þessum réttindum aukið vægi. Útgangspunkturinn er það að auka réttarvernd borgaranna hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga. Við fáum öll að vita hverjir eru að vinna persónuupplýsingar um okkur og hvenær og í hvaða tilgangi.“ Helga segir að löggjöfin muni ná bæði yfir einkageirann og opinbera geirann. „Það þarf hver og einn vinnustaður að setjast niður og átta sig á því, hvaða persónuupplýsingar eru unnar hjá mér? Þá er ég að tala um þann sem ábyrgðina ber á hverjum stað.“ Hún bendir á að ef fólk deilir persónuupplýsingum með einhverju erlendu snjallsímaforriti, gæti fyrirtækið á bakvið forritið verið í samstarfi við 200 önnur fyrirtæki og deilt með þeim persónuupplýsingum um notendur. Til þess að komast að því hvernig persónuupplýsingar eru notaðar þurfa notendurnir að krefjast þeirra upplýsinga hjá fyrirtækinu sjálfu, sem verður þá að gefa upp þær upplýsingar. „Það er gríðarlega mikið undir og það eru margar breytingar sem við erum að horfa á á þessu sviði.“ Helga játar því að reglurnar séu íþyngjandi fyrir fyrirtæki, hið opinbera og sveitarfélög. „En þá er líka ágætt að hafa markmiðið hugfast og það er það að auka réttarvernd okkar borgara á öllum sviðum.“ Að hennar mati er númer eitt, tvö og þrjú að fagna þessum breytingum. „Þið sjáið hvað er að gerast og kristallast í dæmunum sem við sjáum í kringum okkur, hvort sem það er Facebook eða Cambridge Analitica. Þetta er ekkert svo mikið langt í burtu dæmi. Þetta er bara ákveðinn toppur á ákveðnum ísjaka. Það er alveg margvísleg önnur vinnsla undir sem að snertir fólk án þess að það haldi að það snerti sig. Við þurfum hvert og eitt aðeins meiri aðstoð við að reyna að fást við þetta. Það er það sem þessi nýja evrópulöggjöf er að hjálpa okkur með.“Hlusta má á viðtalið við Helgu í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Áfrýja máli um persónuvernd Facebook vill frest til að áfrýja máli sem aktívistinn Max Schrems höfðaði gegn fyrirtækinu á Írlandi. 1. maí 2018 06:00 Tveir haft samband við Persónuvernd vegna gagnaleka sveitarfélaga Persónuvernd kannar nú stærð og umfang gagnalekans. 30. apríl 2018 19:57 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undirbúning þeirra. Forstjóri Persónuverndar segir mikilvægt að fagna þessum breytingum. „Það eru í gildi á Íslandi í dag persónuverndarlög og þau byggja á evrópskri tilskipun frá árinu 1995 þannig að í landinu eru lög. Þeir eru allavega betur settir sem hafa farið eftir þeim lögum undanfarin ár heldur en aðrir,“ sagði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þessi lög um persónuvernd hafa verið í gildi í 18 ár en tækniframfarirnar og það hvernig hægt er að vinna persónuupplýsingar, það hefur bara orðið slík breyting á því að Evrópusambandið er að koma þarna með eina umfangsmestu löggjöf sem að hefur komið yfir höfuð frá þeim í mörg ár og mestu breytingunni á persónuverndarlöggjöfinni í tuttugu ár.“ Þó svo að margar grundvallarreglurnar séu í gildi í dag er einnig verið að innleiða margar nýjar reglur. „Það er greinilega búið að ákveða það að veita þessum réttindum aukið vægi. Útgangspunkturinn er það að auka réttarvernd borgaranna hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga. Við fáum öll að vita hverjir eru að vinna persónuupplýsingar um okkur og hvenær og í hvaða tilgangi.“ Helga segir að löggjöfin muni ná bæði yfir einkageirann og opinbera geirann. „Það þarf hver og einn vinnustaður að setjast niður og átta sig á því, hvaða persónuupplýsingar eru unnar hjá mér? Þá er ég að tala um þann sem ábyrgðina ber á hverjum stað.“ Hún bendir á að ef fólk deilir persónuupplýsingum með einhverju erlendu snjallsímaforriti, gæti fyrirtækið á bakvið forritið verið í samstarfi við 200 önnur fyrirtæki og deilt með þeim persónuupplýsingum um notendur. Til þess að komast að því hvernig persónuupplýsingar eru notaðar þurfa notendurnir að krefjast þeirra upplýsinga hjá fyrirtækinu sjálfu, sem verður þá að gefa upp þær upplýsingar. „Það er gríðarlega mikið undir og það eru margar breytingar sem við erum að horfa á á þessu sviði.“ Helga játar því að reglurnar séu íþyngjandi fyrir fyrirtæki, hið opinbera og sveitarfélög. „En þá er líka ágætt að hafa markmiðið hugfast og það er það að auka réttarvernd okkar borgara á öllum sviðum.“ Að hennar mati er númer eitt, tvö og þrjú að fagna þessum breytingum. „Þið sjáið hvað er að gerast og kristallast í dæmunum sem við sjáum í kringum okkur, hvort sem það er Facebook eða Cambridge Analitica. Þetta er ekkert svo mikið langt í burtu dæmi. Þetta er bara ákveðinn toppur á ákveðnum ísjaka. Það er alveg margvísleg önnur vinnsla undir sem að snertir fólk án þess að það haldi að það snerti sig. Við þurfum hvert og eitt aðeins meiri aðstoð við að reyna að fást við þetta. Það er það sem þessi nýja evrópulöggjöf er að hjálpa okkur með.“Hlusta má á viðtalið við Helgu í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Áfrýja máli um persónuvernd Facebook vill frest til að áfrýja máli sem aktívistinn Max Schrems höfðaði gegn fyrirtækinu á Írlandi. 1. maí 2018 06:00 Tveir haft samband við Persónuvernd vegna gagnaleka sveitarfélaga Persónuvernd kannar nú stærð og umfang gagnalekans. 30. apríl 2018 19:57 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Áfrýja máli um persónuvernd Facebook vill frest til að áfrýja máli sem aktívistinn Max Schrems höfðaði gegn fyrirtækinu á Írlandi. 1. maí 2018 06:00
Tveir haft samband við Persónuvernd vegna gagnaleka sveitarfélaga Persónuvernd kannar nú stærð og umfang gagnalekans. 30. apríl 2018 19:57
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19