Fjölskyldudramað „Búðarþjófarnir“ eftir japanska leikstjórann Hirozaku Kore-edu hlaut Gullpálmann eftirsótta sem besta myndin á Cannes-kvikmyndahátíðinni í dag. Háðsádeila bandaríska leikstjórans Spike Lee um svartan Ku Klux Klan-liða hafnaði í öðru sæti.
Ástralska leikkonan Cate Blanchett var formaður dómnefndarinnar að þessu sinni og tilkynnti hún um valið á verðlaunahöfunum í dag. Hún sagði það hafa verið „sársaukafullt“ að þurfa að gera upp á milli myndanna sem kepptu um Gullpálmann, svo hörð hafi samkeppnin verið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Pólski leikstjórinn Pawel Pawlikowski var valinn besti leikstjórinn fyrir mynd sína „Kalda stríðið“ og ítalski leikarinn Marcello Fonte var valinn besti leikarinn fyrir leik sinn í myndinni „Hundamaðurinn“.
„Kona fer í stríð“, kvikmynd Benedikts Erlingssonar og Ólafs Egils Egilssonar vann til svonefndra SACD-verðlauna samtaka handritshöfunda og tónskálda í tengslum við hátíðina í Cannes.
Japanskir Búðarþjófar fengu Gullpálmann á Cannes

Tengdar fréttir

Kona fer í stríð vann til SACD verðlauna í Cannes
Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, unnu til SACD verðlaunanna á Critic's Week í Cannes í dag.

Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes
Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær.

„Viðbjóðsleg, tilgerðarleg, kvalafull og aumkunarverð“ kvikmynd von Trier gekk fram af áhorfendum í Cannes
Bandaríski leikarinn Matt Dillon fer með aðalhlutverk í myndinni en hann leikur raðmorðingja sem myrðir bæði konur og börn á hryllilegan máta. Uma Thurman fer einnig með hlutverk í myndinni.