Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2018 20:00 Rúmlega þrjú þúsund manns hafa nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, töluvert fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag.Bergþóra Sigmundsdóttir.Mynd/Stöð 2Fjölmargir nýta sér að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi. Víða munar kannski örfáum atkvæðum á því hvaða framboð nær inn manni eða ekki. Utankjörfundaratkvæðin eru yfirleitt talin síðast og geta skipt miklu máli. Bergþóra Sigmundsdóttir sviðsstjóri þinglýsinga og leyfasviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert fleiri hafa greitt atkvæði utankjörfundar hjá embættinu nú en í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. „Það er svona rúmlega þrjú þúsund manns sem hafa komið núna. Ef við miðum við 2014 þá er þetta einum þriðja meira,“ segir Bergþóra. Það þurfi ekki að þýða meiri áhuga á kosningunum nú þar sem kjósendum hafi líka fjölgað síðast liðin fjögur ár. Eldra fólk kýs frekar utankjörfundar en yngra fólkið. En fólk með kosningarétt víðs vegar á landinu kýs í Smáralind. „Á þriðjudagsmorguninn förum við með það sem komið hefur nú um helgina og sendum það í sérstökum pósti til viðkomandi sveitarfélags eða yfirkjörstjórna. Ég held að það sé dálítið erfitt eftir það að taka einhverja ábyrgð á að senda atkvæði eftir þann tíma,“ segir Bergþóra. Þannig að eftir mánudaginn og fram á kjördag þurfa kjósendur sjálfir að bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. „Það eru líka margir sem hafa aðstöðu til þess því fólk þarf ekki að koma sjálft með atkvæðið. Það getur einhver tekið það fyrir það. þannig að það er alveg möguleiki. Við erum með opið fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins til klukkan fimm á kjördag,“ segir Bergþóra.Hallgrímur Helgason, rithöfundur.Mynd/Stöð 2Hallgrímur Helgason rithöfundur var einn af þeim sem kaus utankjörfundar í dag.Verður þú ekki heima á kjördag?„Nei ég er að fara til útlanda á morgun. Til Ameríku.“Þægilegt að geta gert þetta?„Já en það er bara verst að ég treysti ekki þessum sýslumanni sem sér um þessa kosningu. Ég hef aldrei upplifað áður svona vantraust á kosningakerfinu á Íslandi og mér finnst það hræðilegt,“ segir Hallgrímur. María Hrönn Gunnarsdóttir verður heldur ekki heima á kjördag. „Ég ætla að bregða mér af bæ á kjördag.“Ertu með atkvæðarétt í Reykjavík eða úti á landi?„Ég er í Reykjavík og ætla að vera að hjóla í Portúgal á kjördag,“ segir María Hrönn sem greinilega hlakkaði til að komast úr rigningunni á Íslandi í sólina í Portúgal. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund manns hafa nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, töluvert fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag.Bergþóra Sigmundsdóttir.Mynd/Stöð 2Fjölmargir nýta sér að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi. Víða munar kannski örfáum atkvæðum á því hvaða framboð nær inn manni eða ekki. Utankjörfundaratkvæðin eru yfirleitt talin síðast og geta skipt miklu máli. Bergþóra Sigmundsdóttir sviðsstjóri þinglýsinga og leyfasviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert fleiri hafa greitt atkvæði utankjörfundar hjá embættinu nú en í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. „Það er svona rúmlega þrjú þúsund manns sem hafa komið núna. Ef við miðum við 2014 þá er þetta einum þriðja meira,“ segir Bergþóra. Það þurfi ekki að þýða meiri áhuga á kosningunum nú þar sem kjósendum hafi líka fjölgað síðast liðin fjögur ár. Eldra fólk kýs frekar utankjörfundar en yngra fólkið. En fólk með kosningarétt víðs vegar á landinu kýs í Smáralind. „Á þriðjudagsmorguninn förum við með það sem komið hefur nú um helgina og sendum það í sérstökum pósti til viðkomandi sveitarfélags eða yfirkjörstjórna. Ég held að það sé dálítið erfitt eftir það að taka einhverja ábyrgð á að senda atkvæði eftir þann tíma,“ segir Bergþóra. Þannig að eftir mánudaginn og fram á kjördag þurfa kjósendur sjálfir að bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. „Það eru líka margir sem hafa aðstöðu til þess því fólk þarf ekki að koma sjálft með atkvæðið. Það getur einhver tekið það fyrir það. þannig að það er alveg möguleiki. Við erum með opið fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins til klukkan fimm á kjördag,“ segir Bergþóra.Hallgrímur Helgason, rithöfundur.Mynd/Stöð 2Hallgrímur Helgason rithöfundur var einn af þeim sem kaus utankjörfundar í dag.Verður þú ekki heima á kjördag?„Nei ég er að fara til útlanda á morgun. Til Ameríku.“Þægilegt að geta gert þetta?„Já en það er bara verst að ég treysti ekki þessum sýslumanni sem sér um þessa kosningu. Ég hef aldrei upplifað áður svona vantraust á kosningakerfinu á Íslandi og mér finnst það hræðilegt,“ segir Hallgrímur. María Hrönn Gunnarsdóttir verður heldur ekki heima á kjördag. „Ég ætla að bregða mér af bæ á kjördag.“Ertu með atkvæðarétt í Reykjavík eða úti á landi?„Ég er í Reykjavík og ætla að vera að hjóla í Portúgal á kjördag,“ segir María Hrönn sem greinilega hlakkaði til að komast úr rigningunni á Íslandi í sólina í Portúgal.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00