Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. maí 2018 08:50 Haukur Hilmarsson. Mynd/Úr safni Nurhaks Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, var í viðtali á BBC South East í gær. Með henni var Dirk Campbell en Anna Campbell dóttir hans lést í Afrin 15. mars síðastliðinn. Viðtalið má finna á vefsíðu BBC en það er ekki aðgengilegt á Íslandi. Campbell, Eva og Hilmar Bjarnason faðir Hauks, skrifuðu opin bréf til stjórnvalda á Íslandi og í Bretlandi og voru fengin í viðtal til þess að ræða stöðu sína. Þau halda því fram að Tyrkland sé að brjóta á Genfarsamningnum með því að ná ekki í líkin. Fjölskyldurnar krefjast þess að Tyrkir þurfi að svara fyrir meðferð sína á líkum þeirra sem létust í innrásinni í Afrín. Campell sagði meðal annars í viðtalinu við BBC: „Engin lík hafa verið sótt frá bardagasvæðinu og liggja því úti á víðavangi. Ég vona að bresk stjórnvöld beiti Tyrki þrýstingi.“ Eva Hauksdóttir var til viðtals á BBC .Stöð2 Brotið gegn alþjóðasáttmálum Eva segir á Facebook síðu sinni að fyrrum prófessor hafi einnig komið fram í umfjöllun BBC og sagt að stjórnvöld í Tyrklandi séu hryðjuverkamenn. Eva mun fara í annað viðtal vegna bréfsins á BBC 2 í dag. Fjölskylda Hauks sendi bréf á forsætis- og utanríkisráðherra Íslands á mánudag en undir það skrifa Hilmar Bjarnason, Fatima Hossaini, Darri Hilmarsson og Eva Hauksdóttir. Í bréfinu er talað um myndir sem birtar hafa verið af líkum í Afrín. „Myndirnar styðja frásagnir heimamanna um ástandið á svæðinu – enn ekki búið að hreinsa upp – og í hlíðunum í kringum borgina liggja líkin fyrir hunda og manna fótum. Rauða krossinum var ekki hleypt inn á svæðið fyrr en í maí og þá aðeins til að hlúa að slösuðum og afhenda nauðsynjar.“ Fjölskyldan segir að það eigi ekki að vera samningsatriði við Tyrki að fá að leita að líkum, það ætti að vera sjálfsagt mál. „Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum ber aðilum að stríðsátökum að hirða lík og veita þeim viðeigandi meðferð tafarlaust, sbr. t.d. 15. gr. Genfarsamnings frá 1949 um bætta meðferð særðra og sjúkra hermanna. Er þvi vandséð annað en að hér séu bandamenn ykkar Tyrkir að brjóta gegn alþjóðasáttmálum um framferði í stríði.“ Eva beinir spurningum sínum meðal annars til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Líkið gæti verið í fjöldagröf eða á víðavangi Fjölskyldan hefur enn ekki fengið staðfest að Haukur sé látin og segir utanríkisráðuneytið synja sér um gögn sem sýni fram á að Tyrknesk yfirvöld hafi yfirhöfuð tjáð sig um málið. „Við teljum meintar staðhæfingar tyrkneskra yfirvalda um að Haukur sé hvergi á skrá hjá þeim ekki neina sönnun þess að hann sé ekki í haldi Tyrkja, sem hafa verið harðlega gagnrýndir m.a. af Mannréttindadómstóli Evrópu, fyrir að láta fólk hverfa en ef Haukur er á annað borð látinn þá eiga aðstandendur hans heimtingu á því að líkið sé meðhöndlað í samræmi við alþjóðalög.“ Sé það rétt sem tyrknesk stjórnvöld segja, að þau hafi lík Hauks ekki undir höndum, gæti verið að það sé í fjöldagröf eða undir rúst af eina mannvirkinu á svæðinu þar sem sagt er að hann hafi verið drepinn. „Líklegast er þó, samkvæmt frásögnum íbúa Afrín og myndum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum, að lík hans liggi á víðavangi, óvarið ágangi dýra.“ Bréfið endar á nokkrum spurningum til Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Vísbendingar um að tyrknesk stjórnvöld meðhöndli lík þeirra sem hersveitir þeirra hafa drepið, þar með talið lík íslensks ríkisborgara (ef hann er þá látinn) sem hvert annað hundshræ, í trássi við alþjóðalög, hljóta að vekja athygli og hneykslan íslenskra stjórnvalda. Því spyrjum við: Ætlið þið enn að halda því fram að þið GETIÐ EKKI haft samband við tyrknesk stjórnvöld og spurt þau að minnsta kosti að því hvort þau hafi staðið við þá skyldu sína að hirða lík af svæðinu, og ef ekki, hversvegna þau telji sér stætt á því? Hafið þið beitt ykkur gagnvart NATO, sem þið sem ríkisstjórn eruð hluti af, og krafist þess að bandalagið gangi hart að tyrkneskum yfirvöldum með kröfu um að þau sinni þeirri skyldu sinni að leita uppi öll lík á svæðinu og koma þeim til aðstandenda? Ef svo er, með hvaða hætti? Ef ekki, hvers vegna ekki? Ef það er virkilega ætlun íslenskra stjórnvalda að krefja Tyrki ekki neinna svara um hugsanleg brot þeirra á alþjóðalögum í tengslum við mál Hauks Hilmarssonar – hvað þarf þá eiginlega til þess að ykkur finnist slík afskipti viðeigandi? Væri afstaða ykkar önnur ef faðir Hauks héti ekki Hilmar Bjarnason, heldur Bjarni Benediktsson eða ef móðir hans væri ekki pistlahöfundur heldur forsætisráðherra?“ Bréf fjölskyldunnar má lesa í heild sinni á vefsíðu Evu. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Eva Hauksdóttir kallar Erdoğan öllum illum nöfnum Krefur forseta Tyrklands svara og kallar hann mannfýlu í leiðinni. 13. apríl 2018 10:50 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, var í viðtali á BBC South East í gær. Með henni var Dirk Campbell en Anna Campbell dóttir hans lést í Afrin 15. mars síðastliðinn. Viðtalið má finna á vefsíðu BBC en það er ekki aðgengilegt á Íslandi. Campbell, Eva og Hilmar Bjarnason faðir Hauks, skrifuðu opin bréf til stjórnvalda á Íslandi og í Bretlandi og voru fengin í viðtal til þess að ræða stöðu sína. Þau halda því fram að Tyrkland sé að brjóta á Genfarsamningnum með því að ná ekki í líkin. Fjölskyldurnar krefjast þess að Tyrkir þurfi að svara fyrir meðferð sína á líkum þeirra sem létust í innrásinni í Afrín. Campell sagði meðal annars í viðtalinu við BBC: „Engin lík hafa verið sótt frá bardagasvæðinu og liggja því úti á víðavangi. Ég vona að bresk stjórnvöld beiti Tyrki þrýstingi.“ Eva Hauksdóttir var til viðtals á BBC .Stöð2 Brotið gegn alþjóðasáttmálum Eva segir á Facebook síðu sinni að fyrrum prófessor hafi einnig komið fram í umfjöllun BBC og sagt að stjórnvöld í Tyrklandi séu hryðjuverkamenn. Eva mun fara í annað viðtal vegna bréfsins á BBC 2 í dag. Fjölskylda Hauks sendi bréf á forsætis- og utanríkisráðherra Íslands á mánudag en undir það skrifa Hilmar Bjarnason, Fatima Hossaini, Darri Hilmarsson og Eva Hauksdóttir. Í bréfinu er talað um myndir sem birtar hafa verið af líkum í Afrín. „Myndirnar styðja frásagnir heimamanna um ástandið á svæðinu – enn ekki búið að hreinsa upp – og í hlíðunum í kringum borgina liggja líkin fyrir hunda og manna fótum. Rauða krossinum var ekki hleypt inn á svæðið fyrr en í maí og þá aðeins til að hlúa að slösuðum og afhenda nauðsynjar.“ Fjölskyldan segir að það eigi ekki að vera samningsatriði við Tyrki að fá að leita að líkum, það ætti að vera sjálfsagt mál. „Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum ber aðilum að stríðsátökum að hirða lík og veita þeim viðeigandi meðferð tafarlaust, sbr. t.d. 15. gr. Genfarsamnings frá 1949 um bætta meðferð særðra og sjúkra hermanna. Er þvi vandséð annað en að hér séu bandamenn ykkar Tyrkir að brjóta gegn alþjóðasáttmálum um framferði í stríði.“ Eva beinir spurningum sínum meðal annars til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Líkið gæti verið í fjöldagröf eða á víðavangi Fjölskyldan hefur enn ekki fengið staðfest að Haukur sé látin og segir utanríkisráðuneytið synja sér um gögn sem sýni fram á að Tyrknesk yfirvöld hafi yfirhöfuð tjáð sig um málið. „Við teljum meintar staðhæfingar tyrkneskra yfirvalda um að Haukur sé hvergi á skrá hjá þeim ekki neina sönnun þess að hann sé ekki í haldi Tyrkja, sem hafa verið harðlega gagnrýndir m.a. af Mannréttindadómstóli Evrópu, fyrir að láta fólk hverfa en ef Haukur er á annað borð látinn þá eiga aðstandendur hans heimtingu á því að líkið sé meðhöndlað í samræmi við alþjóðalög.“ Sé það rétt sem tyrknesk stjórnvöld segja, að þau hafi lík Hauks ekki undir höndum, gæti verið að það sé í fjöldagröf eða undir rúst af eina mannvirkinu á svæðinu þar sem sagt er að hann hafi verið drepinn. „Líklegast er þó, samkvæmt frásögnum íbúa Afrín og myndum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum, að lík hans liggi á víðavangi, óvarið ágangi dýra.“ Bréfið endar á nokkrum spurningum til Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. „Vísbendingar um að tyrknesk stjórnvöld meðhöndli lík þeirra sem hersveitir þeirra hafa drepið, þar með talið lík íslensks ríkisborgara (ef hann er þá látinn) sem hvert annað hundshræ, í trássi við alþjóðalög, hljóta að vekja athygli og hneykslan íslenskra stjórnvalda. Því spyrjum við: Ætlið þið enn að halda því fram að þið GETIÐ EKKI haft samband við tyrknesk stjórnvöld og spurt þau að minnsta kosti að því hvort þau hafi staðið við þá skyldu sína að hirða lík af svæðinu, og ef ekki, hversvegna þau telji sér stætt á því? Hafið þið beitt ykkur gagnvart NATO, sem þið sem ríkisstjórn eruð hluti af, og krafist þess að bandalagið gangi hart að tyrkneskum yfirvöldum með kröfu um að þau sinni þeirri skyldu sinni að leita uppi öll lík á svæðinu og koma þeim til aðstandenda? Ef svo er, með hvaða hætti? Ef ekki, hvers vegna ekki? Ef það er virkilega ætlun íslenskra stjórnvalda að krefja Tyrki ekki neinna svara um hugsanleg brot þeirra á alþjóðalögum í tengslum við mál Hauks Hilmarssonar – hvað þarf þá eiginlega til þess að ykkur finnist slík afskipti viðeigandi? Væri afstaða ykkar önnur ef faðir Hauks héti ekki Hilmar Bjarnason, heldur Bjarni Benediktsson eða ef móðir hans væri ekki pistlahöfundur heldur forsætisráðherra?“ Bréf fjölskyldunnar má lesa í heild sinni á vefsíðu Evu.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Eva Hauksdóttir kallar Erdoğan öllum illum nöfnum Krefur forseta Tyrklands svara og kallar hann mannfýlu í leiðinni. 13. apríl 2018 10:50 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41
Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29
Eva Hauksdóttir kallar Erdoğan öllum illum nöfnum Krefur forseta Tyrklands svara og kallar hann mannfýlu í leiðinni. 13. apríl 2018 10:50
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45