Starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitti breska fyrirtækinu Advanced Marine Services til að opna flak þýska togarans SS Minden rann út í gær.
Skip frá AMS fór á vettvang í nóvember í fyrra til að opna skipið og ná í skáp sem fyrirtækið telur geyma gull. Fyrirtækið tilkynnti hins vegar í miðjum í klíðum að hætt væri við aðgerðina vegna veðurs.
Engar tilkynningar um framhald hafa borist Umhverfisstofnun eða Landhelgisgæslu Íslands. SS Minden liggur á ríflega 2,2 kílómetra dýpi um 120 sjómílur undan Íslandsströndum.
Fjársjóðsleyfið rann út í gær

Tengdar fréttir

Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden
Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden.

Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag
Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða.

Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu
Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið.