Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, boðar nýja nálgun og aðferðir í komandi baráttu. Vísir/Sigtryggur „Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjármagnstekjur af sjóðunum okkar og við munum gera það þar sem það bítur mest,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í 1. maí ræðu sinni í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsforingjar um land allt kynntu baráttumál sín og boðuðu hörð átök í komandi kjarasamningum. Formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, Ragnar Þór, boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi. Í félagi við Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn verði teiknaður upp samfélagssáttmáli til þriggja til fjögurra ára. En sú sátt verði stjórnvöldum og atvinnulífinu ekki gefins. Ragnar Þór boðar skærur, kerfisbundin verkföll minni hópa í stað úreltra allsherjarverkfalla. „Það þarf að loka stofnunum ef þær eru ekki ræstar í þrjá daga. Það er hægt að loka uppskipun með því einu að senda nokkra tugi manns í verkfall á fullum launum. Það eru fleiri en flugmenn og flugvirkjar sem geta lamað hér flugsamgöngur,“ sagði Ragnar Þór vígreifur. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verkalýðsfélaga í Reykjanesbæ, þar sem hún talaði fyrir styttri vinnuviku, útrýmingu kynbundins launamunar og að samtök launafólks tækju afstöðu gegn auknum ójöfnuði. Elín Björg sagði einnig að þolinmæði gagnvart ofurlaunum væri þrotin og gagnrýndi hræsnina sem felist í því að alltaf skuli vera hægt að hækka hæstu laun stjórnenda meðan svigrúm til að hækka lægstu launin finnist aldrei.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók undir með styttingu vinnuvikunnar í ræðu sinni á Ingólfstorgi í gær en lagði áherslu á kjör kvennastétta. Barátta ljósmæðra undanfarið hefur verið hörð og sagði Þórunn almenning forviða á deilunni. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, varaði við því að horfið yrði aftur til gömlu byltingaleiðarinnar sem sögulega hefði leitt kjarabaráttuna í ógöngur. Í ávarpi sínu talaði Gylfi fyrir umbótaleiðinni sem unnið hefði verið eftir frá tíunda áratug síðustu aldar. „Gömlu aðferðirnar voru ekki að skila neinum varanlegum árangri,“ sagði Gylfi og sagði lífskjör Íslendinga hafa batnað umtalsvert meira á seinna tímabilinu. Hins vegar hafi stjórnvöld stolið þeim árangri af þeim lægst launuðu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
„Við sendum smærri hópa í verkföll á fullum launum fyrir fjármagnstekjur af sjóðunum okkar og við munum gera það þar sem það bítur mest,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í 1. maí ræðu sinni í gær, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Verkalýðsforingjar um land allt kynntu baráttumál sín og boðuðu hörð átök í komandi kjarasamningum. Formaður stærsta verkalýðsfélags landsins, Ragnar Þór, boðar baráttu sem ekki hefur sést í áratugi. Í félagi við Eflingu, Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn verði teiknaður upp samfélagssáttmáli til þriggja til fjögurra ára. En sú sátt verði stjórnvöldum og atvinnulífinu ekki gefins. Ragnar Þór boðar skærur, kerfisbundin verkföll minni hópa í stað úreltra allsherjarverkfalla. „Það þarf að loka stofnunum ef þær eru ekki ræstar í þrjá daga. Það er hægt að loka uppskipun með því einu að senda nokkra tugi manns í verkfall á fullum launum. Það eru fleiri en flugmenn og flugvirkjar sem geta lamað hér flugsamgöngur,“ sagði Ragnar Þór vígreifur. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ávarpaði baráttufund verkalýðsfélaga í Reykjanesbæ, þar sem hún talaði fyrir styttri vinnuviku, útrýmingu kynbundins launamunar og að samtök launafólks tækju afstöðu gegn auknum ójöfnuði. Elín Björg sagði einnig að þolinmæði gagnvart ofurlaunum væri þrotin og gagnrýndi hræsnina sem felist í því að alltaf skuli vera hægt að hækka hæstu laun stjórnenda meðan svigrúm til að hækka lægstu launin finnist aldrei.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók undir með styttingu vinnuvikunnar í ræðu sinni á Ingólfstorgi í gær en lagði áherslu á kjör kvennastétta. Barátta ljósmæðra undanfarið hefur verið hörð og sagði Þórunn almenning forviða á deilunni. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, varaði við því að horfið yrði aftur til gömlu byltingaleiðarinnar sem sögulega hefði leitt kjarabaráttuna í ógöngur. Í ávarpi sínu talaði Gylfi fyrir umbótaleiðinni sem unnið hefði verið eftir frá tíunda áratug síðustu aldar. „Gömlu aðferðirnar voru ekki að skila neinum varanlegum árangri,“ sagði Gylfi og sagði lífskjör Íslendinga hafa batnað umtalsvert meira á seinna tímabilinu. Hins vegar hafi stjórnvöld stolið þeim árangri af þeim lægst launuðu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45
Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17