28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. maí 2018 13:00 Rigobert Song spilaði fyrir Kamerún á árunum 1993-2010. Af átta spjöldum sem leikmenn Kamerún hafa fengið á HM hefur Song fjölskyldan fengið þrjú. vísir/getty Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. Lokakeppni HM 1994 var haldin í Bandaríkjunum. Þar var mættur hinn 17 ára Rigobert Song á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Eftir 2-2 jafntefli gegn Svíum í fyrsta leik mætti Kamerún Brasilíu í Stanford, Kaliforníufylki. Romario hafði komið Brasilíu yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 þegar Song fór í allt of seina tæklingu á Bebeto og fékk að líta beint rautt spjald. Þremur mínútum seinna skoraði Marcio Santos og Bebeto bætti við þriðja markinu, Brasilía vann 3-0. Song var svo í banni í þriðja leiknum sem tapaðist 6-1 og Kamerún úr leik með eitt stig úr riðlinum.„Vertu blessaður vinur.“vísir/gettyMeð rauða spjaldinu varð Song yngsti leikmaðurinn sem rekinn hefur verið af velli í sögu HM. Fjórum árum seinna varð Song fyrsti leikmaður í sögu HM sem var rekinn af velli í fleiri en einni lokakeppni. Í þetta skiptið lét Song það vera að fá rautt spjald fyrr en í lokaleik Kamerún í riðlinum gegn Síle. Staðan var þá 1-0 fyrir Síle en Patrick M'Boma jafnaði metin stuttu eftir að Song var rekinn út af. Jafntefli bjargaði Kamerún þó ekki frá botnsæti riðilsins annað árið í röð. Sextán árum seinna var frændi Rigobert, Alex Song, mættur á HM í Brasilíu með Kamerún. Eftir tap gegn Mexíkó í fyrsta leik mætti Kamerún Króatíu. Seint í fyrri hálfleik var eins og allt vit hefði horfið Alex Song og hann sló Mario Mandzukic í bakið og fékk beint rautt spjald. Króatía vann leikinn 4-0 og enn einu sinni datt Kamerún úr keppni á botni riðils síns. FIFA gaf Song þriggja mánaða bann fyrir brotið og leikurinn var hans síðasti fyrir kamerúnska landsliðið því hann lagði landsliðsskóna á hilluna í janúar 2015, aðeins 27 ára að aldri.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. Lokakeppni HM 1994 var haldin í Bandaríkjunum. Þar var mættur hinn 17 ára Rigobert Song á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Eftir 2-2 jafntefli gegn Svíum í fyrsta leik mætti Kamerún Brasilíu í Stanford, Kaliforníufylki. Romario hafði komið Brasilíu yfir í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 þegar Song fór í allt of seina tæklingu á Bebeto og fékk að líta beint rautt spjald. Þremur mínútum seinna skoraði Marcio Santos og Bebeto bætti við þriðja markinu, Brasilía vann 3-0. Song var svo í banni í þriðja leiknum sem tapaðist 6-1 og Kamerún úr leik með eitt stig úr riðlinum.„Vertu blessaður vinur.“vísir/gettyMeð rauða spjaldinu varð Song yngsti leikmaðurinn sem rekinn hefur verið af velli í sögu HM. Fjórum árum seinna varð Song fyrsti leikmaður í sögu HM sem var rekinn af velli í fleiri en einni lokakeppni. Í þetta skiptið lét Song það vera að fá rautt spjald fyrr en í lokaleik Kamerún í riðlinum gegn Síle. Staðan var þá 1-0 fyrir Síle en Patrick M'Boma jafnaði metin stuttu eftir að Song var rekinn út af. Jafntefli bjargaði Kamerún þó ekki frá botnsæti riðilsins annað árið í röð. Sextán árum seinna var frændi Rigobert, Alex Song, mættur á HM í Brasilíu með Kamerún. Eftir tap gegn Mexíkó í fyrsta leik mætti Kamerún Króatíu. Seint í fyrri hálfleik var eins og allt vit hefði horfið Alex Song og hann sló Mario Mandzukic í bakið og fékk beint rautt spjald. Króatía vann leikinn 4-0 og enn einu sinni datt Kamerún úr keppni á botni riðils síns. FIFA gaf Song þriggja mánaða bann fyrir brotið og leikurinn var hans síðasti fyrir kamerúnska landsliðið því hann lagði landsliðsskóna á hilluna í janúar 2015, aðeins 27 ára að aldri.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
29 dagar í HM: Varamarkvörðurinn og vítabaninn sem varði Argentínu í úrslit Argentínski markvörðurinn Sergio Goycochea var vanur því að standa í skugganum en þegar hann fékk að stíga úr skugganum á HM árið 1990 þá blómstraði hann svo sannarlega. Hann átti ekki von á að spila á HM en kom heim sem þjóðhetja. 16. maí 2018 12:30
34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30
30 dagar í HM: Orustan um Santiago Einn blóðugasti fótboltaleikur allra tíma fór fram í Síle 1962 þar sem einn heimamaður nefbraut meðal annars andstæðing sinn. Dómarinn sem dæmdi leikinn, Englendingurinn Ken Aston, varð síðar sá fyrsti til að láta sér detta í hug að nota gul og rauð spjöld í leikjum. 15. maí 2018 13:30
31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti