Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, er búinn að skrifa undir nýjan samning við Belga um að hann þjálfi landslið þjóðarinnar fram yfir EM 2020.
Martinez tók við belgíska liðinu í ágúst árið 2016 og hefur liðið verið að gera það gott undir hans stjórn. Liðið komst á HM án þess að tapa leik í undankeppninni.
Belgía er í þriðja sæti á heimslistanum og er til mikils ætlast af liðinu á HM í sumar. Þar er liðið í riðli með Englandi, Túnis og Panama.
Þessi 44 ára gamli Spánverji stýrði liði Everton frá 2013 áður en hann tók við belgíska liðinu. Þar á undan var hann með lið Wigan.
Martinez framlengir við Belga
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn

Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti


