Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Jarðböðin í Mývatnssveit laða til sín þúsundir gesta á hverju ári. Vísir/Vilhelm Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna, sem voru opnuð í júní árið 2004, má lesa úr nýjum ársreikningi KEA, meirihlutaeiganda fjárfestingafélagsins Tækifæris sem er stærsti hluthafi baðstaðarins með um 40,6 prósenta hlut. Umræddur hlutur var metinn á 1.827 milljónir króna í lok síðasta árs í bókum KEA borið saman við 1.282 milljónir í árslok 2016. Um 220 þúsund manns heimsóttu Jarðböðin í fyrra og hafa gestirnir aldrei verið fleiri. Gestirnir voru rúmlega 200 þúsund árið 2016 og um 150 þúsund árið 2015. Gert er ráð fyrir um fimm prósenta fjölgun í ár. Eignarhlutur Tækifæris í Jarðböðunum er langverðmætasta eign fjárfestingafélagsins.Sem kunnugt er seldi Akureyrarbær 15 prósenta hlut í Tækifæri í janúar árið 2016 fyrir 116 milljónir króna en miðað við bókfært virði baðstaðarins í lok síðasta árs er sá hlutur nú metinn á ríflega 270 milljónir. Sala bæjarfélagsins sætti töluverðri gagnrýni og hélt Sigurður Guðmundsson, kaupmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi, því til að mynda fram að bæjarfulltrúar hefðu verið blekktir.Sjá einnig: Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Forsvarsmenn KEA, sem keypti hlutinn af bænum, vísuðu því á bug. Jarðböðin voru rekin með 303 milljóna króna hagnaði árið 2016 samanborið við 196 milljónir árið 2015. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Heildarvelta baðstaðarins var 725 milljónir króna árið 2016 og jókst um 33 prósent á milli ára. Greiddu gestir þá alls 581 milljón í aðgangseyri. Fjárfestingafélagið Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna með 40,6 prósenta hlut. Félag í eigu Bláa lónsins á tæplega fjórðungshlut en aðrir hluthafar eru meðal annars Landsvirkjun, Landeigendur Voga ehf. og Skútustaðahreppur en hreppurinn ákvað ásamt nokkrum hluthöfum að bjóða í janúar til sölu um 6,5 prósenta hlut í félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 11. október 2013 08:43 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna, sem voru opnuð í júní árið 2004, má lesa úr nýjum ársreikningi KEA, meirihlutaeiganda fjárfestingafélagsins Tækifæris sem er stærsti hluthafi baðstaðarins með um 40,6 prósenta hlut. Umræddur hlutur var metinn á 1.827 milljónir króna í lok síðasta árs í bókum KEA borið saman við 1.282 milljónir í árslok 2016. Um 220 þúsund manns heimsóttu Jarðböðin í fyrra og hafa gestirnir aldrei verið fleiri. Gestirnir voru rúmlega 200 þúsund árið 2016 og um 150 þúsund árið 2015. Gert er ráð fyrir um fimm prósenta fjölgun í ár. Eignarhlutur Tækifæris í Jarðböðunum er langverðmætasta eign fjárfestingafélagsins.Sem kunnugt er seldi Akureyrarbær 15 prósenta hlut í Tækifæri í janúar árið 2016 fyrir 116 milljónir króna en miðað við bókfært virði baðstaðarins í lok síðasta árs er sá hlutur nú metinn á ríflega 270 milljónir. Sala bæjarfélagsins sætti töluverðri gagnrýni og hélt Sigurður Guðmundsson, kaupmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi, því til að mynda fram að bæjarfulltrúar hefðu verið blekktir.Sjá einnig: Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Forsvarsmenn KEA, sem keypti hlutinn af bænum, vísuðu því á bug. Jarðböðin voru rekin með 303 milljóna króna hagnaði árið 2016 samanborið við 196 milljónir árið 2015. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Heildarvelta baðstaðarins var 725 milljónir króna árið 2016 og jókst um 33 prósent á milli ára. Greiddu gestir þá alls 581 milljón í aðgangseyri. Fjárfestingafélagið Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna með 40,6 prósenta hlut. Félag í eigu Bláa lónsins á tæplega fjórðungshlut en aðrir hluthafar eru meðal annars Landsvirkjun, Landeigendur Voga ehf. og Skútustaðahreppur en hreppurinn ákvað ásamt nokkrum hluthöfum að bjóða í janúar til sölu um 6,5 prósenta hlut í félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 11. október 2013 08:43 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 11. október 2013 08:43
Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00
Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00