Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær.
Samningurinn hefur í för með sér að tollar á hinum ýmsu matvörum frá ríkjum Evrópusambandsins lækka eða falla niður, frá og með deginum í gær. Samningurinn hefur einnig í för með sér viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og snýr að viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum.
Samningarnir fela í sér að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir Evrópusambandið slíkt hið sama. Tollar á ýmsa vöruflokka falla niður, svo sem á pitsur, fyllt pasta, ýmsar súkkulaðivörur og kex. Oftast er um magntolla að ræða, fasta krónutölu sem leggst ofan á hvert kíló viðkomandi vöru.
Sjá einnig: Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum
Samningurinn felur einnig í sér að allir tollar á unnar matvörur eru felldir niður nema á jógúrt.
Fréttablaðið greindi frá þessu um miðjan síðasta mánuð og hafði eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að vörurnar myndu lækka eftir tollabreytinguna, en lækkunin verði þó í einhverjum tilvikum ekki mikil. Hann benti einnig á að það taki tíma fyrir verðlækkanir að koma fram.
Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður

Tengdar fréttir

Tollar á pítsur falla niður
Tollar á ýmsum matvörum frá ríkjum Evrópusambandsins lækka 1. maí næstkomandi, þegar tollasamningur Íslands og ESB sem gerður var haustið 2015, tekur gildi.

Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum
Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka.