Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. maí 2018 23:45 Najib Razak tapaði óvænt í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Vísir/Getty Lögregla gerði húsleit í í dag á heimili Najib Razak, fyrrum forsætisráðherra Malasíu. Najib tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Mahathir Mohamad núverandi forsætisráðherra Malasíu sagði strax að hann væri að íhuga að opna aftur rannsóknina á meintri spillingu Najib. Eftir að úrslitin voru ljós sagði Mahathir að hann væri ekki að leita eftir hefndum heldur vildi hann hans koma á lögum og reglum í landinu á ný. Samkvæmt frétt BBC sást fjöldi lögreglubíla fyrir utan heimili fyrrum forsætisráðherrans í dag. Almenningur og fjölmiðlar voru einnig fyrir utan og fylgdust með aðgerðum lögreglu. Lögregluyfirvöld hafa staðfest húsleitina en vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Najib neitar sök en var settur í farbann fram yfir helgi. Hann hafði ætlað úr landi með eiginkonu sinni á laugardag. Ásakanir um spillingu hafa lengi fylgt Najib, þá sérstaklega tengt sjóð sem hann stofnaði á meðan hann var enn í embætti. Mahathir var eitt sinn meðlimur í Barisan Nasional-bandalaginu en sagði sig úr því árið 2016 eftir að Najib var sakaður um að hafa stungið 700 milljónum dollara í vasann úr einum af fjárfestingarsjóðum ríkisins. Najib neitaði öllum ásökunum og var hreinsaður af þeim af malasískum yfirvöldum.Sakaður um að þagga málið niður Mahathir Mohamad, sem er 92 ára gamall og fyrrum forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í Malasíu þann 9. Maí. Mahathir myndaði bandalag gegn ríkisstjórn landsins. Með bandalaginu náði hann að að sigra Barisan Nasional-bandalagið sem hefur verið við völd í Malasíu í meira en 60 ár, eða allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Mahatir ætlar að láta af embætti fyrir árið 2020 og er líklegt að fyrrum lærisveinn hans, Anwar Ibrahim, muni þá taka við en honum var nýlega sleppt úr fangelsi eftir að Mahathir, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar. Mál Najib er enn til rannsóknar í öðrum löndum og hefur Najib verið sakaður um að þagga málið niður í Malasíu með því að reka tiltekna embættismenn. Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Lögregla gerði húsleit í í dag á heimili Najib Razak, fyrrum forsætisráðherra Malasíu. Najib tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. Mahathir Mohamad núverandi forsætisráðherra Malasíu sagði strax að hann væri að íhuga að opna aftur rannsóknina á meintri spillingu Najib. Eftir að úrslitin voru ljós sagði Mahathir að hann væri ekki að leita eftir hefndum heldur vildi hann hans koma á lögum og reglum í landinu á ný. Samkvæmt frétt BBC sást fjöldi lögreglubíla fyrir utan heimili fyrrum forsætisráðherrans í dag. Almenningur og fjölmiðlar voru einnig fyrir utan og fylgdust með aðgerðum lögreglu. Lögregluyfirvöld hafa staðfest húsleitina en vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Najib neitar sök en var settur í farbann fram yfir helgi. Hann hafði ætlað úr landi með eiginkonu sinni á laugardag. Ásakanir um spillingu hafa lengi fylgt Najib, þá sérstaklega tengt sjóð sem hann stofnaði á meðan hann var enn í embætti. Mahathir var eitt sinn meðlimur í Barisan Nasional-bandalaginu en sagði sig úr því árið 2016 eftir að Najib var sakaður um að hafa stungið 700 milljónum dollara í vasann úr einum af fjárfestingarsjóðum ríkisins. Najib neitaði öllum ásökunum og var hreinsaður af þeim af malasískum yfirvöldum.Sakaður um að þagga málið niður Mahathir Mohamad, sem er 92 ára gamall og fyrrum forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í Malasíu þann 9. Maí. Mahathir myndaði bandalag gegn ríkisstjórn landsins. Með bandalaginu náði hann að að sigra Barisan Nasional-bandalagið sem hefur verið við völd í Malasíu í meira en 60 ár, eða allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Mahatir ætlar að láta af embætti fyrir árið 2020 og er líklegt að fyrrum lærisveinn hans, Anwar Ibrahim, muni þá taka við en honum var nýlega sleppt úr fangelsi eftir að Mahathir, lét það vera sitt fyrsta embættisverk að fara fram á náðun yfir Anwar. Mál Najib er enn til rannsóknar í öðrum löndum og hefur Najib verið sakaður um að þagga málið niður í Malasíu með því að reka tiltekna embættismenn.
Malasía Tengdar fréttir Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en verður næsti forsætisráðherra Malasíu Anwar Ibrahim, fyrrverandi vonarstjarna malasískra stjórnmála, er aftur líklegur framtíðarleiðtogi landsins eftir að fréttir bárust af því að hann verði náðaður á næstunni. Hann situr í fangelsi fyrir samkynhneigð en gæti orðið forsætisráðherra innan tveggja ára. 11. maí 2018 10:05
Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent